Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 13
Eiríkur Örn Norðdahl lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Ísafirði 1999 og stundaði síðar þýskunám
í Berlín í eitt ár. Auk ritstarfa hefur hann fengist við
ýmis störf gegnum tíðina - verið leiðbeinandi í grunn-
skóla, málari í skipasmíðastöð, næturvörður á hóteli,
stuðningsfulltrúi á sambýlum, fengist við umönnun
aldraðra, káetuþrif á skemmtiferðaskipi og verið kokk-
ur á leikskóla, svo sitthvað sé nefnt. Hann er einn
stofnendanna og virkustu félaganna í Nýhil, útgáfu-
fyrirtæki sem gefur út skáldskap ungra höfunda og
stendur að auki fyrir menningarviðburðum þar sem
skáldskapur ungra höfunda er í öndvegi.
Á vegum Nýhil hefur Eiríkur tekið þátt í skipulagn-
ingu fjölda hátíða og ljóðadagskráa. Þar á meðal eru
Nýhilkvöld í Berlín veturinn 2002-2003, Ljóðapartý
Nýhils um Ísland sumarið 2003, The Mugihil Vest-
fjarðatúr ásamt Mugison og fjöldi annarra Nýhil-
kvölda í Reykjavík og Berlín og á Ísafirði. Hann var
framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar ljóðahátíðar Nýhils
2005 sem haldin var í Klink og Bank og Norræna hús-
inu og sömu hátíðar 2006 sem haldin var í Stúdenta-
kjallaranum. Fjöldi íslenskra og erlendra skálda tók
þátt í þessum hátíðum. Eiríkur Örn var einnig útgáfu-
stjóri Traktors, undirforlags bókaútgáfunnar Bjarts
á Ísafirði, sem skyldi leggja sérstaka áherslu á ferskar
og skelmislegar bókmenntir innlendra sem erlendra
höfunda.
Fyrsta útgefna bók Eiríks Arnar er ljóðabókin
Heilagt stríð – runnið undan rifjum drykkjumanna,
sem hann gaf út sjálfur í 50 eintökum árið 2001. Árið
áður hafði hann þó sent frá sér þrjár smásögur í jafn-
mörgum bæklingum. Síðan hefur hann sent frá sér
fleiri ljóðabækur á vegum Nýhils, bæði á íslensku og
ensku, og tvær skáldsögur, Hugsjónadrusluna og Eitur
fyrir byrjendur. Ljóð hans hafa líka birst í safnritum
og tímaritum á Íslandi og erlendis.
Eiríkur Örn er ötull þýðandi og hefur bæði þýtt
skáldverk erlendra höfunda á íslensku og verk af
öðrum toga. Að auki hefur hann skrifað greinar og
pistla um bókmenntir og þjóðfélagsmál fyrir blöð og
tímarit og flutti pistla í Speglinum í RÚV sumarið
2005. Meðal annars hefur hann skrifað um bækur
fyrir Morgunblaðið, vefsíðuna ljóð.is, tímaritið Mannlíf
og vikublaðið Bæjarins besta á Ísafirði og tekið viðtöl
fyrir tvö síðastnefndu blöðin. Hann er einnig afkasta-
mikill bloggari og heldur úti síðunni fjallabaksleidin.
blogspot.com auk þess sem hann tekur þátt í bloggi á
öðrum síðum, t.d. ljóðavefnum Tíu þúsund tregawött
og á vef Nýhil. Á þessum vefjum má lesa ótal pistla eft-
ir Eirík Örn auk ljóða hans og ljóðaþýðinga.
Nýjasta bók Eiríks Arnar er ljóðabókin Þjónn, það
er Fönix í öskubakkanum mínum, sem kom út á ný-
liðinni bókavertíð. Hún fékk mjög góða dóma og m.a.
fjórar stjörnur í bókmenntagagnrýni í Íslandi í dag á
Stöð tvö.
Eiríkur Örn Norðdahl ...
