Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 20082 Þennan dag árið1881 fauk kirkjan að Núpi í Dýrafirði út í sjó í ofsaveðri. Þetta var ný og vönduð timburkirkja. Klukkurnar fundust á miðri leið til sjávar og messuklæðin í fjörunni. Dagurinn í dag 31. janúar 2008 –31. dagur ársins Víkingur II þegar hann var sjósettur árið 1959. Ísfirðingurinn Svavar Cesar Kristmundsson vill kanna hvort áhugi sé fyrir að varð- veita eikarbátinn Víking II. Víkingur II var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar og var sjósett- ur 1959. Báturinn var smíð- aður fyrir þá bræður Arnór og Hermann Sigurðssyni í sam- vinnu við Norðurtangann. Víkingur II heitir í dag Heddi frændi EA og er við bryggju á Hornafirði. Svavar, sem er gamall Ísfirðingur nú búsettur á Húsavík, segist vera áhuga- maður um varðveislu báta og sögu sjávarútvegs. „Með þetta áhugamál er verst að vera ekki milljónamæringur“, segir Svavar. Hann segir að bátur- inn hafi lengi verið bundinn við bryggju á Hornafirði og það að hann hafi alltaf verið á floti hafi bjargað honum frá skemmdum. „Það var hafnar- nefndarfundur Hornafirði í gær og ég veit að til stendur að brenna hann.“ Í dag er bát- urinn nær óþekkjanlegur. Bú- ið að setja á hann hvalbak og bjóðageymslu bakborðsmeg- in og auk þess var brúin stækk- uð. „Ég er með hugmyndir um að koma honum til Húsavíkur í geymslu og það er seinni tíma mál hvort hann verður varðveittur. En honum verður ekki fargað á meðan.“ Að- spurður hvers vegna varð- veisla Víkings II er honum svona mikið hjartans mál segir Svavar að það sé nauðsynlegt að fyrir sögu Ísafjarðar að varðveita til frambúðar eitt- hvað af bátunum sem voru smíðaðir hjá Marselíusi. „Ég stundaði í gamla daga sem púki að fylgjast með báta- smíðinni hjá Marselíusi og ófáar reynslusiglingar sem maður komst í þegar bátarnir voru sjósettir“, segir Svavar. Vill varðveita Víking II Ný og endurbætt vefsíða Hótels Ísafjarðar Ný vefsíða Hótels Ísafjarðar er komin í loftið. „Síðan, sem nú er orðin öll litríkari og skemmtilegri, er að öðru leyti sama gamla heimasíðan, með áróðri um að koma til Ísafjarðar og ef svo að velja þá hótelið. Þá er að finna upplýsingar um þjónustuna í boði og hvað hún kostar. Ein breyting hefur þó orðið á, en stóraukin áhersla hefur verið lögð á ýmis tilboð og kostakjör sem hægt er að næla sér í. Rómantík og kertaljós, útivistarpakki eða sértilboð fyrir SAS-ara (sérfræðinga að sunnan) má nefna sem dæmi“, segir í tilkynningu. Á síðasta ári keypti Hótel Ísafjörður Gamla gistihúsið. Gamla gisti- húsið verður áfram rekið í óbreyttri mynd í fallegu húsunum í Mánagötunni, með sína notalegu þjónustu og góðu verð. Gisting er þar bæði í uppbúnum rúmum og svefnpokum, boðið er upp á morgunmat og internetið er ókeypis. Áætlun leiðrétt Leiðrétta þurfti fjár- hagsáætlun Súðavíkur- hrepps og stofnana hans fyrir árið 2008 því eftir afgreiðslu seinni umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008 kom í ljós að niður- stöðutölur í rekstraryfirliti voru rangar. Niðurstaða rekstrarreiknings án fjár- magnsliða og afskrifta hafði verið áætluð jákvæð um 8 milljónir og 114 þús- und krónur en í ljós kom að hún var neikvæð um 584 þúsund krónur. Sú breyting var einnig gerð á fjárhagsáætlun að fjár- munatekjur umfram fjár- magnsgjöld eru áætlaðar 12,3 milljónir króna í stað 9 milljóna og 630 þúsund króna og afskriftir eru áætlaðar 11 milljónir og 16 þúsund krónur í stað 9 milljóna og 566 þúsund króna. Rekstrarniðurstaða sam- stæðureiknings Súðavík- urhrepps er því áætluð já- kvæð um kr. 700.000 en ekki 8 milljónir og 178 þúsund krónur. Eftir leið- réttingu eru niðurstöðu- tölur fjárhagsáætlunar fyr- ir árið 2008 þannig að tekjur samstæðureiknings Súðavíkurhrepps, (A og B hluta) eru áætlaðar kr. 159.975.000 og útgjöld áætluð kr. 160.559.000. Súðavíkurhreppur áætl- ar að framkvæmt verði fyrir 29,5 milljón króna á vegum sveitarfélagsins á árinu 2008. Helstu verk- efni eru framkvæmdir vegna sjóvarna, fram- kvæmdir á tjaldsvæði, gerð sorpmóttökustaðar og leit að heitu vatni. Bæjarráð Bolungarvíkur telur að skýrsla Ríkisendur- skoðunar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og grunnskóla staðfesti þá efnislegu gagnrýni sem sveitarfélagið hefur lagt fram í tengslum við úthlutun- arreglur jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. Í bókun bæjarráðs seg- ir: „Bæjarráð telur nauðsyn- legt að Ríkisendurskoðun verði falið að taka út önnur framlög Jöfnunarsjóðsins og þær reglur sem þar eru við- hafðar. Því hefur m.a.verið haldið fram að úthlutanir hafi ekki alltaf tekið á aðstöðumun sveitarfélaganna í landinu. Það er tímabært að stokka upp regluverk og framlög Jöfnun- arsjóð með hliðsjón af mark- miðum sjóðsins.