Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 9 Aflaukning milli ára á Suðureyri Fiskafli á Suðureyri jókst um 14 prósent á síðasta ári samanborið við árið á undan. Árið 2006 var landað 3.544 tonnum á Suðureyri, en 4.054 tonnum í fyrra. Mestu var landað af ýsu öfugt við árið á undan en þá var mestu landað af þorski. Næstmestu var landað af þorski og þar á eftir steinbít. Ýsuaflinn jókst um heil 59 prósent milli ára, þorsk- aflinn dróst saman um 11 prósent og steinbítsaflinn dróst saman um 27 prósent . Tölur um landaðan afla eru fengnar á vef Hagstofunnar. Vilja nota nafnið Óshlíðargöng Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vill að göng á milli Hnífsdals og Bolungar- víkur verði kölluð Óshlíðargöng. Nafnið var rætt á síðasta nefndarfundi en hingað til hafa fyrirhuguð göng verið kölluð Óshlíðargöng en einnig hefur nafnið Bolungarvíkurgöng verið notað. Umhverfisnefnd leggur til að fyrra nafnið verði notað áfram. Þess má geta að samgönguráðherra tók það fram í nóvember að göngin heita nú Bolungarvíkurgöng, en ekki Óshlíðar- göng. Þrátt fyrir það stendur Óshlíðargöng í útboðsgögnunum. Nýi vegurinn frá gangamunnanum mun liggja fyrir neðan Stekkjargötu sem liggur næst fjöruborðinu. Stekkjargata 40 er fremst á myndinni. Fjórar athugasemdir við aðal- skipulagsbreytingu í Hnífsdal Fjórar athugasemdir og tveir undirskriftalistar hafa borist Ísafjarðarbæ vegna breytinga á aðalskipulagi í tengslum við gerð jarðganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, en auglýs- inga- og athugasemdaferli fer nú senn að ljúka. Athuga- semdir bárust frá Elenóru Ás- geirsdóttur, Pacta fyrir hönd Valdimars Ágústssonar, Bir- git Abrecht og stjórn Hesta- mannafélagsins Hendingar í Hnífsdal. Að auki bárust tveir undirskriftalistar með nokkr- um nöfnum. Í breytingatillög- unni er gert ráð fyrir að sá hluti þjóðvegarins milli Ísa- fjarðar og Bolungarvíkur sem liggur í gegnum Hnífsdal verði fluttur og liggi í fram- tíðinni í sjávarmálinu í Hnífs- dalsvíkinni, fyrir neðan Stekkj- argötu. Íbúar við Stekkjargötu og eigendur húsa þar sem gerðu athugasemdir við breyt- ingatillöguna, telja að ónæði og sjónmengun hljótist af veg- inum. Sem dæmi um athugasemd- ir nefnir Tryggvi Guðmunds- son lögfræðingur hjá Pacta, fyrir hönd Valdimars Ágústs- sonar að þegar vegarstæðið verði orðið 40-50 cm hærra en gólfhæð í húsi númer 40 við Stekkjargötu muni útsýni yfir Djúp og Snæfjallaströnd skerðast til muna og valda því að fasteignin falli í verði og verði jafnvel óseljanleg. Að auki nefnir hann að sökum einungis 7,4 metra nálægðar við vegarstæði gæti hljóð- mengun orðið yfir leyfilegum mörkum, enda er miðað við að umferðin verði yfir eitt þús- und bílar á dag og þar af tölu- verður þungaflutningur. Umhverfisnefnd bendir á að samkvæmt reglugerð um há- vaða nr. 933/1999 er leyfilegt jafngildishljóðstig í dB(A) fyrir sólarhring, 65 utan við húsvegg á jarðhæð. Útreikn- ingar frá verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. gera ráð fyrir að jafngildishljóðstig dB(A) sólarhringsgildi verði u.þ.b. 51 dB(A) við húsin að Stekkjargötu 29 og 31 og 40 og um 58-59 dB(A) við Stekkj- argötu 7 og því vel innan leyfi- legra marka. Í flestum upplýsingum um hljóðstig er einingin dB(A) notuð en A stendur í grund- vallaratriðum fyrir það hljóð sem maðurinn greinir. Þegar 120 dB(A) hljóðstigi er náð er talað um sársaukamörk fyrir manninn. Til þess að gefa mynd af hljóðstigi er t.d. skrjáf í laufi um 10 dB, hljóð á skrif- stofu um 50 dB, hljóð í ritvéla- sal um 65 dB, hljóð innan í bíl um 75 dB og hljóð í loftpressu um 110 dB. Á íbúaþingi Ísafjarðarbæjar sem haldið var á Ísafirði í maí 2005 kom fram mikill vilji íbúa Hnífsdals til að færa þjóð- veginn sem liggur gegnum þorpið niður fyrir byggðina enda hafa þeir löngum kvartað undan miklum hraða á þeirri umferð sem liggur í gegnum hið annars barnvæna þorp. Umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar lagði til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulags- breytinguna í Hnífsdal óbreytta enda komi ekki fleiri athuga- semdir við breytingartillög- una. – sigridur@bb.is Hefja flokkun kaldastríðsskjala innan tíðar Vonir standa til að hægt verði að byrja að flokka skjöl um öryggismál íslenska ríkis- ins innan skamms tíma. Áætl- að var að byrjað yrði að flokka í haust en Jóhann Hinriksson, héraðsskjalavörður á Ísafirði, segir í samtali við svæðisút- varpið á Ísafirði að það hafi tafist. Öll skjöl sem varða ör- yggismál Íslands á árunum 1945 til 1991 eiga að vera flokkuð. Samþykkt var á Alþingi í mars í fyrra að stofnað yrði sérstakt öryggismálasafns innan Þjóðskjalasafnsins sem fari með skjöl um öryggismál frá þessu tímabili og aðgang fræðimanna og annarra að þeim. Talið er að það muni taka um fjögur ár að flokka skjölin og vista í sérstöku ör- yggismálasafni og gera þau aðgengileg. Héraðsbókasöfn- in á Ísafirði og Húsavík eiga að sjá um flokkunina. Að því er fram kemur á ruv. is verður tekið á leigu allt að 600 fermetra húsnæði í Hrað- frystihúsi Gunnvarar. Ráðnir verða allt að sex starfsmenn og byrjað var að ráða í þessari viku. Starfsmannafjöldi fer þó eftir því hvort fleiri verkefni en leyniskjölin úr utanríkis- ráðuneytinu verða flokkuð. Til greina kemur að Ísfirðing- ar taki að sér að flokka skjöl frá sýslumannsembættum. Héraðsbókasafnið á Ísafirði á að koma að flokkun skjala um öryggismál frá árunum 1945 til 1991.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.