Frjáls verslun - 01.09.2013, Síða 10
10 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013
Það kemur of mörgum á óvart að fram s óknar menn skuli eiga erfitt með að standa við kosningaloforð sitt um al menna skulda leiðréttingu heimilanna. Það er eins og
margir hafi haldið að þeir fengju ávísun senda heim
til sín tíu dögum eftir kosningar og heimi lis bókhaldið
yrði komið í lag eftir erfið ár frá hruni – svona með
einum smelli; fallegri kanínu undir hatt in um. Að
allt félli í ljúfa löð. Því var lofað, er sagt. Núna eru
hins vegar margir reiðir og von svikn ir, það hafa
engar ávísanir bor ist í sumar og haust og ekkert
bólar á þeim. Skrítið! Og í ofanálag láta þeir verst
sem sögðu í kosn inga baráttunni að loforð fram
sóknarmanna væru óraunhæf – en linna núna
ekki látum um að loforðin verði efnd þótt þeir séu
í prinsippinu algerlega á móti þeim. Það er hins
vegar rangt að skuldamálin hafi verið stærsta
málið í kosn ingunum; það voru atvinnumálin.
Kjósendur vildu fá nýtt blóð, skipta um áhöfn í
stjórnar ráðinu, í von um að atvinnulíf og hag vöxt ur
næðu sér betur á strik.
Auðvitað lá það allan tímann fyrir að fram
sóknar menn ættu erfitt með að standa við þetta
loforð um að lánveitendur gæfu eftir skuldir. Fyrst
og fremst vegna þess að Framsóknar flokk ur inn er
ekki lánveitandi íbúða lána í landinu. Raunar gekk
kosn ingaloforð flokks ins út á að samið yrði við
svonefnda hræ gamma, erlenda kröfuhafa, um að
þeir gæfu eftir af kröf um sín um og féð yrði notað
til að létta á verð tryggð um íbúða lánum.
Það grátbroslega í þessari umræðu um þetta
kosn ingaloforð er hversu mikið ósætti er innan
samfélagsins um hvort lækka eigi skuldir íbúða
lána yfir höfuð. Sumir íbúðaeigendur skulda ekki
neitt, aðrir lítið og svo eru það þeir sem skulda
mikið. Þar fyrir utan eru það þeir sem eiga ekki
íbúðir, hvað með þá? Þetta er flókið. Vandinn
er sá að fjölmargir lántakendur, einstaklingar og
stórfyrirtæki, með svonefnd gengisbundin lán
hjá bönkunum, sem Hæstiréttur dæmdi ólögleg,
hafa fengið leiðréttingu eftir hrunið en eftir standa
verðtryggð íbúðalán hjá Íbúðalánasjóði og líf
eyris sjóðum þar sem minna hefur verið fellt niður.
Meira að segja nýju bankarnir fengu útlánasöfn sín
með stórfelldum afslætti og hagn aður þeirra eftir
hrun byggist á endurmati þessara útlána.
Í kosningabaráttunni voru flestir sammála um
að ekki kæmi til greina að galtómur ríkissjóð ur
greiddi tvö til þrjú hundruð milljónir í niðurfell
ingu íbúða lána – enda gekk fléttan út á að féð yrði
sótt til erlendu hrægammanna. Illa staddir íbúðar
eigendur sem kusu framsóknarmenn út á skulda
leið rétt ing una gerðu það eingöngu vegna þess að
þeir töldu sig ekki hafa neinu að tapa úr því sem
komið væri; loforðið um skjaldborg heimilanna hjá
síðustu ríkis stjórn væri hvort sem er svikið. Að vísu
ræða loforðasérfræðingar um að það lof orð hafi
verið allt öðru vísi; loðnara, þokukennd ara og ekki
eins afgerandi.
