Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 67

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 67
Þann 15. janúar var haldinn stofnfundur vinnuveitendasambands Austur-Þýskalands sem þykir eðlilegur fylgifiskur breytinganna þar í landi. Færri komust að en vildu á stofnfundinn en þar voru um 2000 manns. Ríkisstjórn Modrows hefur boðaðlagabreytingar til styrktarmarkaðsbúskap og einkarekstri. M.a. ergertráð fyrir að fyrirtæki sem voru þjóðnýtt árið 1972 verði afhent einstaklingum á ný ogþarmeð munu um 10þúsund fyrirtæki komast í einkaeign að nýju. Þá er ætlunin að draga úr skattheimtu á arði fyrirtækja, þannig að hún nemi um 60% afgróðanum. Stjórnvöld hafa enn fremur áprjónunum að leyfa verkfallsrétt á ný og starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga hefur farið mjög í vöxt. Hins vegar hafa um 800 þúsund manns yfirgefið stærstu skipulögðu samtök landsins (alþýðusambandið, 9.5 milljónir manna) á síðustu mánuðum. Á svarta listann fyrir misskilning Tóbakshringurinn v-þýski Reemtsma, sem hefur aðal- stöðvar sínar í Hamborg lenti í sérstæðum þrengingum á Bandaríkjamarkaði. Fyrir- tækið lenti á svörtum lista, opinberum viðskiptabann- lista. Bandarískum fyrirtækj- um er bannað að versla við þetta þýska fyrirtæki eða eiga einhver samskipti við það. Það hefur á alþjóðlegum markaði selt sígarettutegund- ina Davidoff. Ástæðan fyrir þessu banni þykir hins vegar heldur hláleg fyrir Bandaríkja- menn því misskilningur kem- ur við sögu; á sígarettupökk- unum stendur með smáu letri að kúbönsk yfirvöld hafi lagt blessun sína yfir framleiðsl- una. Án þess að leita frekari sannana ákváðu bandarísk yfirvöld, að Reemtsma væri stjórnað af kommúnistum frá Kúbu. Tóbakið í þessa vindl- inga er í raun að mestu ættað frá Bandaríkjunum. Æðstu stjórnendur fyrirtækisins í Þýskalandi hröðuðu sér til Washington og sannfærðu Bandaríkjamennina um að Kúbanir ættu ekki hlut í firm- anu, hvað þá að þeir hefðu einhver önnur áhrif á það. En það mun líða töluverður tími þar til viðskiptabanni þessu verður aflétt. Næsti svarti listi FINEST VIKGINIA BIEND fOR A PREMIUM KING SIZE CIGARETTE RRODUCED UNDER AUTHORITY OF CUBATABACO. LA HABANA. MADE IN GERMANY. Davidoff pakki. Bandaríkjastjórnar með leið- réttingu verður ekki gefinn út fyrr en eftir nokkra mánuði... Milljarðamæringar —í skuldum Stórfyrirtækið Nixdorf, sem höndlar aðallega með tölv- ur tapaði enn meiru á sl. ári en áður vartalið. Stjórnend- ur fyrirtækisins höfðu álitið að tapið væri um 600 mill- jónir marka eða sem nemur um 21 milljarði íslenskra króna. En veruleikinn úr uppgjöri auðhringsins er enn grimmari; nýjustu tölur herma að tapið sé nær ein- um milljarði þýskra marka eða sem nemur 35 milljörð- um ísl. króna. Þannig er Ijóst að tilraunir stjórnenda til endurskipulagningar á liðnu ári hafa engum árangri skil- að. í kjölfar þessa var enda hringurinn seldur Siemens. Siemens hefur styrkt stöðu sína gífurlega á tölvumark- aði í Þýskalandi með þess- um kaupum og hrakið IBM úrfyrsta sæti í annað... Smá skattsvik í stöðunni Á síðasta ársfjórðungi sl. árs notuðu mörg smáfyrirtæki í Austur—Þýskalandi tækifær- ið og greiddu mun lægri skatta en þau hefðu þurft samkvæmt gildandi skatta- lögum. Hér er um að ræða um 80 þúsund smáfyrirtæki, sem hafa þurft að greiða allt að 96% af hagnaði í skatt. Skattsvikin eru til komin í mót- mælaskyni við hina háu skattlagningu. Þótt mótmælin séu almenn er ekki talið að þau séu skipulögð. Giskað er á að skattsvikin nemi um 50 milljónum austur-þýskra marka. En hinir kærulausu fulltrúar einkaframtaksins þurfa tæpast að óttast refs- ingar. „Slíkt mundi leiða til enn meiri þjóðfélagsólgu", er haft eftir háttsettum opinber- um starfsmanni í Austur- Þýskalandi. Svikahrapparnir verða bara nákvæmari næst... (Spiegel) Herinn gjaldþrota Efnahagshrunið ( Argentínu hefur komið víða fram. Verð- bólgan á liðnu ári var 5642% og þjóðfélagsástandið líkist helst algerri upplausn. Ekki munu hins vegar allir sýta, að argentínski herinn stendur á barmi gjaldþrots vegna efna- hagsástandsins. Á sl. ári fékk herinn til ráðstöfunar um 0.45% af heildarþjóðarfram- leiðslu landsins, en það er tíundi hluti þess sem herinn fékk á valdadögum sínum í byrjun níunda áratugarins. Vegna fjárskorts er ekki leng- ur hægt að gera við skrið- dreka og flutningatæki hers- ins, reikningar hlaðast upp í herbúðum og mikil vand- kvæði eru á nýskráningu her- manna, af því að herinn hefur ekki efni á að borga nýja ein- kennisbúninga. Margir telja þetta elskulega þróun... ÞJÓÐLÍF 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.