„Ég er allavega einhver tegund af marxista. Ég hef í það minnsta gríðarmikla skömm á nær öllu sem
viðkemur hinum kapítalíska markaði. Mér verður um og ó að fylgjast eilíflega með því hvernig syst-
emið sem fátækir forfeður okkar klömbruðu upp með gríðarháum sköttum og erfiðleikum er selt
fyrir ekki neitt. Ég er enn á því að kapítalisminn virki ekki. Það er bara spurning hvort hann nái að
drepa okkur þegar hann fer til andskotans, eða ekki. Hvað sagði ekki Fidel - sósíalismi eða dauði?“
– Þú varst í skóla í Berlín ...
Já, ég bjó í Berlín í tæpt ár,
og hef verið þar nokkrum
sinnum utan þess. Þar kann
ég vel við mig - en mér er
reyndar sagt af heimamönnum
að það sé tvennt ólíkt, Þýska-
land og Berlín, sem er auðvit-
að einhvers konar hippa- og
listamannaborg. Mér skilst að
áður en múrinn féll hafi her-
skyldan ekki verið við lýði
fyrir þá sem bjuggu í Vestur-
Berlín, enda hafi yfirvöld vilj-
að hafa borgina líflega og fulla
af ungu rokkandi fólki, hinni
þjökuðu austur-berlínsku æsku
til storkunar. Þannig varð til
eins konar hippa- og pönk-
aranýlenda. Þarna eru hústök-
ur úti um allt, jafnvel áratug-
um saman. Ég held að Tachel-
es, sem er bar, kaffihús, bíó
og eitthvað fleira, við Orani-
enburgerstrasse, hafi verið
rekið í næstum því 50 ár. Óá-
reitt af lögreglunni.
Einhver sagði mér að lög-
reglan vildi hafa þetta svona,
leyfa róttæklingunum að brjóta
lögin á meðan það gerði ekkert
til. Þá væri líka hægt að loka
búllunum fyrirvaralaust án
þess að sanna nokkuð, ef þess
þyrfti. Ef einhver færi að selja
heróín á Tacheles, sem dæmi.
Borgin er auðvitað eins
konar fyrirbæri, þarna stoppa
allir tónlistarmenn í heimi -
það eru frábærir listviðburðir
í gangi úti um allt, alltaf. Allt
frá sinfóníuhljómsveitinni
niður í einhverja 21 árs stúd-
enta að lesa smásögur á þriggja
manna hústökukaffihúsi sem
leyfir hassreykingar í Kreuz-
berg.
– Eitthvað hefur verið þýtt
eftir þig á spænsku. Þú hefur
oft verið á Spáni. Ertu mikill
Spánarmaður?
Ég eyddi samtals meira en
hálfu ári æsku minnar á Spáni.
Var þar þrjár vikur á hverju
ári í ellefu ár. Benidorm, Costa
del Sol, Mallorca. Það var svo-
lítið skrítið að koma til Blanes
núna um jólin. Þetta er auðvit-
að túristabær, en í allt öðrum
búningi en ég á að venjast.
En þessar spænsku þýðing-
ar komu til fyrir löngu síðan -
og komu út í suður-amerísku
tímariti sem heitir El dedo
critico - og tengist engum
Spánardvölum mínum.
Mest hefur þó komið út af
þýðingum ljóða minna á
þýsku og ensku. Enskuna af
því ég hef þýtt hana sjálfur og
komið á kreik - en þýskuna
fyrir sakir Jóns Bjarna Atla-
sonar, íslenskulektors í Vínar-
borg. Honum kynntist ég í
Berlín á sínum tíma og hann
hefur gert feykifínar þýðingar
á nokkrum ljóðum eftir mig.
Að sökkva sér
í svartholið
– Hvað merkir Nýhil -
nafnið á bókaútgáfunni og
menningarfélaginu sem þú
hefur verið nátengdur frá upp-
hafi? Er þetta tilvísun í níhil-
isma?
Já, en með dálítið öfugum
formerkjum. Hugmyndin var
sú að níhilistarnir hefðu haft
að nokkru rétt fyrir sér í svart-
sýni sinni og því að losa sig
undan samfélagshömlum.
