Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 162

Frjáls verslun - 01.09.2013, Page 162
162 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 E inbeitingin og athyglin er einmitt það svið sem hinn heimsþekkti fræði­ maður Daniel Goleman gerir að yrkisefni sínu í nýjustu bók sinni sem heitir einfaldlega Focus: The Hidden Driver of Excellence. Ör tækniþróun síðustu ára hefur gert það að verkum að við erum sífellt „í sambandi“. Það er alls staðar hægt að ná í okkur hvort sem er í síma eða með tölvupósti. Aðgengi að gögnum er orðið þannig að hægt er að vinna með þau hvar sem er í heiminum, á hvaða tíma sem er. Skrifstofan er fyrir löngu orðin veggjalaus og tímalaus. Þetta aukna aðgengi að upplýsingum og sífellda áreiti hefur haft neikvæð áhrif á einbeitingu okk ar og gert það að verkum að sífellt erfiðara verður að beina athyglinni óskiptri að einu til teknu verkefni. Og erfiðara að taka frí sem er okkur nauðsyn­ legt til að viðhalda vinnugleðinni og orkunni. Kannastu við það að vera að lesa og allt í einu átta þig á því að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú last rétt í þessu? Eða vera á heimleið og átta þig á því þegar þú ekur inn í heim­ keyrsluna heima hjá þér að þú manst ekkert eftir ferðinni heim? Kannastu jafnvel við það að vera að vinna í verkefni en hafa óstjórnlega þörf fyrir að kíkja á tölvupóstinn þinn? Allt eru þetta dæmi um að athyglin sé ekki 100% á því sem gert er hverju sinni. Víst er að í því endalausa áreiti sem við búum við í dag verður sífellt erfiðara að einbeita sér lengi að verki í einu. Í bókinni Focus: The Hidden Driver of Excellence beinir Daniel Goleman kastljósinu að mikil­ vægi þess nú sem aldrei fyrr að skerpa fókusinn og einbeit­ inguna. Hann segir: „Athyglin er eins og vöðvi; notir þú hann lítið visnar hann; æfðu hann vel og hann vex.“ Því meiri athygli og einbeitingu sem við höfum, því líklegri erum við til að ná árangri í þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur. Skilgreining á athygli Flest höfum við líklega gerst sek um að tapa athyglinni og einbeitingunni. Fyrri hluti bók­ arinnar er tekinn undir skilgrein­ ingar á þessum mikilvægu stólpum árangurs. Höfundur vitnar í fjölmargar rannsóknir, gefur mýmörg dæmi og segir sögur af fjölda fólks máli sínu til stuðnings. Sögurnar eru þann ig að lesandinn mun án efa kinka kolli nokkrum sinnum við lestur­ inn þegar hann samsamar sig sögunum. Hann fjallar um eðli athyglinnar og hvað þarf til að rjúfa hana og þar með einbeit­ inguna sem getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu. Tvær gerðir truflunar Þegar athyglin er rofin er tveim­ • Um mikilvægi þess að skerpa athyglina og einbeitinguna. • Glæný bók frá hinum heimsþekkta Daniel Goleman. • Bókin er fyrir þá sem eiga erfitt með að einbeita sér og í henni koma fram nokkur góð ráð til að hafa hemil á huganum. TexTi: unnur ValborG HilMarsdóTTir Myndir: Geir ólafsson Unnur Valborg Hilmarsdóttir stjórnendaþjálfari hjá Vendum Yfirleitt eru tvenns konar truflanir á einbeitingu. Önnur er skynjunartruflun og hin tilfinningaleg. Tilfinningalegu truflunina er miklu erfiðara að eiga við. bækur Máttur einbeitingar KyNLÍFIð Í FyRSTA SÆTI Höfundur vitnar í fjölmargar rannsóknir og dæmi í bókinni. Ein rann­ sóknin náði yfir hvenær fólk ætti auðveldast með að vera raunveru­ lega í núinu og léti hugann ekki reika. Í ljós kom að langflestum fannst auðveldast að einbeita sér að því sem þeir voru að gera þegar þeir stunduðu kynlíf! Næstflestir nefndu líkamsrækt og þar á eftir komu djúpar samræður og að leika sér. Á hinn bóginn nefndi fólk oftast að hugurinn færi á kreik þegar það væri í vinnunni, í tölvunni heima eða á leið í og úr vinnu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.