Það segir sennilega meira um kjósendur en
stjórn málamenn trúi þeir því í kosningabaráttu
að hægt sé að kippa skuldamálum heimila í lag
í einum grænum – og fá ávísanir sendar heim til
sín fljótlega eftir kosningar. Stundum getur verið
erfitt að átta sig á hvorir séu meiri tækifærissinnar;
kjósendur eða frambjóðendur. Það furðulega er
hins vegar að Sig mundur Davíð skuli ekki búinn
að ráða tvær til þrjár erlendar lögfræðistofur til að
semja við erlendu kröfu hafana; byrja að minnsta
kosti á viðræðum við þá.
Kosningaloforð hafa flest hver á sér annan
brag en venjuleg loforð. Þau eru ekki tekin eins
alvarlega. Langflestir vita að brugðið getur til
beggja vona um efndir þeirra. Þetta á við um alla
stjórnmálaflokka. Það er vegna þess að þeir lofa á
kostnað annarra; skattborgara. Stjórnmálamenn
eiga fyrst og fremst að hugsa um stóru myndina;
efnahagsstjórn lands ins, og tryggja að farið sé að
lögum og reglum og að atvinnulífið gangi vel fyrir
sig í örvandi um hverfi. Þegar lofað er alls kyns
fjáraustri og fram kvæmdum hér og þar ber að hafa
varann á.
Svo eru það kosningaloforð þeirra sem segjast ætla að svíkja öll sín kosningaloforð og vinna sig ur fyrir vikið. Þeir þykja mjög sniðugir og loforð þeirra til eftirbreytni.
Eða þá kosningaloforð þeirra sem skáru fé til
Landspítalans á hverju ári í sinni stjórnartíð en
ná núna ekki andanum yfir því að ekki sé sett
stóraukið fé til spítalans því þar sé allt á fallandi
fæti vegna niðurskurðar þeirra undanfarin ár.
Það er því ekki öll vitleysan eins þegar kemur að
kosningaloforðum.
Kjósendur verða auðvitað að meta hvað sé raun
hæft og hvað ekki. Treysta á eigið mat. Loforð
fram sóknarmanna höfðu og hafa engar forsendur
til að standast – nema féð komi frá kröfuhöfum,
erlendu hrægömmunum. Það á eftir að koma í
ljós. Það er of ódýrt að kjósendur gefi sér að hægt
sé að kippa skuldamálum í lag með því að draga
kanínuna undan hattinum. Það er jafnódýrt og
að trúa því að alþjóðlega fjármálabólan og hrunið
hafi verið Sjálfstæðisflokknum og Geir Haarde
að kenna en fjöldi fólks trúði því og var samþykkt
óþokkabragðinu um að draga hann til ábyrgðar í
pólitísk réttarhöld fyrir Landsdómi.
Reglan er þessi þegar kemur að kosningaloforð
um: Eftir því sem meiru er lofað af fjáraustri og
framkvæmdum þurfa kjósendur frekar að hafa
var ann á. Vegna þess að loforð stjórnmálamanna
eru á kostnað annarra; oftast skattborgara – og
stundum hrægamma.
Efndir kosningaloforða
Jón G. Hauksson
Það er eins og
margir hafi
haldið að þeir
fengju ávísun
senda heim til
sín tíu dögum
eftir kosningar.
Leiðari
Í Evrópu einni eru yr 50.000 plastframleiðendur. Fæstir vita að íslenska fyrirtækið
Promens hefur náð leiðandi stöðu á þessum stóra markaði og hefur auk þess haldið
innreið sína í Asíu með verksmiðjum á Indlandi og í Kína. Fjögur þúsund starfsmenn
Promens þróa og framleiða lausnir fyrir allrahanda fyrirtæki í matvæla-, lyfja-,
snyrtivöru-, efnavöru- og bílaiðnaði í 43 verksmiðjum í 20 löndum.
Samanbrotna skeiðin er
aðeins ein af fjöldamörgum
plastvörum frá Promens sem
fólk kemst í snertingu við á
hverjum degi. Við framleiðum
160 milljónir skeiða á ári.