Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 31
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 31
Hann er í lykilstöðu á alþjóðlegum lyfja mark aði en segir að hjart að slái samt alltaf á Íslandi. Sigurður Óli Ólafsson hefur
sem atvinnustjórnandi náð meiri frama
en flestir aðrir Íslendingar. Hann stýrir
samheitalyfjasviði Actavis á alþjóðavísu,
í 62 löndum. Actavis hefur gengið í gegn
um ótrúlegar umbreytingar og vöxt á
tiltölulega skömmum tíma og er nú skráð
á hlutabréfamarkaði í New York, Wall
Street, og er markaðsvirði þess um 1.600
milljarðar kr. Ferlið hófst fyrir rúmu ári
þegar bandaríska lyfjafyrirtækið Watson
Pharmaceuticals keypti Actavis Group og
var um stærstu fyrirtækjaviðskipti á Íslandi
að ræða. Ákveðið var að notast við Actavis
nafnið, enda það mjög þekkt á alþjóðavísu,
yfir hið sameinaða fyrirtæki. Nýlega var
síðan gengið frá kaupunum á írska fyrir
tækinu Warner Chilcott og í framhaldi af
því ákveðið að skrá formleg heimkynni
þess á Írlandi en þar eru skattar á fyrirtæki
mun hagstæðari en í Bandaríkjunum. Auk
þess sem Actavis er með kaupunum að
fara meira inn á braut einkaleyfisverndaðra
lyfja sem Warner Chilcott er með.
Sigurður Óli var forstjóri Actavis árin
20082010 en réðst þá til Watson Pharma
ceuticals og þegar Watson keypti síðar
Actavis varð Sigurður Óli yfirmaður sam
heitalyfjasviðs hins sameinaða fyrir tækis. Á
þessu breytingaskeiði má segja að Sigurður
Óli hafi lengst af verið í lykilhlutverki innan
fyrirtækisins endan hokinn af reynslu eftir
um tveggja áratuga störf innan lyfjafram
leiðslugeirans, bæði hér heima og erlendis.
Aðsetur Sigurðar Óla er í stjórnstöð
Actavis í New Jersey. Þegar hann gerði hér
stuttan stans ekki alls fyrir löngu settist
Frjáls verslun niður með honum til að fá
hann til að fara yfir lyfjafram leiðslu mark
aðinn í heiminum um þessar mundir. Fyrst
var Sigurður þó spurður hvað það þýddi
raunverulega að vera kominn í stjórn
Actavis plc.
„Fyrst og fremst það að stjórnir félaga
sem skráð eru á markaði í Bandaríkjunum
hafa stærra hlutverk en víða tíðkast vegna
hins stranga regluverks sem fyrirtæki á
hluta bréfamarkaðnum þar ytra þurfa að
upp fylla. Auðvitað er viss upphefð að fá
TexTi: bJörn ViGnir siGurpálsson / Myndir: Geir ólafsson
Hann er í lykilstöðu á alþjóðlegum lyfjamarkaði. Sigurður Óli
Ólafsson hefur líklegast náð meiri frama sem atvinnustjórnandi en
nokk ur annar Íslendingur í hinum harða heimi alþjóðaviðskipta.
Hann stýrir samheitalyfjasviði Actavis á alþjóðavísu, í 62 löndum,
og ný lega settist hann í 13 manna stjórn samstæðunnar. Þess má
geta að Actavis á Íslandi er með stærstu fyrirtækjum landsins.
Hjartað slær á Íslandi
Sigurður Óli Ólafsson: