Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.11.2009, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 05.11.2009, Blaðsíða 23
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 23VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 5. NÓVEMBER 2009 HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA HEILSUGÆSLUSVIÐ Bólusetning vegna A(H1N1) -svínainflúensu Byrjað verður að bólusetja sjúklinga í tilgreindum forgangshópum og þungaðar konur á Suðurnesjum mánudaginn 2. nóvember 2009 í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Sjúklingar með tilgreinda „undirliggjandi • sjúkdóma“ og þungaðar konur hafi samband við heilsugæslu HSS og panti tíma fyrir bólusetninguna • í síma • 422-0600. Tekið verður á móti pöntunum á • mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli kl 8-12 og 13-16 til og með 18. nóvember 2009. Ath. breytt staðsetning bólusetninga!! Bólusett verður í Íþróttaakademíunni Reykjanesbæ!! Bólusett verður í Íþróttaakademíunni Reykjanesbæ. Ætla má að það taki um fjórar vikur að bólusetja nefnda hópa fólks með „undirliggjandi sjúkdóma“ og þungaðar konur á landinu öllu. Í framhaldinu verður almenningi boðin bólusetning og verður það auglýst sérstaklega í nóvember næstkomandi. Allir aldurshópar þurfa eingöngu eina bólusetningu (líka börn). Þeim sem haldnir eru alvarlegu eggjaofnæmi eða ofnæmi fyrir latex er ráðið frá því að láta bólusetja sig. Símapantanir í síma 422-0600. Neyðarkall frá björgunarsveitunum Í dag hefst sala á Neyðarkalli björgun-arsveitanna um allt land. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins L andsbjargar á Suðurnesjum munu taka þátt í þessu átaki, sem er mikilvæg fjáröflun fyrir starf björgunarsveitanna. Í Reykjanesbæ verður Björgunarsveitin Suðurnes við stærri verslanir bæjarins með sölufólk. Í samtali við Víkurfréttir sagði Kári Viðar Rúnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, að nú skipti stuðningur bæjarbúa miklu máli. Björgunarsveitin hafi nýverið orðið fyrir milljóna króna tjóni þegar björgunarbátur sveitarinnar, Njörður Garðarsson, hvarf í hafið eftir að hafa fengið á sig brotsjó á Faxaflóa. Ágóðinn af sölu Neyðarkallsins rennur óskiptur í björgunarbátasjóð sveitarinnar en nýr sambærilegur bátur við Njörð Garðarsson kostar á milli 10 og 15 milljónir króna en tryggingabætur fyrir bátinn sem týndist í hafi eru rúmar 3 milljónir króna. Íbúar í Reykjanesbæ eru hvattir til að taka vel á móti björgunarsveitarmönnum og félögum í kvennasveitinni Dagbjörgu og unglingadeildinni Kletti, sem aðstoða við söluna. Í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjm munu björgunarsveitir á viðkomandi stöðum m.a. ganga í hús og bjóða Neyðarkallinn til sölu. Hann kostar 1500 krónur og rennur andvirðið allt til styrktar viðkomandi björgunarsveitum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.