Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Qupperneq 74

Fréttatíminn - 31.10.2014, Qupperneq 74
 Bíó Algjör Sveppi og gói BjArgAr málunum frumSýnd Ímyndunaraflið er stærsta vopnið Í vikunni var fjórða kvikmyndin um ævintýri Sveppa og Villa, Algjör Sveppi og Gói bjargar mál- unum frumsýnd og var hennar beðið með mikilli eftirvæntingu þeirra sem hafa fylgst með fyrri myndum þessara kappa. Leikstjóri myndanna og framleiðandi, Bragi Hinriksson, segir að þeir hafi fundið fyrir kröfu frá krökkum um að gera aðra mynd. Þ etta var auðvitað bara brandari,“ segir Bragi Hinriksson leikstjóri. „Þetta byrjaði þannig að mig langaði að gera bíómynd. Ég nennti ekki að hugsa það til sextugs og enda á því að gera bara eina og ég þurfti að finna verkefni þar sem ég gat athugað á sjálfum mér hvort ég gæti sagt sögu á 90 mínútum. Það var hugsunin á bak við fyrstu myndina. Svo fundum við bara fyrir því að eftirtekt krakkana er svo mikil að þau vilja framhald. Það voru hlutir í síðustu mynd sem þeim fannst ekki hafa verið kláraðir. Vondi karlinn var ennþá þarna úti og þau kölluðu á fram- hald.“ Auðskrifaðir karakterar Síðasta myndin um ævintýri Sveppa kom út árið 2011 og segir Bragi að eftirvæntingin sé mikil. „Það er búið að selja um 400 miða í forsölu í bíó. Það gerist alla jafna ekki í bíó, það er búið að bóka hópasýningar langt fram í tímann svo það er mikil eftirvænting,“ segir Bragi. Fyrsta myndin kom árið 2009 svo þeir félagar hafa nánast gert eina mynd á ári í 5 ár. „Við vorum að vísu aðeins fljótari að skjóta þessa mynd en hinar og er það vegna þess að við fengum að skjóta í myndveri RÚV sem er meðframleiðandi myndarinnar.“ Er ekki líka kostur að það þarf ekki að kafa mikið í karaktersköpun þegar búið er að gera þrjár myndir? „Vissulega. Það er lítið mál fyrir okkur Sveppa að skrifa textann ofan í Villa eða Góa. Við vitum mjög vel hvað þeir segja í ákveðnum aðstæðum – eða segja ekki.“ Hlustaði á Back to the Future Bragi hefur verið í kvikmyndagerð frá unga aldri og varð mjög snemma sjúkur í kvikmyndir. „Ég ólst upp á Akureyri og man ennþá eftir því þegar mynd eins og Dalalíf kom í bíó og röðin úr miðasölunni náði langt út á Ráðhústorg. Einnig beið ég spenntur eftir Back To The Future myndunum og eitt sinn náði ég ekki að fá miða á myndina, en tók á það ráð að hanga á hurðinni og hlusta á myndina í gegnum vegginn. Maður var alveg veikur,“ segir Bragi. Ýmislegt á prjónunum Bragi hafði ekki gert kvikmynd í fullri lengd áður en Algjör Sveppi og leitin að Villa kom út árið 2009. Nú 5 árum seinna er Bragi búinn að gera 5 myndir því á síðasta ári leikstýrði hann gamanmyndinni Harry og Heimir; Morð eru til alls fyrst, sem naut mikilla vin- sælda. Var erfitt að fara úr því að vera leikstjóri, hand- ritshöfundur og framleiðandi í það að „bara“ leikstýra? „Ég gat sannfært framleiðandann um það að ég þyrfti að haga hlutum á ákveðinn hátt til þess að þetta gengi upp,“ segir Bragi. „Svo breytingin var ekki það mikil fyrir mig. Ég gat þó sleppt því að vera á gólfinu að panta pítsur.“ Það hlýtur þá að blunda í þér að gera næst kvikmynd sem er ekki um þá félaga Sveppa og Villa? „Við Sveppi erum með mynd á teikniborð- inu sem við vonumst til þess að geta byrjað á fljótlega,“ segir Bragi. „Það er barnamynd sem heitir Álfur út úr hól, sem fjallar um álfadreng sem kemur út úr hól sínum yfir í mannheima. Svo eru framkvæmdir sem verða til þess að hólinn er fjarlægður og hann er því fastur í mannheimum. Þetta er ein af fjölmörgum hugmynd- um sem við Sveppi erum með á borð- inu,“ segir Bragi. Hvað er það við Sveppamyndirnar sem gerir þær svona vinsælar? „Þær taka sig á engan hátt alvar- lega og þemað er það að stærsta vopnið sé ímyndunaraflið og drif- krafturinn í lífinu,“ segir Bragi. „Skilaboðin til barnanna er að láta hausinn ráða.