Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 1
Ísfirskur rithöf- undur í Finnlandi Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 31. janúar 2008 · 5. tbl. · 25. árg. Ljósm. Aino Huovio. „Ég held að Ísfirðingar haldi kannski frekar að ég sé skrítinn maður en skrítið ljóðskáld, enda er tveggja metra maður með hatt frekar skrítilegur ásýndar, og áberandi í litlum bæ. Fólk horfir á mig úti á götu hér í Helsinki - en ekki sama manneskjan fimmtán sinnum á dag eins og heima“, segir Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur. Sjá viðtal í miðopnu. Svo sannarlega er um fagursmíð að ræða. Lipiec Aleksy á Flateyri sér óvenjulegt áhugamál en hann býr til skipslíkan úr fiskbein- um. Lipiec, sem er pólskur að uppruna, byrjaði á því í sumar að búa til skip úr þorskhaus- beinum af því honum leiddist vegna verkefnaleysis. Nú hef- ur hann í hyggju að setja skipin í glerkassa ásamt lýsingu og selja sem listaverk. Lipiec starfar í fiskvinnsl- unni Eyrarodda og ættu því að vera hæg heimatökin að verða sér úti um hráefni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er um mikla lista- smíð að ræða. – thelma@bb.is Skipslíkön úr fiskbeinum Lipiec Aleksy heldur á einu verka sinna. Myndir: Páll Önundarson. Íslenskir að- alverktakar buðu lægst Íslenskir aðalverktakar og svissneska fyrirtækið Marti Contractors áttu lægsta tilboðið í gerð Bol- ungarvíkurganga, tilboð þeirra hljóðaði upp á 3.479.000.000.- kr. eða tæpa þrjá og hálfan millj- arð króna Tilboð í Bol- ungarvíkurgöng voru opn- uð í síðustu viku að við- stöddum Kristjáni Möller samgönguráðherra. Vegagerðin auglýsti síðsumars eftir þátttak- endum í forvali vegna jarðganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, ásamt byggingu tilheyrandi for- skála og vega. Um er að ræða 8,7 m breið, 5,1 km löng jarð- göng, byggingu um 310 m langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja um 15 m langra steinsteyptra brúa. Fimm verktakar og verktaka- hópar óskuðu eftir því að taka þátt í forvalinu. Fjórir voru valdir, og buðu þeir eftirfarandi: Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík og Marti Contractors Ltd., buðu kr. 3.479.000.000,- eða 87,88% af áætluðum kostnaði. Metrostav a.s., Tékk- landi og Háfell ehf., í Reykjavík buðu krónur 5.994.947.894,- eða 151,43% af áætluðum kostnaði. Ístak hf., í Reykjavík bauð 3.988.415.815,- kr. eða 100,74% af áætluðum kostnaði. Áætlaður kostn- aður var 3.950.000.000,- kr.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.