Frjáls verslun - 01.09.2013, Blaðsíða 108
108 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013
Höskuldur Ólafsson.
„Ég hef hófstilltar
væntingar til næstu
tveggja ára enda gera
flestar spár aðeins
ráð fyrir væg um
hagvexti. “
1. Hvað ertu ánægðastur með í
íslensku atvinnulífi um þessar
mundir?
Við höfum á hendi mörg og
mikil tækifæri og nú skiptir
miklu að við spilum rétt úr
stöð unni. Það er gott að sjá upp
gang í ferðamanna iðn aðinum
hér á landi, þar sjáum við einna
jákvæðustu merk in, auk þess
sem flestar útflutn ingsgreinar
standa nokkuð vel að vígi. Mikil
vægt er að höndla vöxt og vel
gengni vel og byggja upp með
traustum hætti til langs tíma. Það
eigum við að hafa lært.
2. Ríkisútgjöld í fjárlagafrum
varpinu fyrir árið 2014 eru
áætluð þau sömu og á þessu
ári. Ertu sáttur við þá niður
stöðu?
Það er jákvætt að fram er
kom ið fjárlagafrumvarp sem
gerir ráð fyrir hallalausum
fjár lögum, skiptir miklu. Ég
hefði þó kosið að sjá meiri
metnað á gjaldahliðinni og er
nokkuð undandi á því að við
ætlum að ýta á undan okkur
vanda tengdum lífeyrissjóði
ríkisstarfsmanna. Það er mikil
vægt fyrir okkur að dregið
sé úr skuldbindingum og
skulda söfnun ríkisins þar sem
vaxtakostnaðurinn er þjóðar
búinu þungur.
3. Núna eru fimm ár liðin frá
hruninu. Hvaða væntingar
hefur þú til næstu tveggja ára?
Ég hef hófstilltar væntingar
til næstu tveggja ára enda gera
flestar spár aðeins ráð fyrir
væg um hagvexti. Ég hef þó
væntingar til þess að það dragi
úr óvissu sem hefur einkennt
okkar samfélag undanfarin ár
og háð okkur nokkuð, óvissu
sem snertir t.d. laga og skatta
umhverfi fyrirtækja. Hef trú
á að þessi ríkisstjórn finni
takt inn og að atvinnulífið
og fjármálamarkaðurinn fái
vinnufrið til að byggja hér upp.
4. Áttu von á auknum fjár fest
ingum í íslensku atvinnu lífi á
næstunni?
Ég von á aukningu þótt hún
verði að öllum líkindum hæg.
Í dag sjáum við einna helst
fjárfestingu í ferðamannaiðnaði,
sem út af fyrir sig er jákvætt.
Þar þurfa menn þó að fara
varlega og passa sig á ekki
verði offjárfest. Opinberar
fjárfestingar og framkvæmdir
eru mikilvægar – og ekki er
verra ef þær eru arðsamar.
En opinberar fjárfestingar fá
ef til vill of mikið vægi í allri
umræðu því mikilvægast er
að koma í gang hefðbundinni
atvinnuvegafjárfestingu.
Fjárfestingargetan er fyrir hendi
en það þarf að skapa stöðugt
og trúverðugt umhverfi þar
sem fólki vex kjarkur og þor
til að ráðast í skynsamlegar
fjárfestingar.
5. Hver verða forgangsverkefni
þíns fyrirtækis á næstu sex
mánuðum?
Byggja frekar upp góða þjón
ustu við viðskiptavini bankans,
auka alla skilvirkni og lækka
kostnað í rekstri bankans.
Treysta enn frekar grunninn sem
er jú orðinn býsna traustur – en
hann þarf líka að vera það.
6. Skuldavandinn hefur tekið
mestan tíma frá stjórnendum
síðustu árin en hver eru helstu
verkefni stjórnenda núna?
Við sem störfum hjá bank an
um erum samstiga í því að þróa
og efla þjónustu bankans og
gera það skynsamlega, það er
að segja á skilvirkan hátt. Einnig
er spennandi að vinna með þær
umtalsverðu tæknibreytingar
sem eru að eiga sér stað í okkar
umhverfi og skapa okkur og
okkar viðskiptavinum marg
vísleg sóknarfæri.
7. Ertu með eitt gott ráð handa
stjórnvöldum?
Ég tel mikilvægt að átak verði
gert í því að draga úr þeim
óvissuþáttum sem því miður
hafa einkennt starfsumhverfi
fyrirtækja undanfarið, s.s. í
laga og skattaumhverfi þeirra.
Þar getur skýr og raunhæf
verkáætlun stjórnvalda verið
hjálpleg og hafa þarf í huga
að ekki er ætlast til þess að allt
gerist strax. Ekki má heldur
vanmeta hve mikilvæg markviss
og heiðarleg væntingastjórnun
getur verið fyrir alla aðila.
Fyrirsjáanleiki skiptir miklu, t.d.
fyrir alla fjárfestingu og upp
byggingu.
höSKulduR ólafSSon, BanKaSTJóRi aRion BanKa
Mörg og mikil tækifæri
SLÁSTU Í HÓP
ÁNÆGÐRA
VIÐSKIPTAVINA
LEITAÐU TILBOÐA Í ELDSNEYTI
Það er ekki að ástæðulausu að viðskiptavinir
Atlantsolíu eru þeir ánægðustu ár eftir ár.
Þeir upplifa góða og hagkvæma þjónustu,
aftur og aftur. Hafðu samband við söludeild
okkar í síma 591-3100 eða sendu okkur línu
á netfangið fyrirtaeki@atlantsolia.is og
sjáðu hvað við höfum að bjóða.