Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 16
ERLENT Gorbatsjof og öreígabyltíngin Skýr umbótavilji, en hversu langt fær hann aö ganga? í ÁR ER RÚSSNESKA byltingin 70 ára og er rétt að skoða þær umbætur í Sovétríkjun- um sem kenndar eru við Gorbatsjof í ljósi hennar og markmiða félagshyggjunnar. Fyrst ber þó að gera grein fyrir megindrátt- um þessara umbóta, aðdraganda þeirra og áhrifum. Auk umbóta Gorbatsjofs í afvopnunar- málum, gætir stefnubreytinga einkum á þremur sviðum, þ.e. í opinskárri umræðu og auknu skoðanafrelsi, glasnost, tilraunum til aukins lýðræðis, demokratizatsiya, og við- leitni til endurskipulagningar efnahagsiífs- ins, perestroika. Aukið skoðanafrelsi er einn af hornstein- um umbótanna í Sovétríkjunum nú. Það var táknræn aðgerð og vakti mikla athygli þegar andófsmaðurinn Andrei Sakharaov var leystur úr útlegð og síðan hefur fjöldi póli- tískra fanga verið leystur úr haldi. Þessar aðgerðir eru í raun aðeins hluti viðleitninnar til að endurskilgreina hvar mörk leyfilegrar gagnrýni á yfirvöld og samfélag liggja. Hversu langt verður gengið í frelsisátt er hins vegar engan veginn fyrirséð. Umræður um félagsleg vandamál og rannsóknir félags- fræðinga eru nú mun opinskárri en áður og Gorbatsjof hefur sjálfur tekið virkan þátt í baráttunni gegn gífurlegum alkóhólisma í ,,verkalýðsríkinu“ og spillingu embættis- manna. Umræða hagfræðinga um vandamál efnahagslífsins eru einnig opinskárri, en fag- leg, hagfræðileg umræða í Sovétríkjunum hefur raunar á síðari árum verið mun opin- skárri en vestrænir fjölmiðlar hafa viljað viðurkenna. Nú er svo komið að fréttir af umfjöllun sovéskra fjölmiðla um spillingu embættismanna og félagsleg og efnahagsleg vandamál í Ráðstjórnarríkjunum berast nær daglega inn á öll íslensk heimili á síðum Morgunblaðsins (og færi vel á því að það blað tæki sovéska fjölmiðla sér til fyrirmynd- ar hvað varðar umfjöllun um slík mál á Is- landi). Opinberir fjölmiðlar eru jafnvel farn- ir að birta skilvísar fréttir af mótmælaað- gerðum borgaranna, eins og t.d. mótmælum þjóðernisminnihluta í Kazakhastan í desem- bers.l. Umburðarlyndi hefur aukist á menn- ingarsviðinu. Jarðýturnar, hinir hvimleiðu gestir framsækinna myndlistarsýninga, eru horfnar. Ákveðið hefur verið að gefa Doktof Zhivago út á næsta ári, en það verk hefur aldrei verið gefið út í Sovétríkjunum. Hafnar eru sýningar á verkum eins og Harðstjórn samviskunnar eftir Mikhail Shatrov og stjórn- völd hafa látið óáreitta útgáfu tímarits fyrr- verandi pólitískra fanga, Glasnost. TILRAUNIR TIL AUKINS lýðræðis í stjórn- kerfinu og atvinnulífinu eru enn sem komið er varfærnar. En skýr umbótavilji virðist fýnr hendi af hálfu Gorbatsjofs og samherja hans. Þetta kom skýrt fram í hinni mikilvægu ræðu hans á aðalfundi miðnefndar KS í janúar s.l- Þar boðaði hann m.a. nauðsyn þess að ávalh yrðu fleiri en einn frambjóðandi framvegis1 framboði í ritarakosningum flokksdeilda, hvort sem um er að ræða deildir heima 1 héraði eða á landsvísu, og að þessar kosning' ar skyldu vera leynilegar en ekki með handauppréttingum eins og tíðkast hefur fram til þessa. Hann bætti jafnframt við að frekari lýðræðisþróun ætti einnig að eiga ser stað í höfuðstofnunum og nefndum flokksins. Síðla í júní s.l. fengu kjósendur í 5% af um 52 þúsund kjördæmum í sveitarstjórnar- kosningum að velja milli fleiri frambjóðenda en fjölda þeirra staða sem kosið var um- Æðstaráð Sovétríkjanna hefur samþykkt að leyfa almennar kosningar á héraðsgrundveH' um staðbundin stjórnmála- og félagsleg rnál' efni. Pá hefur réttur almennings til að kæm ákvarðanir embættismanna verið aukinn- Samkvæmt frumvarpi um umbætur í efnU' hagsmálum, sem birt- var í febrúar og taka u gildi í byrjun næsta árs, er nú stefnt a „sósíalískri sjálfstjórn" í sovéskum fyr,r' tækjum og samsteypum (áður hefur hún ver ið talin júgóslavnesk endurskoðunarstetna og af hinu vonda). Hún felur í sér að stjórn endur fyrirtækjanna verða framvegis kosmr á almennum starfsmannafundum og L starfsmönnum í sjálfsvald sett hvort Þa’r verða leynilegar. ENDURSKIPULAGNING efnahagslífsm^' v'íðari skilningi er þó vafalaust erfiðasta V1 fangsefni umbótastefnu Gorbatsjofs og sa | herja hans. í grófum dráttum má segja umbótastefnan á þessu sviði snúist ann^. vegar um endurskilgreiningu á hlutve j 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.