“ Í stjórnsýslu- úttekt Ríkisendurskoðunar er bent á að mjög mikill munur er á kostnaði íslenskra sveitar- félaga við að reka grunnskól- ann. Þar gildir einu hvort horft er á kostnað á hvern nemanda, kostnað á hvern íbúa sveitar- félags eða hlutfallslegan kostn- að sveitarfélaga af heildartekj- um þeirra. Munurinn stafar einkum af mismunandi stærð skólanna og þar með misgóðri nýtingu stöðugilda. Eins er ljóst að hlutfall grunnskóla- nema af heildaríbúafjölda sveitarfélaga og þéttleiki byggðar skipta verulegu máli. Í úttekt Ríkisendurskoðunar kemur fram að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er m.a. ætlað að jafna þann mun sem er á kostnaði við að reka grunn- skóla og sjá til að öll sveitar- félög landsins geti fullnægt lágmarkskröfum um skóla- hald. Núverandi úthlutunar- reglur sjóðsins nýtast vissu- lega í þessu skyni en ná engan veginn að skapa fullkominn jöfnuð milli sveitarfélaga. Eft- ir úthlutun er til dæmis kostn- aður á íbúa af rekstri 10–20 barna skóla enn um tvisvar sinnum meiri en kostnaður þeirra sem reka skóla með 350–500 nemendur. Þá er ljóst að sum sveitarfélög verja svo háu hlutfalli af tekjum sínum til grunnskólans að afar lítið er eftir til annarrar starfsemi. Ríkisendurskoðun telur að stuðla megi að auknum jöfn- uði með einfaldari og mark- vissari úthlutunarreglum úr sjóðnum og án þess að auka fjármagnið sem rennur til hans. – smari@bb.is Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir gagnrýni bæjarstjórnar SFÍ orðið fyrirmyndarfélag Skíðafélagi Ísfirðinga var veitt nafnbótin fyrirmyndar- félag Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands við formlega at- höfn á Hótel Ísafirði í dag „Fyrst og fremst er þetta gæðastimpill, staðfesting ÍSÍ á því góða starfi sem við erum að vinna“, segir Margrét Hall- dórsdóttir, formaður SFÍ að- spurð hvaða áhrif þetta muni hafa á félagið. Afhending við- urkenningarinnar er uppskera mikillar vinnu undanfarinna missera. „Allt starfið, bæði sem snýr að fjárhagslegum rekstri og því sem snýr að faglegu starfi, þarf að vera í lagi. Við höfum því verið að fara yfir alla þætti félagsins sem reyndist vera fyrirmynd- arfélag þrátt fyrir að vera ekki búið að fá þennan gæðastimp- il. Nú höfum við lagt enn meiri metnað í menntun þjálfaranna. Það er og hefur ætíð verið mikill metnaður hjá félaginu og þá sérstaklega gagnvart ar miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrir- myndarfélag. Skíðafélagið var stofnað 1934 og sama ár var stofnaður skíðaskóli félagsins, þar sem almenningi gafst kostur á að læra kúnstina að skíða. Að- setur skólans var á Seljalands- dal en eftir stofnun SFÍ fékk félagið umráðarétt yfir daln- um og gerði hann að miðstöð skíðaíþróttarinnar í bænum. Skíðafélag Ísafjarðar stofnaði til skíðaviku árið 1935 í sam- vinnu við skátafélagið Ein- herja. Skíðavikan vakti mikla at- hygli og kom hópur fólks sigl- andi með Súðinni frá Reykja- vík af þessu tilefni. Hefur sú hefð að halda skíðaviku um páska haldist síðan, með stutt- um hléum þó. – thelma@bb.is börnunum. Fyrirmyndarfélag ÍSÍ felst einmitt í því að nota íþróttafélögin í ákveðið for- varnarstarf og að byggja upp góða einstaklinga“, segir Mar- grét. Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfing- arinnar sem tekur fyrir þá þætti sem gott félag þarf af hafa til hliðsjónar til að geta starfað sem best að barna- og ungl- ingaíþróttum. Til að öðlast nafnbótina þurfa félög að marka sér stefnu í jafnréttis- málum, umhverfismálum, forvarnarmálum, félagsstarfi utan æfinga, menntun þjálfara, foreldrastarfi, fjármálastjórn- un og fleiru. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir látið gera úttekt á starfsemi sinni eða hluta henn- Margrét Halldórsdóttir, formaður Skíðafélags Ísfirðinga tekur á móti viður- kenningu um að SFÍ sé orðið fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Ólafur Ragnarsson, formaður.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.