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Það er búið að selja um 400 miða í forsölu í bíó. Það gerist alla jafna ekki í bíó, það er búið að bóka hópasýningar langt fram í tímann svo það er mikil eftirvænting, segir Bragi Hinriksson leikstjóri. Ljósmyndir/Erna Ísabella Bragadóttir Bragi Hinriksson leikstjóri. L jó sm yn d/ H ar i  mAtur SviðAveiSlA SnæðingSinS í víkinni í kvöld Reykt eistu eins og fólk getur í sig látið „Bjarni hefur verið með sviðaveislur úti um hvippinn og hvappinn en aldrei í Reykjavík, nema í prívathópum. Hann hefur lengi dreymt um að gera þetta,“ segir Snorri Birgir Snorrason, veitingamaður á Víkinni úti á Granda. Snorri og Bjarni Geir Alfreðsson, betur þekktur sem Bjarni snæðingur, hafa tekið höndum saman og bjóða til Sviðaveislu snæðingsins í kvöld, föstudagskvöld. Veislan verður í Vík- inni og hefst klukkan 19.30. Bjarni snæðingur, sem nú sér um kaffistofu Samhjálpar, er landsþekktur fyrir sviðakjamma sína. Hann rak veitinga- söluna á BSÍ í áraraðir og þar runnu ófáir kjammarnir ofan í landsmenn. Matseðillinn í Víkinni verður ekki af verri endanum, enda er sláturtíðin nýafstaðin. Á boðstólum verða soðin svið, reykt svið, sviðalappir, sviða- sulta, reykt eistu, soðin eistu, fyllt hjörtu, blóðmör, lifrarpylsa, saltkjöts- ragú, uppstúfur, rófustappa, kartöflu- mús og eftirréttur að hætti Bjarna snæðings. „Þetta verður alveg júník,“ segir Snorri. 6.700 kostar að setjast að borðum í þessari mögnuðu veislu. -hdm Bjarni snæðingur og Snorri Birgir hafa undirbúið Sviðaveislu snæðingsins alla vikuna. Þar verður hægt að gæða sér á reyktum eistum og sviðalöppum. Ljósmynd/Hari fridaskart.is Strandgötu 43 Hafnarrði íslensk hönnun í gulli og silfri Villi setur Íslandsmet Önnur bók hins marghama Vilhelms Antons Jónssonar, Vísindabók Villa 2, kom út í vikunni. Fyrri bókin naut fádæma vinsælda fyrir síðustu jól og seldist í um 15 þúsund eintökum. Útgefandi Villa hefur tröllatrú á því að önnur bókin verði jafn vinsæl og hefur látið prenta tíu þúsund eintök í fyrstu atrennu. Það er stærsta upplag sem prentað er af barnabók í upphafi hér á landi. Beðið eftir Arnaldi Villi kemst samt ekki með tærnar þar sem Arnaldur Indriðason hefur hælana þegar kemur að upplagi. Nýjasta bók hans, Kamp Knox, kemur út á laugardag og verður á þriðja tug þúsund eintaka prentuð af henni. Átta þúsund eintök fara í búðir fyrsta kastið. Höfundurinn sat á föstudag sveittur við að árita hátt í þúsund bækur sem sendar verða heim til aðdáenda hans á vegum Heimkaupa eftir miðnætti í kvöld. Svali og félagar á uppleið Útvarpsstöðin K100, með dagskrárstjórann Sigvalda Kaldalóns fremst- an í flokki, sækir í sig veðrið um þessar mundir en samkvæmt mælingum Capacent hlusta 60% fleiri landsmenn á stöðina í viku hverri en í byrjun árs. Hefur hlustendahópurinn meðal kvenna á aldrinum 18-49 ára tvö- faldast á sama tíma. Björgvin hleypur maraþon Björgvin Guðmundsson, einn eigenda almannatengslafyrirtækisins KOM, hleypur í New York maraþoninu í næstu viku. Björgvin hefur æft stíft að undanförnu ásamt félögum sínum og er tilbúinn að spreyta sig í þessu fjöl- mennasta maraþonhlaupi í heimi. Með í för eru félagar Björgvins, Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, og Gísli Hauksson, forstjóri Gamma. 74 dægurmál Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.