Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Síða 20

Víkurfréttir - 16.02.2012, Síða 20
20 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Á laugardaginn munu íbúar Reykjanesbæjar sjálfsagt fjölmenna í Laugardalshöllina enda leika bæði karlalið Kefla­ víkur og kvennalið Njarðvíkur til úrslita í Powerade­bikarnum í körfubolta. Þetta eru jafnan stærstu leikir ársins í körfubolt­ anum og ljóst að körfuboltaaðdá­ endur bíða með óþreyju eftir því að mæta í Höllina frægu og styðja sitt lið til sigurs. Víkurfréttir tóku leikmenn og þjálfara liðanna tali og hér á eftir má sjá viðtöl og spár frá fólki sem lifir og hrærist í bolt­ anum. Fjörið hefst klukkan 13:30 með leik Njarðvíkur og Snæfells en strákarnir hefja leik klukkan 16:00. Ef við förum yfir sögu þessara liða í bikarúrslitum þá kemur margt skemmtilegt í ljós. Karlalið Keflavíkur hefur unnið 5 sinnum (1993, ‘94, ‘97, 2003, ‘04) en 9 sinnum hafa þeir leik- ið til úrslita og verður þetta því tíunda ferð Keflvíkinga í Höllina um helgina. Fyrst léku Keflvík- ingar til úrslita árið 1990 en þá töpuðu þeir gegn Njarðvíkingum. Sigurður Ingimundarson þjálf- ari Keflvíkinga hefur tvisvar sigr- að sem þjálfari karlaliðsins, árið 1997 og 2003. Keflvíkingar hafa 17 sinnum fagnað bikarmeistaratitli í bæði karla- og kvennaflokki en aðeins KR hefur sigrað oftar, eða 20 sinnum. Njarðvíkingar komust síðast í Höll- ina árið 2002 í kvennaflokki en töpuðu gegn KR eftir framlengd- an leik. Njarðvíkingar hafa þrisvar komist í úrslitaleikinn en ekki tekist að sigra enn. Njarðvík hefur 8 sinn- um orðið bikarmeistari í karlaflokki en kvennaboltinn á eftir að næla í titilinn eins og áður sagði. Kannski er stund þeirra runnin upp. vf.is Magnús Gunnarsson hefur farið í Laugardals­höll í fjögur skipti og er hann reynslumestur í liði Keflvíkinga þegar kemur að því að spila leiki á stóra sviðinu. Keflvíkingar hafa sigrað Tindastól tvívegis nokkuð örugglega á tímabilinu en Magnús segir að leikurinn á laugardaginn muni ekki ráðast af því eða á hæfileik- unum einum saman. „Þetta er bara 50/50 leikur og hann mun ekki ráðast af getu eða hæfileikum. Það verð- ur bara krafturinn og ákveðnin sem gildir í svona leik,“ segir Magnús sem hefur farið fjórum sinnum í Höllina og tvisvar hefur hann lyft bikarnum á loft. Hvernig líst þér á lið Tindastóls? „Það er bara gaman að nýtt lið sé að komast í Höllina og þeir eru greinilega með hörku lið fyrst þeir eru komnir í úrslit. Það verður gaman að berjast við þá.“ Áhorfendur taka þessu oft sem sjálfsögðum hlut „Þetta er skemmtilegasti leikur sem hægt er að kom- ast í og tilfinningin sem ríkir í svona leikjum er bara mögnuð. Það eru margir, og þá sérstaklega áhorfendur sem taka því sem sjálfsögðum hlut að komast í bikarúr- slitin en ef maður hugsar aðeins út í þetta þá er kannski 15% leikmanna sem eru að stunda körfubolta sem kemst í svona leik á ferlinum. Þannig að maður á að nýta tækifærið sem best og njóta augnabliksins,“ segir fyrirliði Keflvíkinga. Biðin hefur verið löng hjá Keflvíkingum en Magnús segist búinn að vera að bíða lengur en þessi 6 ár sem eru liðin frá síðustu heimsókn í Laugardalinn. „Ég er eiginlega búinn að bíða síðan 2005, en ég var svo lélegur í þeim leik. Þannig að ég bíð spenntur og er fyrir löngu farinn að hugsa um þennan leik.“ Magnús er einn af fáum reynsluboltum í Keflavíkurlið- inu og hann mun miðla af reynslu sinni til ungu leik- mannanna í liðinu. „Þeir eiga að njóta augnabliksins. Þetta er bara körfubolti eins og hann er spilaður alls staðar í heiminum. Það er í lagi að vera smá stressaður, en ekki um of,“ segir Magnús og bætir því við að hann geti nú kennt ungu strákunum eitt og annað. Hann seg- ir útlendingana ekki alveg gera sér grein fyrir því hvað þeir séu að fara út í en vikan fram að leik er notuð í það að undirbúa þá og ungu strákana undir stóra leikinn. „Ég ætla nú bara rétt að vona að keflvískir áhorfendur láti sjá sig á laugardaginn. Það eru liðin 6 ár frá því að við vorum í Höllinni og margir hafa tekið stóru titl- unum sem sjálfsögðum hlut, en það er bara ekki þannig og við verðum að nýta þetta tækifæri því það gefst ekki á hverju ári,“ segir Magnús en hann hefur fregnir af því að fólk muni fjölmenna á leikinn frá Sauðárkróki og að bænum verði hreinlega lokað á meðan leikurinn fer fram. „Fólk getur horft á leikinn í endursýningu en ekki horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði skyttan að lokum. „Margir hafa tekið stóru titlunum sem sjálfsögðum hlut“ Tvöföld bikargleði Keflavíkur sigrar: 1993: Keflavík 115-76 Snæfell 1994: Keflavík 100-97 Njarðvík 1997: Keflavík 77-66 KR 2003: Keflavík 95-71 Snæfell 2004: Keflavík 93-74 Njarðvík 2012: Keflavík-Tindastóll? Njarðvík Bikarleikir: 1983: KR 56-47 Njarðvík 1996: Keflavík 69-40 Njarðvík 2002: KR 81-74 (68-68) Njarðvík 2012: Snæfell - Njarðvík?

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
46
Fjöldi tölublaða/hefta:
2168
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
12.02.2025
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar: 7. tölublað (16.02.2012)
https://timarit.is/issue/379303

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

7. tölublað (16.02.2012)

Gongd: