Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 104
104 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013
hEiðRÚn JónSdóTTiR, STJóRnaRfoRMaðuR noRðlEnSKa
Auka enn hagræðingu
1. Hvað ertu ánægðust með í
íslensku atvinnulífi um þessar
mundir?
Fyrst er að nefna uppgang
í ferðaþjónustu, bæði aukinn
fjölda ferðamanna svo og upp
byggingu sem er víða um land
henni tengd. Þó eru vaxtarverkir
þessu tengdir en það eru bara
verkefni sem þarf að leysa. Þá
hlýtur að vera jákvætt að ein
af undirstöðuatvinnugreinum
þjóð arinnar, sjávarútvegur,
gengur vel og fjárfestingar
henni tengdar aukast.
2. Ríkisútgjöld í
fjárlagafrumvarpinu fyrir árið
2014 eru áætluð þau sömu og
á þessu ári. Ertu sátt við þá
niðurstöðu?
Nei, ég hefði viljað sjá frekari
niðurskurð – t.d. í utan ríkisþjón
ustunni svo og aukinn kraft í að
sameina stofnanir með eðlilegri
hagræðingarkröfu því tengdri.
3. Núna eru fimm ár liðin frá
hruninu. Hvaða væntingar
hefur þú til næstu tveggja ára?
Aukna hagræðingu í ríkis
rekstri og frekari lækkun skatta.
Þá er líka mikilvægt að fyrirtæki
hagræði enn frekar í almennum
rekstri en reyni að fara í auknar
fjárfestingar. Einnig þaf að
leggja áherslu á að nýta nýsköp
un til að byggja upp nýja tekju
stofna til útflutnings.
4. Áttu von á auknum fjárfest
ingum í íslensku atvinnulífi á
næstunni?
Já, eftir of mörg mögur ár
í fjárfestingu hlýtur að vera
kominn tími á það. Bæði eru
margar greinar orðnar það
sveltar í fjárfestingum að það
er einfaldlega nauðsynlegt og
svo held ég að nú fari að koma
að því að stjórnendur horfi enn
frekar til framtíðar.
5. Hver verða forgangsverkefni
þíns fyrirtækis á næstu sex
mánuðum?
Norðlenska er að fara í
stefnu mótun á næstu vikum.
Þá verður farið í að velja for
gangsverkefni, sem eru m.a.
að skoða framtíðarlausn í
húsnæðismálum, möguleika á
hagræðingu og vöruþróun.
6. Skuldavandinn hefur tekið
mestan tíma frá stjórnendum
síðustu árin en hver eru helstu
verkefni stjórnenda núna?
Hagræðing, uppbygging og
styrking innviða.
7. Ertu með eitt gott ráð handa
stjórnvöldum?
Auka hagræðingu í ríkis
rekstri, einfalda ríkisrekstur,
m.a. með sameiningu stofnana,
og lækka skatta.
„Fyrst er að nefna
uppgang í ferða þjón
ustu, bæði aukinn
fjölda ferða manna
svo og upp byggingu
sem er víða um land
henni tengd. Þó eru
vaxtar verkir þessu
tengdir en það eru
bara verkefni sem
þarf að leysa.“
Heiðrún Jónsdóttir.