Spurningin var þá meira -
hvers vegna að láta öllum ill-
um látum, bara vegna þess að
guð er ekki til? Getur maður
ekki bara hagað sér eins og
maður, þó guð sé ekki til?
Svo var það hugmyndin um
svartholið - þessa myndlík-
ingu níhilistans. Níhilistinn
sökkti sér í svartholinu - sem
getur auðvitað líka verið holan
í paradísareplinu - sem annað
geimfyrirbæri hefur fengið
nafn sitt af, ormagöngin, sem
eru svarthol sem flytja mann
frá einum stað til annars.
Hugmyndin var þá að sökkva
sér í svartholið og vonast til
að endurholdgast á nýjum stað
á nýjum tíma - í sem stystu
máli, leggja á djúpið og vona
það besta.
Sérviska, bankastörf
– Ertu sérvitur? Ertu með-
vitað sérvitur? Er ekki nauð-
synlegt fyrir mann í þinni
stöðu að vera meðvitað sérvit-
ur? Í hverju birtist sérviska
þín, ef um slíkt er að ræða? Ef
til vill höfuðfötum af ýmsu
tagi sem oft hafa vakið athygli?
Sérvitur? Jú, kannski það.
Ég er aldrei viss um hvort ég
er meðvitað sérvitur, eða
ómeðvitað. Ég byrjaði annað
hvort að taka upp á þessu eða
taka eftir þessu í menntaskóla,
og þetta hefur vaxið og dafnað
vel - annað hvort viljandi eða
af gömlum vana.
– Ertu sáttur við að hafa
fetað rithöfundarbrautina? Má
e.t.v. búast við því að einn
góðan veðurdag vendir þú
kvæðinu í kross og farir út í
bifvélavirkjun eða guðfræði
eða bankastörf, svo dæmi séu
tekin?
Nei, ég verð bara óham-
ingjusamur af því að gera eitt-
hvað annað. Það er eiginlega
bara svo einfalt. Ef ég væri
eitthvað annað - ég myndi lík-
lega ekki deyja samstundis,
ég fengi mér bara vinnu og
biði míns tíma - en ég hef það
á tilfinningunni að ég yrði
frekar uppburðarlítill, andlaus
og þunglyndur og engum til
nokkurs raunverulegs gagns
eða gamans.
– Býstu við því að vera flutt-
ur af landinu gamla fyrir fullt
og allt?
Nei, ég á heima á Ísafirði,
og verð þar alltaf annað veifið.
- Hlynur Þór Magnússon.
Eitthvað sem
hreyfir fáa mikið ...
– Hvenær ákvaðstu að ger-
ast rithöfundur? Eða ákvaðstu
það nokkurn tímann? Gerðist
það bara?
Ég var eitthvað að dunda
mér við að yrkja til kærust-
unnar minnar í Menntó, og
eitthvað dálítið þar á undan.
Þetta er dálítið eins og pestin,
maður fær fyrst kvef, svo hita,
loks leggst maður og síðast
deyr maður.
Ég á einhverja minningu um
að hafa áttað mig á því hvað
það væri ódýrt að lifa á núðl-
um annars vegar, og svo hins
vegar að það væri ómögulegt
fyrir vestrænan mann í borg-
arsamfélagi að beinlínis svelta.
Það sér alltaf einhver um okk-
ur flest, af því við eigum flest
einhvern að.
Svona uppljómanir gerðu
mér ljóst að þetta væri hægt,
það væri hægt að skrifa. Ég
held ég hafi gert mér grein
fyrir því frá upphafi að ég
vildi ekki skrifa fyrir marga.
Skrifa eitthvað sem hreyfir fáa
mikið í stað þess að skrifa
eitthvað sem hreyfir marga lít-
ið.
– Skrifa fyrir einn eða kann-
ski tvo af þessum sjö sem
nefndir voru ...
Í mesta lagi.
– Þú ert mikill heimspek-
ingur. Eða a.m.k. heimspek-
ingur.
Ekki lægsta mögulega sam-
nefnarann - heldur einmitt hitt
Kosturinn við
leiðinlegar upplifanir
– Hvað er það leiðinlegasta
sem þú hefur lent í um dagana?
