Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 24

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 24
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk bb.is – fjölsóttasti vestfirski vefurinn Vill hækka afslátt elli- og örorkulíf- eyrisþega á fasteignagjöldum um 20% Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að viðmiðunar- mörk í tekjum vegna afsláttar af álagningu fasteignagjalda hjá elli- og örorkulífeyrisþeg- um verði hækkuð um 20% frá 2007 og að hámarksafsláttur hækki úr 70.400 kr. í 84.480 kr. „Nú liggur fyrir að álagn- ing á íbúðarhúsnæði mun lækka úr 0,45% í 0,41%. Það er til að draga úr álögum á íbúa vegna þess að fasteigna- mat á íbúðarhúsnæði hækkar um 12%. Þessi lækkun nýtist að sjálfsögðu þeim hópi sem hér er rætt um, elli- og örorku- lífeyrisþega. Því til viðbótar leggur undirritaður til viðmið- unarmörk í tekjum vegna af- sláttar af fasteignasköttum og holræsagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum verði hækkuð um 20%“, segir Hall- dór í bréfi til bæjarráðs. Ef tillaga bæjarstjóra nær fram að ganga þá mun ein- staklingur sem hefur allt að 2.112.000 krónur í árstekjur fá 100% afslátt og sömuleiðis hjón með allt að 2.812.000 krónur. Þá fær einstaklingur sem er með 2.812.000 krónur í árstekjur 50% afslátt og hjón með allt að 3.452.000 krónur. Hærri tekjur gefa engan af- slátt. Í stefnuræðu með fjárhags- áætlun ársins 2008 um ívilnun fasteignaskatta elli- og örorku- lífeyrisþega er gert ráð fyrir að koma enn betur til móts við þá hópa og sérstaklega skoðað hvort heimild verði til að vera með ívilnun á móti sorpsgjaldi. „Eftir skoðun á þessu atriði með sorpgjaldið er niðurstaðan sú að ekki sé heimilt að vera með sérstaka aflsætti í sorpgjaldinu. Ef marka má umsagnir og úr- skurði er varða sorpgjöld er þetta gjald sem lagt skal jafnt á án tillits til notkunar eða fjölda daga sem búseta er í viðkomandi íbúðum“, segir í bréfinu. Bæjarráð leggur til að til- lögur bæjarstjóra verði sam- þykktar. – thelma@bb.is Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Líklegt er að gengið verði frá samningum um vatnssölu Ísa- fjarðarbæjar til Brúarfossar ehf. fljótlega. Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar, segir að samningur- inn hljóði upp á vatnssölu til fyrirtækisins og landrými. Í lok ágúst var skrifað undir áformsyfirlýsingu milli bæj- arins og Brúarfossar ehf. Áformsyfirlýsingin felur það í sér að aðilar leitist við að gera samning um forgangsrétt Brú- arfoss ehf. til tiltekins magns vatns frá Ísafjarðarbæ sem væri umfram vatnsþörf í sveit- arfélaginu, og að leitast verði við að ná samkomulagi um endurgjald fyrir vatnið. Í yfir- lýsingunni var kveðið á um að drög að samningi lægju fyrir 31. mars 2008. Halldór Guðbjarnason, forsvarsmaður Brúarfossar ehf. segir mikil- vægt sé að ljúka þessum samn- ingi við bæinn. „Við viljum leggja áherslu á að ganga frá samningum við bæinn. Það skiptir miklu máli fyrir fjárfestana að þeir viti hvað þeir hafa í höndunum“, unum og einnig er unnið að sölumálum austanhafs og vestan. Halldór segir að í augnablikinu sjái hann ekki annað en áform um vatnsút- flutning frá Ísafirði geti geng- ið. Þegar áformsyfirlýsingin var undirrituð kom fram í máli Halldórs að hugmyndin væri ekki að tappa vatni í neytenda- umbúðir. Ástæður þess eru margar, m.a. væri erfitt að markaðssetja slíka vöru þar sem vatnið kemur úr jarð- göngum með bílaumferð. Þess í stað er hugmyndin að flytja út vatn í gámum í þar til gerð- um blöðrum, beint til aðila sem þurfa ferskt vatn í sína starfsemi. Nefndi hann sem dæmi bjór- og vínframleið- endur, snyrtivöruframleið- endur og lyfjafyrirtæki. Sagði hann að menn á sínum vegum hefðu komið vestur, kannað aðstæður og komist að því að vatnið væri afburðahreint. „Það, auk hafnaraðstöðunnar sem hér er fyrir hendi, er lyk- illinn að þessu“, sagði Hall- dór. – smari@bb.issegir Halldór. Viðræður standa yfir við fjárfesta í Bandaríkj- Halldór Guðbjarnason, forsvarsmaður Brúarfossar. Styttist í að samningar um vatnssölu verði undirritaðir Vilja setja upp GPS jarðstöð á Ísafirði Landmælingar Íslands hafa leitað eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ við að setja upp fasta GPS jarðstöð á Ísafirði. Loftnet stöðvarinn- ar þarf að vera á opnu svæði t.d. efst á byggingu án þess að aðrar byggingar skyggi á, helst á Eyrinni á Ísafirði en best er að vera í sambandi við sérfræðinga LMÍ þegar stöðinni er valinn staður. Auk þess þarf að koma fyrir GPS tæki og öðrum búnaði munu LMÍ leggja til allan tækjabúnað og sjá um uppsetningu búnaðarins en óskað er eftir því að Ísa- fjarðarbær leggi til húsnæði eða einhvers konar aðstöðu innanhúss og möguleika á að setja upp loftnet t.d. á þaki byggingar. Loftnetið er um 35 cm að þvermáli og vegur 2 kg. Landmælingar munu rekar GPS stöðina og miðla gögnunum til notenda í gegnum netið en Ísafjarð- arbær og aðrir aðilar á svæð- inu munu að sjálfsögðu fá fullan aðgang að þeim gögnum sem þeir óska eftir. Verkefnið er liður í að byggja upp net fastra GPS mælistöðva um allt land sem Landmælingar Íslands á Akureyri vinnur nú að. Stefnt er að því að stöðv- arnar verði á bilinu 16-20 talsins og er hlutverk þeirra að vakta og viðhalda áreið- anleika landshnitakerfi Ís- lands. Gögnin nýtast einnig við margvíslegar rannsókn- ir og framkvæmdir þannig að notendur GPS tækja geta leiðrétt landmælingar sínar í rauntíma. Dæmi um þetta er landmælingar vegna ýmissa framkvæmda svo sem bygginga, gatnagerðar, vegagerðar og jarðganga- gerðar. – thelma@bb.is Það verður æ vinsælla að konur eignist þjóðbúninga, ýmist upphluti eða peysuföt, og klæðist þeim við hátíðleg tilefni. Líklega er það til marks um að þetta sé komið í tísku þegar svo stórt hlutfall 15 ára stúlkna lætur sjá sig í þessu fínasta pússi sínu, eins og sjá mátti á þorrablóti 10. bekkjar í Grunnskólanum á Ísafirði og líkt og myndin ber vitni um verða ungar stúlkur að glæsilegum konum þegar þær setja upp skotthúfu við fallegan upphlut. Sjá frásögn og myndir af þorrablótinu inni í blaðinu. Þjóðlegar á þorrablóti

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.