Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 20086 Mættum við fá meira að heyra Ritstjórnargrein Vinnsla hafin af full- um krafti á Flateyri Á þessum degi fyrir 12 árum Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is · Sigríður Gísladóttir, símar 456 4694 og 697 8797, sigridur@bb.is og Smári Karlsson, sími 866 7604, smari@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Útflutningur óunnins fisk ekki aukist Tölur benda ekki til þess að útflutningur óunnins botnfiskafla hafi aukist fyrstu fjóra mánuði fiskveiðiársins eftir niðurfellingu kvótaálagsins, miðað við útflutt magn á sama tíma síðastliðin tvö fiskveiðiár. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Hinsvegar virðist útfluttur óvigtaður afli hafa aukist á kostnað hins sem áður fór veginn úr landi. Á yfirstandandi fiskveiðiári er ekki lengur í gildi sérstakur aukafrádráttur frá aflamarki þegar óunninn afli er fluttur úr landi án þess að hann sé veginn áður hérlendis. Frá- drátturinn hefur verið í gildi frá því aflamarkskerfið var tekið upp. Bauð lægst í frágang brotajárns Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að tilboði Gámaþjónustu Vestfjarða í frágang brotajárns við sorpbrennuslustöðina Funa í Engidal verði tekið en það var lægst þeirra fimm boða sem bárust. Gámaþjónustan bauð 928.200 krónur en önnur tilboð bárust frá Gröfuþjónusta Bjarna sem nam 2.100.000 krónum, Græði sf., sem hljóðaði upp á 2.940.000 krónur, Úlfar efh., bauð 1.344.000 krónur og KNH ehf. 2.801.400 krónur. Á sama fundi var tekin fyrir tillaga bæjartæknifræðings um samning við Furu ehf., Hafnarfirði, um flutning á brotajárni frá Sorpbrennslunni Funa. Hvergi var auðan blett að finna á áhorfendabekkjum. Fullt hús á sinfóníutónleikum Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tónleika í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í síðustu viku fyrir troðfullu húsi yfir sig hrifinna gesta. Telst starfs- mönnum íþróttahússins til að um 620 gestir hafi verið á tón- leikunum en allt í allt hafa verið rúmlega 800 manns í húsinu því Hátíðarkór Tónlist- arskólans skipa um eitt hundr- að manns og Sinfóníuhljóm- sveitin telur á hundrað. Frum- flutt var nýtt verk, Sinfóníetta V (Tré – Til Dísu), eftir ís- firska tónskáldið Jónas Tóm- asson og mágkona Jónasar, Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari lék Píanókonsert nr. 2 í f-moll, op 21 eftir Chopin. Síðast en ekki síst flutti hljómsveitin ásamt Há- tíðarkór Tónlistarskólans og Ingunni Ósk Sturludóttur Gloríu eftir Poulenc og að tón- leikum loknum risu gestir úr sætum og hylltu listafólkið allt, bæði heimamenn og gesti. Að tónleikum loknum var haldin móttaka fyrir lista- mennina í boði bæjarins í Stjórnsýsluhúsinu. Þar var Bernharði Wilkinson stjórn- anda Sinfóníuhljómsveitar- innar afhent Afmælisdagabók með vísum Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds frá Kirkjubóli með þeim vinsam- legu tilmælum að bókin væri eign sveitarinnar og nú gætu þau öll skráð afmælisdaga sína í bókina. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar vill fyrir hönd bæjarstjórnar þakka Sinfóníuhljómsveitinni fyrir komuna og íbúum á norðan- verðum Vestfjörðum fyrir frá- bærar undirtektir og móttökur á þessum góðu gestum. „Það að allt hafi gengið upp, á þessum tíma árs og með þetta stóra batterí sem Sinfóníutón- leikar eru, er alveg ótrúlegt. Það var okkur mikil ánægja að fá þau öll og ekki síst fyrir börnin sem nutu tónleikanna þeirra, hvert með sínum hætti. Megi þau koma sem oftast.“ Sinfóníuhljómsveitin var gríðarlega ánægð með við- tökurnar, sama hvar drepið var niður fæti, alls staðar var þeim vel tekið og sagði Arna Kristín Einarsdóttir tónleikastjóri að sérstaka athygli hefðu vakið barnatónleikarnir þar sem hljómsveitin spilaði fyrir 900 börn sem öll virtust kunna að meta klassíska tónlist. „Maður veltir fyrir sér hvað þessi vest- firsku börn fái í morgunmat, þau voru svo kúltiveruð og flott á tónleikunum. Greini- lega gott tónlistarlegt uppeldi á þeim.