Víkurfréttir - 05.11.2009, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 000020 VÍKURFRÉTTIR I 44. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
Vegna síaukins
áhuga almennings
á ljósmyndun ætla
Víkurfréttir að birta
í vetur ljósmyndir
úr safni Ellerts
Grétarssonar
sem mun útskýra
myndirnar með
stuttum texta.
Ellert hefur starfað
sem ljósmyndari
og blaðamaður
VF síðustu þrjú
árin. Hann hefur
undanfarin ár
getið sér gott orð
sem landslags- og
náttúruljósmyndari
og unnið til
alþjóðlegra
verðlauna
atvinnumanna
á því sviði.
Ferða- og skemmti nefnd Kven fé lags Grinda vík ur hélt konu-
kvöld í Lava sal Bláa lóns ins 9. októ ber síð ast lið inn. Þar komu
220 kon ur sam an og áttu góða kvöld stund. Kvöld ið hófst með
for drykk og kynn ing um og síð an snæddu kon ur þriggja rétta
kvöld verð. Hér a stubb ur bak ari bauð öll um kon un um upp á
marsip antoppa með kaff inu. Veislu stjóri var Jóna Hrönn
Bolla dótt ir sem stýrði glæsi legu kvöldi af sinni al kunnu snilld!
Nokk ur fyr ir tæki voru með kynn ing ar á vör um og þjón ustu.
Kon ur fengu glæsi leg ar borð gjaf ir frá Öl gerð inni, Nivea og
Avon ásamt af slátt ar mið um frá hin um ýmsu fyr ir tækj um. Kona
kvölds ins var val in Bára Ágústs dótt ir en hún mætti með mik-
inn ætt boga með sér, syst ur, mágkon ur, dæt ur, tengda dæt ur og
tvö barna börn. Tvö mál verk voru boð in upp. Ein ar Lár us son og
Guð björg Lóa Sig urð ar dótt ir mál uðu fal leg ar mynd ir og gáfu.
Dreg ið var í happa drætti en all ir vinn ing arn ir voru gjaf r frá fyr-
ir tækj um. Ágóð inn af mál ver ka upp boð inu og happa drætt inu
renn ur til góðra mál efna í Grinda vík. Hera Björk Þór halls dótt ir
heill aði kon ur með söng sín um, einnig mátti sjá heima til bú in
skemmti at riði. Sér stak ir gest ir kvölds ins voru hress ar kon ur úr
Kven fé lag inu í Gríms ey. Þökk um við öll um þeim sem komu
að kvöld inu fyr ir stuðn ing inn og gest un um fyr ir vel heppn að
kvöld. Sjá umst hress ar að ári!
Ferða- og skemmti nefnd Kven fé lags Grinda vík ur
BLÓMSTRANDI
Sendið okkur ábendingar um blómstrandi mannlíf á vf@vf.is
Andstæður – Fáir staðir skarta jafn fögru hausti eins og Þingvellir þegar litadýrðin þar er sem
mest í fallegu veðri. Það dregur ekki úr fegurðinni þegar snjóar í fjöll svona snemma eins og á þessu hausti.
Veturinn og haustið mættust á Þingvöllum og kölluðust á. Það er alltaf hægt að taka myndir á Þingvöllum.
Sama hvernig viðrar og óháð árstíma. Þingvellir eru alltaf heillandi á einhvern hátt.