Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 16

Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 16
ERLENT Gorbatsjof og öreígabyltíngin Skýr umbótavilji, en hversu langt fær hann aö ganga? í ÁR ER RÚSSNESKA byltingin 70 ára og er rétt að skoða þær umbætur í Sovétríkjun- um sem kenndar eru við Gorbatsjof í ljósi hennar og markmiða félagshyggjunnar. Fyrst ber þó að gera grein fyrir megindrátt- um þessara umbóta, aðdraganda þeirra og áhrifum. Auk umbóta Gorbatsjofs í afvopnunar- málum, gætir stefnubreytinga einkum á þremur sviðum, þ.e. í opinskárri umræðu og auknu skoðanafrelsi, glasnost, tilraunum til aukins lýðræðis, demokratizatsiya, og við- leitni til endurskipulagningar efnahagsiífs- ins, perestroika. Aukið skoðanafrelsi er einn af hornstein- um umbótanna í Sovétríkjunum nú. Það var táknræn aðgerð og vakti mikla athygli þegar andófsmaðurinn Andrei Sakharaov var leystur úr útlegð og síðan hefur fjöldi póli- tískra fanga verið leystur úr haldi. Þessar aðgerðir eru í raun aðeins hluti viðleitninnar til að endurskilgreina hvar mörk leyfilegrar gagnrýni á yfirvöld og samfélag liggja. Hversu langt verður gengið í frelsisátt er hins vegar engan veginn fyrirséð. Umræður um félagsleg vandamál og rannsóknir félags- fræðinga eru nú mun opinskárri en áður og Gorbatsjof hefur sjálfur tekið virkan þátt í baráttunni gegn gífurlegum alkóhólisma í ,,verkalýðsríkinu“ og spillingu embættis- manna. Umræða hagfræðinga um vandamál efnahagslífsins eru einnig opinskárri, en fag- leg, hagfræðileg umræða í Sovétríkjunum hefur raunar á síðari árum verið mun opin- skárri en vestrænir fjölmiðlar hafa viljað viðurkenna. Nú er svo komið að fréttir af umfjöllun sovéskra fjölmiðla um spillingu embættismanna og félagsleg og efnahagsleg vandamál í Ráðstjórnarríkjunum berast nær daglega inn á öll íslensk heimili á síðum Morgunblaðsins (og færi vel á því að það blað tæki sovéska fjölmiðla sér til fyrirmynd- ar hvað varðar umfjöllun um slík mál á Is- landi). Opinberir fjölmiðlar eru jafnvel farn- ir að birta skilvísar fréttir af mótmælaað- gerðum borgaranna, eins og t.d. mótmælum þjóðernisminnihluta í Kazakhastan í desem- bers.l. Umburðarlyndi hefur aukist á menn- ingarsviðinu. Jarðýturnar, hinir hvimleiðu gestir framsækinna myndlistarsýninga, eru horfnar. Ákveðið hefur verið að gefa Doktof Zhivago út á næsta ári, en það verk hefur aldrei verið gefið út í Sovétríkjunum. Hafnar eru sýningar á verkum eins og Harðstjórn samviskunnar eftir Mikhail Shatrov og stjórn- völd hafa látið óáreitta útgáfu tímarits fyrr- verandi pólitískra fanga, Glasnost. TILRAUNIR TIL AUKINS lýðræðis í stjórn- kerfinu og atvinnulífinu eru enn sem komið er varfærnar. En skýr umbótavilji virðist fýnr hendi af hálfu Gorbatsjofs og samherja hans. Þetta kom skýrt fram í hinni mikilvægu ræðu hans á aðalfundi miðnefndar KS í janúar s.l- Þar boðaði hann m.a. nauðsyn þess að ávalh yrðu fleiri en einn frambjóðandi framvegis1 framboði í ritarakosningum flokksdeilda, hvort sem um er að ræða deildir heima 1 héraði eða á landsvísu, og að þessar kosning' ar skyldu vera leynilegar en ekki með handauppréttingum eins og tíðkast hefur fram til þessa. Hann bætti jafnframt við að frekari lýðræðisþróun ætti einnig að eiga ser stað í höfuðstofnunum og nefndum flokksins. Síðla í júní s.l. fengu kjósendur í 5% af um 52 þúsund kjördæmum í sveitarstjórnar- kosningum að velja milli fleiri frambjóðenda en fjölda þeirra staða sem kosið var um- Æðstaráð Sovétríkjanna hefur samþykkt að leyfa almennar kosningar á héraðsgrundveH' um staðbundin stjórnmála- og félagsleg rnál' efni. Pá hefur réttur almennings til að kæm ákvarðanir embættismanna verið aukinn- Samkvæmt frumvarpi um umbætur í efnU' hagsmálum, sem birt- var í febrúar og taka u gildi í byrjun næsta árs, er nú stefnt a „sósíalískri sjálfstjórn" í sovéskum fyr,r' tækjum og samsteypum (áður hefur hún ver ið talin júgóslavnesk endurskoðunarstetna og af hinu vonda). Hún felur í sér að stjórn endur fyrirtækjanna verða framvegis kosmr á almennum starfsmannafundum og L starfsmönnum í sjálfsvald sett hvort Þa’r verða leynilegar. ENDURSKIPULAGNING efnahagslífsm^' v'íðari skilningi er þó vafalaust erfiðasta V1 fangsefni umbótastefnu Gorbatsjofs og sa | herja hans. í grófum dráttum má segja umbótastefnan á þessu sviði snúist ann^. vegar um endurskilgreiningu á hlutve j 14

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.