“ Svipaða sögu hafði hún að segja af hátíðartón- leikagestum en í þeim fjölda gesta mátti einnig finna hversu mikil ítök tónlistin hefur í Vestfirðingum. Arna vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til heima- manna sem hjálpuðu til við undirbúning tónleikanna og nefnir sérstaklega starfsfólk íþróttahússins sem leyfði Sin- fóníunni að hertaka húsið í tvo daga. „Í svona tónleika- ferðum veltur allt á samstarfi við heimamenn og það er óhætt að segja að Ísfirðingar kunni að taka á móti gestum.“ Anna Áslaug Ragnarsdóttir sýndi ótrúlega hæfileika sína á heimaslóðum. Um þrjátíu manns starfa nú við veiðar og vinnslu hjá Vestfirskum skelfiski hf., á Flateyri og var fyrirtækið komið í fullan gang um áramót eftir stöðvun vegna snjóflóðanna í október . Fyrirtækið framleiðir kúfisk til útflutningsá Ameríkumarkað og að sögn Kristjáns Erlendssonar framkvæmdastjóra var gerður samningur til þriggja ára við kaupendur ytra, um sölu á allri framleiðslu fyrirtækisins, en framleiðslan hófst á síðasta ári. „Sú vara sem þegar hefur verið send hefur staðist öll próf og er ljómandi góð vara,“, sagði Kristján. Vestfirskur skelfiskur er eina verksmiðjan sinnar tegundar utan Bandaríkjanna, en kúfiskurinn er frystur í blokkum og fullunninn vestanhafs. Kristján sagði menn hafa skoðað möguleika á fullvinnslu afurðanna hérlendis. „Möguleik- arnir eru raunhæfir, en allt hefur sinn tíma,“, sagði Kristján. Hann sagði fyrirtækið ekki hafa notið mikilla styrkja við þróun framleiðslunnar, en allir byrjunarörðugleikar hafi ekki verið yfir- staðnir. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að frumkvöðlastarf Jónasar heitins Tómassonar, organista, söngstjóra, tónlistarkennara og bóksala, fyrsta heiðursborgara Ísafjarðar, hafi öðru fremur lagt grunninn að því öfluga og fjölbreytta tónlistarlífi sem blómstrað hefur á Ísafirði í hartnær heila öld, en sem kunnugt er stofnaði Jónas tónlistarskóla hér í bæ 1911, fyrsta formlega tónlistarskólann á landinu að því að talið er. Árið 1948 markar tvímælalaust merk tímamót í tónlistarsögu Ísafjarðar. Fyrri hluta þess árs var Tónlistarfélag Ísafjarðar stofnað og um haustið hóf Tónlistarskólinn göngu sína undir forustu Ragnars H. Ragnar, sem Jónas hafði beitt sér fyrir að fá til bæjarins. Tónlistarsaga Ísafjarðar sem síðan hefur skrifast með þróttmiklu starfi á fjölmörgum sviðum, er flestum kunn. Og eitt er víst: Við munum áfram um langan tíma njóta af- rakstur iðju þeirra, sem ýttu úr vör við lítil efni en af óbilandi bjartsýni. Heimsókn Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tilefni afmæla Tónlistarfélagsins og Tónlistarskólans var fagnaðarefni. Fjölbreytt dagskrá hljómsveitarinnar og heimamanna féll í góðan jarðveg og var öllum til sóma. Eitt aðfinnsluefni skal þó fram borið: Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið, sem eins og nöfnin benda til eiga að vera landsmanna allra, mættu oftar láta til sín taka utan höfuðborgarinnar. Fólkið á lands- byggðinni hefur ekki síður þörf og löngun til að njóta sígildrar listar en það sem næst lindinni situr. Áratugur milli heimsókna er lögn bið. Óshlíðargöngin Hvernig er hlíðin? Ósjaldan hefur fólk spurt sig þessarar spurningar áður lagt var upp í ferð milli Ísafjarðar og Bolungar- víkur við óhagstæð veðurskilyrði. Þótt vegurinn um Óshlíð hafi á sínum tíma verið bylting í samgöngum milli þessara tveggja kaupstaða varð strax ljóst að miklar hættur voru sam- fara umferð um hann, einkum í misjöfnum veðrum. Við þetta höfum við mátt búa í sextíu ár og litlar undirtektir um úrbætur fengið þar til nú. Tímann sem farið hefur í að berjast fyrir Óshlíðargöngum, sem svo skulu heita, þýðir ekki að sýta. Með útboðinu er sigur unninn. Árin tvö, sem bíða verður eftir opnun þeirra, eigum við að nýta til að átta okkur á hvaða möguleika þau koma til með að færa sveitarfélögunum til sameiginlegs átaks við efl- ingu byggðar á svæðinu. Þeir eru margvíslegir. Og þá veður að nýta til hlýtar. Óshlíðarvegurinn er barn síns tíma. Óshlíðargöngin eru framtíðin. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.