Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 67

Þjóðlíf - 01.02.1990, Síða 67
Þann 15. janúar var haldinn stofnfundur vinnuveitendasambands Austur-Þýskalands sem þykir eðlilegur fylgifiskur breytinganna þar í landi. Færri komust að en vildu á stofnfundinn en þar voru um 2000 manns. Ríkisstjórn Modrows hefur boðaðlagabreytingar til styrktarmarkaðsbúskap og einkarekstri. M.a. ergertráð fyrir að fyrirtæki sem voru þjóðnýtt árið 1972 verði afhent einstaklingum á ný ogþarmeð munu um 10þúsund fyrirtæki komast í einkaeign að nýju. Þá er ætlunin að draga úr skattheimtu á arði fyrirtækja, þannig að hún nemi um 60% afgróðanum. Stjórnvöld hafa enn fremur áprjónunum að leyfa verkfallsrétt á ný og starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga hefur farið mjög í vöxt. Hins vegar hafa um 800 þúsund manns yfirgefið stærstu skipulögðu samtök landsins (alþýðusambandið, 9.5 milljónir manna) á síðustu mánuðum. Á svarta listann fyrir misskilning Tóbakshringurinn v-þýski Reemtsma, sem hefur aðal- stöðvar sínar í Hamborg lenti í sérstæðum þrengingum á Bandaríkjamarkaði. Fyrir- tækið lenti á svörtum lista, opinberum viðskiptabann- lista. Bandarískum fyrirtækj- um er bannað að versla við þetta þýska fyrirtæki eða eiga einhver samskipti við það. Það hefur á alþjóðlegum markaði selt sígarettutegund- ina Davidoff. Ástæðan fyrir þessu banni þykir hins vegar heldur hláleg fyrir Bandaríkja- menn því misskilningur kem- ur við sögu; á sígarettupökk- unum stendur með smáu letri að kúbönsk yfirvöld hafi lagt blessun sína yfir framleiðsl- una. Án þess að leita frekari sannana ákváðu bandarísk yfirvöld, að Reemtsma væri stjórnað af kommúnistum frá Kúbu. Tóbakið í þessa vindl- inga er í raun að mestu ættað frá Bandaríkjunum. Æðstu stjórnendur fyrirtækisins í Þýskalandi hröðuðu sér til Washington og sannfærðu Bandaríkjamennina um að Kúbanir ættu ekki hlut í firm- anu, hvað þá að þeir hefðu einhver önnur áhrif á það. En það mun líða töluverður tími þar til viðskiptabanni þessu verður aflétt. Næsti svarti listi FINEST VIKGINIA BIEND fOR A PREMIUM KING SIZE CIGARETTE RRODUCED UNDER AUTHORITY OF CUBATABACO. LA HABANA. MADE IN GERMANY. Davidoff pakki. Bandaríkjastjórnar með leið- réttingu verður ekki gefinn út fyrr en eftir nokkra mánuði... Milljarðamæringar —í skuldum Stórfyrirtækið Nixdorf, sem höndlar aðallega með tölv- ur tapaði enn meiru á sl. ári en áður vartalið. Stjórnend- ur fyrirtækisins höfðu álitið að tapið væri um 600 mill- jónir marka eða sem nemur um 21 milljarði íslenskra króna. En veruleikinn úr uppgjöri auðhringsins er enn grimmari; nýjustu tölur herma að tapið sé nær ein- um milljarði þýskra marka eða sem nemur 35 milljörð- um ísl. króna. Þannig er Ijóst að tilraunir stjórnenda til endurskipulagningar á liðnu ári hafa engum árangri skil- að. í kjölfar þessa var enda hringurinn seldur Siemens. Siemens hefur styrkt stöðu sína gífurlega á tölvumark- aði í Þýskalandi með þess- um kaupum og hrakið IBM úrfyrsta sæti í annað... Smá skattsvik í stöðunni Á síðasta ársfjórðungi sl. árs notuðu mörg smáfyrirtæki í Austur—Þýskalandi tækifær- ið og greiddu mun lægri skatta en þau hefðu þurft samkvæmt gildandi skatta- lögum. Hér er um að ræða um 80 þúsund smáfyrirtæki, sem hafa þurft að greiða allt að 96% af hagnaði í skatt. Skattsvikin eru til komin í mót- mælaskyni við hina háu skattlagningu. Þótt mótmælin séu almenn er ekki talið að þau séu skipulögð. Giskað er á að skattsvikin nemi um 50 milljónum austur-þýskra marka. En hinir kærulausu fulltrúar einkaframtaksins þurfa tæpast að óttast refs- ingar. „Slíkt mundi leiða til enn meiri þjóðfélagsólgu", er haft eftir háttsettum opinber- um starfsmanni í Austur- Þýskalandi. Svikahrapparnir verða bara nákvæmari næst... (Spiegel) Herinn gjaldþrota Efnahagshrunið ( Argentínu hefur komið víða fram. Verð- bólgan á liðnu ári var 5642% og þjóðfélagsástandið líkist helst algerri upplausn. Ekki munu hins vegar allir sýta, að argentínski herinn stendur á barmi gjaldþrots vegna efna- hagsástandsins. Á sl. ári fékk herinn til ráðstöfunar um 0.45% af heildarþjóðarfram- leiðslu landsins, en það er tíundi hluti þess sem herinn fékk á valdadögum sínum í byrjun níunda áratugarins. Vegna fjárskorts er ekki leng- ur hægt að gera við skrið- dreka og flutningatæki hers- ins, reikningar hlaðast upp í herbúðum og mikil vand- kvæði eru á nýskráningu her- manna, af því að herinn hefur ekki efni á að borga nýja ein- kennisbúninga. Margir telja þetta elskulega þróun... ÞJÓÐLÍF 67

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.