Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2013, Síða 170

Frjáls verslun - 01.09.2013, Síða 170
170 FRJÁLS VERSLUN 8-9. 2013 fóLk TexTi: sVaVa JónsdóTTir Birna Íris Jónsdóttir, deildarstjóri UT-útlána hjá Landsbankanum. B irna Íris Jónsdótt­ ir hefur unnið hjá Lands bankanum í tvö og hálft ár, fyrst sem deildar stjóri UT­hugbúnaðar og síðan sem deildarstjóri UT ­útlána. „Ég hóf störf hjá Landsbankan­ um í kjölfar skipulagsbreytinga árið 2011, kom fyrst inn sem faglegur stjórnandi yfir hugbún ­ aðargerð bankans og síðan sem stjórnandi yfir upplýsinga ­ tæknimálum útlánaferils hans. Í þessu felst að leiða áfram þá vinnu sem snýr að því að straumlínulaga, þróa og við ­ halda tæknilegri útfærslu á út lánaferlinu. Í deildinni eru 15 manns, forritarar, prófarar, verk ­ efnastjóri og gagnagrunnsfor­ ritarar og mitt hlutverk er að stýra verkefnum, taka þátt í for gangsröðun og leiða sýn deildarinnar bæði faglega og praktískt. Ég er svo heppin að fá að vinna með frábæru fólki sem skilar vel unnu verki og sýnir frumkvæði og útsjónar­ semi í öllum þeim lausnum sem það kemur að.“ Birna Íris segir að hún og samstarfsfólk sitt vinni mikið að því að hagræða í útlána ­ fer l inu, fækka handtökum og sjálf virknivæða. „Við skoðum mik ið uppbyggingu á ferlinu með straumlínulögun og sjálf ­ virknivæðingu í huga, bæði hvað varðar tæknilega útfærslu sem og í notkun. Þetta á bæði við um það sem við forritum sjálf sem og aðkeypt kerfi. Við sinnum mörgum spenn ­ andi verkefnum í upplýsinga ­ tæknimálum Landsbankans og vinnum að því að vera framúr skarandi og til fyrirmynd ­ ar á því sviði.“ Birna Íris hefur haldið fyrir lestra um hönnun og gerð hug búnaðar og stjórnun í hug búnaðardeildum, m.a. fyrir Lands bankann, Dokkuna og á alþjóðlegri ráðstefnu (Nordi­ CHI), en hún hefur auk þess setið í undirbúningsnefnd um fyrir ráðstefnur. „Ég tel gríðar­ lega mikilvægt að halda góðu sam starfi á milli fyrirtækja lands ins, háskólanna og hvers konar faghópa. Það leiðir af sér meiri gæði og tækifæri til nýsköpunar innan fyrirtækja og á svona litlu landi eins og Íslandi býður það upp á mikil tækifæri í framþróun og út færslu nýjunga, bæði tæknilegra nýjunga sem og nýjunga í stjórnun.“ Birna Íris hóf MBA­nám í Háskólanum í Reykjavík nú í haust. „Ég setti mér markmið um að fara í MBA­nám fyrir nokkrum árum og ákvað svo í sumar að það væri komið að því. Námið fer gríðarlega vel af stað, er krefjandi, prak­ tískt og skemmtilegt. Það er svolítið skrýtið að setjast aftur á skólabekk í námsfögum þar sem ég hef enga reynslu, eins og í hagfræði og bókhaldi, og ég finn fyrir smávaxtarverkjum. En ég finn að þetta nám verður spennandi ferðalag.“ Birna Íris er með stóra fjöl­ skyldu – börnin eru fimm – og segir hún að frítíminn fari mikið í samvistir með þeim. „Ég hef aðeins verið að hlaupa og hljóp fyrsta maraþonið mitt í ágúst í fyrra. Svo er ég dugleg í ræktinni og stunda svolítið jóga. Nú í haust seldum við svo annan bílinn og nú ferðast ég til og frá vinnu á hjóli. Það er frábær ferðamáti og tekur mig styttri tíma að hjóla en að fara á bíl, finna stæði og allt sem því fylgir. Þar fyrir utan er hjólið bæði umhverfisvænt og hress­ andi og þessi stund sem ég á með sjálfri mér á hjólinu er afar dýrmæt og orkugefandi. Okkur fjölskyldunni finnst gaman að fara út úr bænum og í sveitina til að heimsækja ömmu og afa sem búa í Reyk­ holti. Svo gerum við einfalda hluti saman eins og að fara í göngutúr og í sund eða vera heima og elda saman.“ Fjölskyldan ferðaðist um Suðurland í sumarfríinu. „Við fórum í sumarbústað í Brekku­ skógi og vorum svo heilmikið í Reykholti hjá ömmu og afa en krakkarnir elska að vera í sveitinni og brölluðu margt og mikið.“ Birna Íris Jónsdóttir – deildarstjóri UT-útlána hjá Landsbankanum „Við höfum frá árinu 2010 unnið markvissar en áður var gert með fólki sem er í endur­ hæfi ngu. Fólk á vinnumarkaði ávinnur sér rétt til greiðslna úr sjúkrasjóðum verka­ 0lýðsfé laga.“ Nafn: Birna Íris Jónsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 14. janúar 1973. Foreldrar: Magnea Sigrún Jónsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Fósturfaðir: Jónas G. Halldórsson. Maki: Baldvin A.B. Aalen. Börn: Halldór Ísak, 14 ára, Þórarinn Kári, 8 ára, og Þórhildur Saga, 5 ára. Tvær fósturdætur: Hrafnhildur Birta, 8 ára, og Birgitta Björk, 4 ára. Menntun: BS í tölvunarfræði, hálfn- uð í meistaranámi í sömu grein. Er í MBA-námi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.