Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 110

Frjáls verslun - 01.09.2013, Side 110
110 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 „Það eru mörg brýn verkefni sem hæglega mætti setja meira fjármagn í en á móti eru önnur sem draga mætti úr og þar er helst að nefna að alltof mikið fer í vaxtagjöld.“ 1. Hvað ertu ánægðastur með í íslensku atvinnulífi um þessar mundir? Mikill kraftur hefur einkennt ferðaþjónustuna undanfarin misseri og henni hefur tekist vel upp. Þótt fara verði með gát á því sviði eins og öðrum er þessi mikli vöxtur í heild jákvæður. Sjávarútvegurinn skilar miklum gjaldeyri í hús, sem er mjög mikilvægt. Almennt er staðan að batna hjá fyrirtækjum, skuldir og vanskil fara lækkandi og fjárhagsleg endurskipulagning, þar sem það á við, að skila sér með jákvæðum hætti í flestum tilvikum. 2. Ríkisútgjöld í fjárlagafrum­ varpinu fyrir árið 2014 eru áætluð þau sömu og á þessu ári. Ertu sáttur við þá niður­ stöðu? Mikilvægt er að endar nái saman og því ánægjulegt að frumvarpið er þannig lagt fram. Það eru mörg brýn verkefni sem hæglega mætti setja meira fjármagn í en á móti eru önnur sem draga mætti úr og þar er helst að nefna að alltof mikið fer í vaxtagjöld. Fara þarf í stærri og djúpstæðari aðgerðir til að draga hratt úr skuldum og spara þannig vaxtagreiðslur og í því sambandi gæti ríkið t.d. selt hluti í Landsbankanum. 3. Núna eru fimm ár liðin frá hruninu. Hvaða væntingar hefur þú til næstu tveggja ára? Það er margt sem má nefna. Mikilvægast er að afnema fjár­ magnshöft eins hratt og hægt er. Jafnframt þarf að varða veginn fyrir vaxtarskeið á Ís­ landi með skýrri stefnumótun og öruggri framkvæmd, klára skuldaaðgerðir fyrir þau heimili sem verst standa, lækka skuldir ríkissjóðs, skapa aðstæður fyrir nýsköpun og auka framleiðni og fjárfestingu þannig að sam­ keppnisstaða íslenskra fyrir­ tækja batni og um leið staða þjóð arinnar. Þetta eru raunhæf verk efni næstu tveggja ára. 4. Áttu von á auknum fjár­ festingum í íslensku atvinnu­ lífi á næstunni? Stefna Landsbankans er að vera hreyfiafl og að nýta sterka stöðu bankans til að styðja við góð viðskiptatækifæri. Bank inn hefur á síðustu árum mark­ visst unnið að því að aðstoða fyrirtæki við að koma fjár fest­ ingu í gang og má t.d. nefna ýmsar aðgerðir til að styðja við ferðaþjónustuna. Við sjáum merki þess að fjárfestingar eru að aukast og er ástæða til nokkurrar bjartsýni í því sam­ bandi, sérstaklega ef vel tekst til við að draga úr óvissu og ýmsum neikvæðum þáttum hrunsins sem enn hafa of mikil áhrif, svo sem fjármagnshöftum. 5. Hver verða forgangsverkefni þíns fyrirtækis á næstu sex mánuðum? Eins og alltaf er forgangs­ verkefni að bæta stöðugt þjón­ ustu við okkar viðskiptavini og við stefnum að sjálfsögðu að því að áfram séu viðskipta­ vinir Landsbankans ánægð­ ustu viðskiptavinir fjármála­ fyrirtækja í landinu. Af öðr um brýnum verkefnum má nefna leiðréttingu endur reiknings og fjárhagslega endur­ skipulagningu þar sem hennar er enn þörf. Þessu ætlum við að ljúka á næstu mán uðum. Auk þess þurfum við að semja við gamla bankann um skuldbreytingu, ekki síst til að styðja við afnám fjármagns ­ haftanna. 6. Skuldavandinn hefur tekið mestan tíma frá stjórnendum síðustu árin en hver eru helstu verkefni stjórnenda núna? Landsbankinn hefur skýra stefnu og framtíðarsýn, sem er öllum aðgengileg á ytri vef bankans, og snúast verk­ efnin á hverjum tíma um að koma áherslum stefn ­ unnar í framkvæmd. Núna er áherslan í auknum mæli á að auka skilvirkni og hag­ kvæmni bankans en sam­ hliða að fara fram af ábyrgð í markaðs starfinu með áherslu á virðisaukandi þjónustu fyrir viðskiptavini. Ein birtingar­ mynd þess er sú byltingar­ kennda breyting sem gerð verður á útibúi bankans í Vestur bæ Reykjavíkur, en þar munum við hætta að afgreiða reiðufé, hætta með sérstakar gjald kerastúkur, auka sjálfvirkni almennra bankaviðskipta en bjóða þess í stað upp á ítar ­ legri fjármálaráðgjöf af hálfu starfsmanna. Við munum nýta okkur reynsluna af þessari breytingu til að þróa starfsemina áfram. 7. Ertu með eitt gott ráð handa stjórnvöldum? Sparið vaxtaútgjöld með skulda lækkun ríkissjóðs og beinið því fjármagni frekar til að við halda öflugum grunnstoðum í sam félaginu. STEinþóR PálSSon, BanKaSTJóRi landSBanKa Ástæða til bjartsýni Steinþór Pálsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.