Frjáls verslun - 01.09.2013, Qupperneq 49
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 49
Mörg fyrirtæki nýta sér samfélagsmiðla og aðra stafræna miðla
og segir Valdimar Sigurðsson
að það sé jákvætt en bjóði þó
vissulega ýmsum hættum heim.
„Ég mæli með að flest
fyrirtæki geri ákveðna stefnu
mótun fyrir hvern miðil fyrir
sig og hvernig hann tengist
heildarmarkaðssetningunni;
svari til dæmis hvernig miðillinn
á að skapa virði fyrir bæði
neytendur og fyrirtæki, hver
rödd fyrirtækisins eigi að vera
á miðlinum og hvernig eigi að
taka á mismunandi málum sem
geta komið upp.
Ef ég tek Facebook sem
dæmi þá má spyrja hvernig sá
miðill virki. Fyrirtæki sem eru
með facebooksíðu veita meiri
innsýn inn í fyrirtækin en ella og
er oft sniðugt að vera aðeins
óformlegri þar og persónulegri.
Sum fyrirtæki halda að þau geti
bara grætt á því að vera með
síðuna, en ef þeir starfsmenn
sem eiga að sjá um hana
gleyma henni í einhvern tíma
hefur fólk kannski skrifað á
neikvæðan hátt um fyrirtækið
á síðuna. Það ætti að ákveða
hvernig á að taka á svona
málum – yfirleitt er mikilvægt að
svara athugasemdum en það
geta þó verið undantekning
ar frá því. Ég hef t.d. kíkt á
face booksíður hjá fyrirtækjum
og eru ákveðnir aðilar sem
geta tekið síðurnar alveg með
trompi; sumir eru mjög ánægðir
en aðrir eru mjög óánægðir
og nota hvert tækifækri til að
raunverulega vera með skítkast
gagnvart fyrirtækinu.
Fyrirtæki verða að átta sig á
að þau eru eilítið búin að missa
þau völd sem þau hafa haft á
gömlu miðlunum, t.d. sjónvarpi.
Einnig getur verið varhugavert
að láta auglýsingastofu eða
aðra sérfræðinga sjá um sam
félagsmiðla. Ég tel að það
sé yfirleitt skynsamlegra að
markaðsdeildin sjái um hana
en leitist þó við að vinna með
sérfræðingum.“
DR. VALDIMAR SIGURðSSON
– dósent við við skiptadeild HR
MARKAÐS-
HERFERÐIN
Stefnumótun stafrænna
miðla
Eigum við ekki bara að kalla þá spjaldsíma (phablets), en á síðustu misser
um hafa símar með risavöxnum
skjá verið að koma sterkir inn.
Sex prósent af símum sem seldir
hafa verið í heiminum á þessu
ári eru af þessari gerð, með yfir
fimm tommu skjá. En ein þjóð
sker sig úr; SuðurKóreumenn.
Meira en fjórir símar af hverjum
tíu sem þar hafa verið seldir á
árinu eru spjaldsímar. Heima
mennirnir hjá Samsung hafa átt
þennan markað. Bæði HTC og
Nokia boða hins vegar komu
sína inn á spjaldsímamarkaðinn.
Haustið er einmitt tíminn fyrir
framleiðendur að kynna nýja og
enn betri síma. Samsung kom
með Galaxy Note 3 og HTC með
One Max, báðir þessir símar
eru risastórir. LG kom með G2,
sem margir telja nú að sé besti
Androidsíminn. Sony kynnti
Xperia Z1 og Nokia ofurmynda
vélasímann Lumia1020 með
Zeissgæðalinsu; sími sem er
á við góða vasamyndavél. Að
lokum kom Apple með 5S, ekki
miklar breytingar frá forveranum
en margir halda því nú fram
að Apple hafi misst forskotið,
alla vega fylgi þeir ekki tíðarand
anum. Skjárinn er „bara“ fjórar
tommur – sem þykir lítið í dag.
Og Retinaskjárinn hjá Apple
þykir ekki eins góður og hjá
keppinautunum. Það er af sem
áður var.
Miklar líkur eru á að samkeppn
in aukist enn frekar á snjallsíma
mark aðnum. Heyrst hefur að
stærsta vefverslun veraldar,
Amazon, komi snemma á næsta
ári með þrjá nýja, ódýra en góða
Androidsíma undir eigin vöru
merki, smíðaða af HTC í Taívan.
Spjaldsímar með stórum skjá?
Líklega.
PÁLL STEFÁNSSON
– ljósmyndari
GRÆJUR
Stór, stærri, minnstur
Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is
Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta
Jó úin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is
Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta
Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is