Gætu það e.t.v. verið tímarnir
hjá mér? Mikið skil ég það vel
ef svo hefur verið. En Drott-
inn leggur líkn með þraut.
Sumir sváfu í tímum ...
Nei, mér þótti gaman í Menntó
- en svaf mikið og lengi en
ekki endilega í tímum. Ég held
ég hafi sofið af mér aðra hverja
einingu enda var ég alltaf
skráður í næstum tvöfalt nám
aðra hverja önn af þeim sökum.
Vandamálið við verulega
leiðinlegar upplifanir - á borð
við að skúra fylleríisferju í
Finnlandi, vera strandaglópur
á puttanum lengst frá manna-
byggðum og svo framvegis -
er að ég fæ alltaf að njóta þess
í krafti stöðu minnar. Því leið-
inlegri sem viðburðurinn er,
þeim mun betri efniviður. Það
er helst að hið marklausa geti
gert mig brjálaðan. Mér þykir
til dæmis leiðinlegt að vera
svo lasinn að ég geti hvorki
lesið né horft á sjónvarp. Þá
ligg ég bara og læt mér leiðast
- og sá leiði er hálfu verri en
sjálf flensan.
Kapítalisminn
– Félagsmiðstöðin Café
Castro í kjallaranum í Mennta-
skólanum á Ísafirði er í fersku
minni þeim sem þangað komu.
Ertu kommi enn í dag? Eða
ertu níhilisti?
Ég er allavega einhver teg-
und af marxista. Ég hef í það
minnsta gríðarmikla skömm
á nær öllu sem viðkemur hin-
um kapítalíska markaði. Mér
verður um og ó að fylgjast
eilíflega með því hvernig syst-
emið sem fátækir forfeður
okkar klömbruðu upp með
gríðarháum sköttum og erfið-
leikum er selt fyrir ekki neitt.
Ég er enn á því að kapítalism-
inn virki ekki. Það er bara
spurning hvort hann nái að
drepa okkur þegar hann fer til
andskotans, eða ekki. Hvað
sagði ekki Fidel - sósíalismi
eða dauði?
Starfið ytra og Tapio
– Hver er þátttaka þín í
menningarlífi þarna ytra? Hef-
ur eitthvað komið út eftir þig
í Finnlandi? Stefnirðu að land-
vinningum þar?
Ég hef tekið þátt í nokkrum
upplestrum - meðal annars aft-
ur á Runokuu síðasta sumar
og á stafrænni ljóðahátíð í
Vuosaari - auk þess sem ég
hef farið til Svíþjóðar og Nor-
egs í svipuðum erindagjörð-
um. Ég skrifaði um íslenska
ljóðlist fyrir norrænt ljóða-
safnrit sem kom út í haust - á
finnsku og sænsku. Ég hef
aðeins endurunnið ljóð á finn-
sku fyrir tímarit sem heitir Tuli
ja Savu (Reykur og eldur).
Og svo er Tapio Koivukari,
gamli smíðakennarinn minn
á Ísafirði, að þýða einhver ljóð
eftir mig, sem verða væntan-
lega prentuð - auk þess sem
við erum að kanna málin fyrir
aðra skáldsögu mína, Eitur
fyrir byrjendur, hjá útgáfum
hér í landi. Tapio hefur unnið
sér inn gott nafn sem íslensku-
þýðandi hérna og sem rithöf-
undur sjálfur. Hefur verið að
skrifa sagnfræðilegar skáld-
sögur.
Tvö önnur finnsk ljóðskáld
eru að þýða einhver ljóð eftir
mig, en þá úr ensku.
Berlín ...
– Þú ert þýskur að ætt að
dálitlum hluta. Leggurðu ein-
hverja rækt við þann uppruna
þinn?
Það er víst ekki nema einn
áttundi, þó að afi hafi verið
alinn upp í Þýskalandi - og
hafi alltaf verið þýski afi minn
í raun. Ég dunda mér stundum
við að lesa einföld ljóð á
þýsku, en það er ekki mikið
meira. Sem sagt, ljóð sem eru
einföld málfræðilega - ekki
efnislega.