Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.09.2013, Qupperneq 55
FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 55 Mary Arreaga situr í glæsilegri stofu í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi, hvítri reisulegri byggingu við Laufásveg. Þau Luis Arreaga sendiherra flytja til Washington í lok nóvember eftir að hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Þar mun hann gegna starfi sem einn af yfirmönnum al þjóða fíkniefna­ og löggæslusviðs hjá bandaríska utanríkisráðuneytingu. Á ensku: „Deputy Secretary í the Bureau of Narcotics and Law Enforcement Affairs“. Mary segir margt hafa komið sér á óvart á þessum tíma. „Hver dagur hefur komið á óvart og verið ævintýri í sjálfu sér. Okkur Luis hefur liðið vel á Íslandi og við skiljum Íslendinga; ég get sagt með góðri samvisku að mér hefur ekki liðið illa einn einasta dag á þessum þremur árum. Ég hef gert svo margt en ég hefði viljað læra meira í íslensku. Það er eitt sem stend­ ur upp úr og það er hvernig Íslend ingar hugsa. „Þetta reddast“, eins og margir Íslendingar eiga til að segja, höfðar til mín. Svo finnst mér sköpunarkraftur Íslendinga áhugaverður; mér finnst undravert að í landi þar sem um 320 þúsund manns búa séu tvö tónlistar­ og menningarhús; Harpa og Hof á Akureyri.“ Mary segist eiga margar eftirminnilegar stundir frá þessum árum og segir að hver heimsókn í Hörpu sé eftirminnileg. „Sinfóníu hljómsveit Íslands spilaði 9. sinfóníu Beethovens þegar ég kom þangað fyrst og það féllu tár. Flutningurinn var fullkominn.“ Hún nefnir líka athöfnina þegar kveikt var á friðarsúlunni í Viðey í október og kór söng lag Johns Lennons, Imagine. „Ég man að ég sneri mér að Luis og sagði: Þetta væri bara gert á Íslandi! Svo er ógleymanlegt þegar við Luis tókum þátt í gleðigöngunni, sem var ótrúleg upplifun; ég tala ekki um að sjá borgar ­ stjórann klæddan í kvenmannsföt.“ Hvaða orð myndi Mary nota til að lýsa dvöl sinni á Íslandi? „Himneskt.“ Skylmingamaður með sítt hár Mary Arreaga, sem áður bar ættarnafnið Kelsey, fæddist í Chicago og eru foreldrar hennar af hollenskum og írskum ættum. Hún á tvo eldri bræður. „Pabbi var rafmagnsverkfræðingur og eftir að hann gat selt uppfinningu sína flutti fjölskyldan úr lítilli íbúð í Chicago í stórt hús í Oak Creek í Wisconsin þar sem við bjuggum í mörg ár. Ég var í ræðu ­ liðinu í framhaldsskóla sem tók þátt í ríkjakeppnum. Ég átti ekki í vandræðum með að tala og við unnum þrenn ríkjaverð ­ laun. Ég held að skólinn okkar hafi aldrei unnið þau áður þannig að ég var mjög stolt af því.“ Hana dreymdi um að verða innanhúss ­ arkitekt og gat ekki ímyndað sér á þessum árum að eitthvað annað biði hennar en líf í Bandaríkjunum. Hún segir að sig dreymi enn um að verða innanhússarkitekt en bætir við að sá draumur muni að líkindum aldrei rætast. „Ég sótti tíma í teikningu á laugardögum og lærði m.a. um liti og litbrigði og hafði mjög gaman af því. Pabbi dó þegar ég var 14 ára og mamma ráðlagði mér að fara í háskólann í Wisconsin.“ Hún skráði sig í sagnfræði og gekk í skyl­ mingaklúbb skólans. Þar var skylminga­ maður með sítt hár, Luis E. Arreaga, og hún segir hann hafa verið bestan í liðinu. Hún var átján ára og hann tvítugur nemandi í viðskiptafræði og stjórnun. „Við vorum saman á einu námskeiði, viðskiptatölfræði, og hann fékk A en ekki ég.“ Hún segir að það hvað hann er greindur og klár hafi verið á meðal þess sem laðaði hana að honum. Ástin greip unga fólkið. „Við vorum í haltu­ mér­slepptu­mér­sambandi fyrstu árin.“ Hún hlær. „Við höfum síðan verið saman.“ Hún var tvítug þegar dóttir þeirra, Melania, kom í heiminn. Sonur þeirra, Juan Carlos, fæddist níu árum síðar og Luis svo tíu árum síðar. „Við vorum fyrstu árin að reyna að finna okkur sjálf. Ég var mjög ung þegar ég eignaðist Melaniu, Luis var í fullu námi og við vissum ekki hvað við ættum að gera. Hann var mjög sjálfstæður og vildi ekki að mamma aðstoðaði okkur fjárhagslega. Hann vildi að við björguðum okkur sjálf. Ég var í hlutanámi því ég gat ekki verið í fullu námi, unnið og verið með barnið en ég vann á þessum tíma hjá síma­ fyrirtæki. Luis lauk síðar doktorsprófi í hagfræði.“ Þá byrjuðu ævintýrin Luis fékk fyrst starf hjá skrifstofu alþjóða ­ þróunar hjá bandaríska ríkinu – U.S. Agency for International Development missions – og flutti fjöskyldan til Tegucigalpa í Hondúras þar sem þau bjuggu á árunum 1981­1985. Mary fékk starf tengt tölvum hjá hernum og síðan við þýðingar en eftir það vann hún í bandaríska sendiráðinu í Hondúras sem „community liason office coordinator“. „Það var svolítið erfitt að fara til Hondú r as. Ég hafði þurft að segja upp vinnu sem ég var ánægð í, ég varð að hætta í há skólanum og mér fannst erfitt að venjast því að búa í útlöndum. Mér fannst starfið hjá hernum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.