Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 98
98 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013
þóRdíS lóa þóRhallSdóTTiR, Pizza huT, foRMaðuR félagS KVEnna í aTVinnulífinu
Of mikil óvissa
1. Hvað ertu ánægðust með í
íslensku atvinnulífi um þessar
mundir?
Mér sýnist yfirvöld vilja vera
samstarfsfús við atvinnulífið í
að koma undir það fótunum að
nýju og með það er ég ánægð.
2. Ríkisútgjöld í fjárlagafrum
varpinu fyrir árið 2014 eru
áætluð þau sömu og á þessu
ári. Ertu sátt við þá niður
stöðu?
Nei.
3. Núna eru fimm ár liðin frá
hruninu. Hvaða væntingar
hefur þú til næstu tveggja ára?
Við verðum að einblína á
atvinnulífið, styrkja það og
byggja það upp. Ég hef þær
vænt ingar að núverandi stjórn
völd skilji það og standi við
stóru orðin.
4. Áttu von á auknum fjár fest
ingum í íslensku atvinnu lífi á
næstunni?
Nei, ekki erlendum. Einnig
er enn of mikil óvissa varðandi
atvinnurekstur og atvinnulíf
innanlands svo ég á ekki von á
að fjárfestar treysti stöðunni.
5. Hver verða forgangsverkefni
þíns fyrirtækis á næstu sex
mánuðum?
Það eru margar áskoranir í
mínum bransa þessi misserin,
salan er góð, starfsmannamál
eru stöðug en kostnaður er ekki
stöðugur og það er for gangs
verkefnið.
6. Skuldavandinn hefur tekið
mestan tíma frá stjórnendum
síðustu árin en hver eru helstu
verkefni stjórnenda núna?
Stjórna kostnaði, laga sig að
nýjum veruleika og leiða sýn
ina og stefnuna.
7. Ertu með eitt gott ráð handa
stjórnvöldum?
Leggja áherslu á að skoða
viðskiptaumhverfi lítilla og
meðal stórra fyrirtækja sem
halda íslensku atvinnulífi á
floti. Skoða allt umhverfi þar,
s.s skatta, launakostnað o,fl.
Gefa þessum fyrirtækjum
gulrót til að vinna að.
„Mér sýnist yfir
völd vilja vera sam
starfsfús við at vinnu
lífið í að koma undir
það fót unum að nýju
og með það er ég
ánægð.“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.