Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 17
Heppni að við lifðum þetta af
Hávarður Olgeirsson skip-
stjóri á Hugrúnu ÍS frá Bol-
ungarvík lenti í honum kröpp-
um þegar óveðrið mikla gekk
yfir Vestfirði. Hann man ekki
eftir öðru eins veðri og segir
að engan hefði grunað að það
gæti verið vandamál að sigla
á 200 tonna bát frá Bolungar-
vík til Ísafjarðar þó veður væri
slæmt.
Annað átti eftir að koma á
daginn. Hávarður svaf á sínu
græna eyra þegar hringt var í
hann og honum sagt að bátarn-
ir væru að slitna frá Brjótnum.
Hann hringdi umsvifalaust í
Bjarna Benediktsson, sem þá
var átján ára gamall og annar
vélstjóri á Hugrúnu. Sá háttur
var hafður á, að þeir fóru ein-
ungis tveir á bátnum þegar
farið var til Ísafjarðar. „Það
var gert til að létta á mann-
skapnum, því yfirleitt vorum
við að fara í leiðinlegum veðr-
um og erfitt að komast til baka.
Svo er þetta ekki nema klukku-
tíma ferð inn á Ísafjörð að
öllu eðlilegu.“
Veðrið var svo dýrvitlaust
að Hávarður átti í stökustu
vandræðum með að komast
niður að bryggju, varla var
stætt fyrir roki og allt að fyllast
af snjó. Einhverjir bátar urðu
eftir við Brjótinn og að sögn
Hávarðar þurftu skipverjar að
berjast í tvo sólarhringa við
að halda bátunum við Brjót-
inn.
Hefði ekki viljað
vera úti á Hala
„Þegar ég loksins kemst
niður að Brjót, þá er báturinn
að slitna frá og ég sæti lagi og
komst frá. Það gekk svoleiðis
yfir bátinn og inni á víkinni
var stórsjór. Ég hefði ekki vilj-
að vera úti á Hala í þessu veðri!
Ég hafði alltaf haldið að maður
gæti ekki lent í neinum vanda
með komast inn á Ísafjörð á
200 tonna bát.
Báturinn var íslaus þegar
hann lá í höfninni en við að
hjakkast fram víkina hlóðst
ísinn á bátinn undir eins, það
bara hrúgaðist á hann og
radarinn var strax dottinn út
og dýptarmælirinn sýndi mér
ekki neitt. Ég veit ekki af
hverju dýptarmælirinn virkaði
ekki en það er örugglega sam-
spil þess að við vorum alltaf á
hliðinni og svo hefur hafrótið
truflað hann. Ég vissi ekki
dýpið og vissi ekki hvar ég
var.“
Glittir í Hnífsdal
„Ég gerði mér mjög fljótt
grein fyrir því að ef ég ekki
hitti inn á Skutulsfjörðinn, þá
værum við í verulegum vand-
ræðum. Og án radars og dýpt-
armælis var það enginn hægð-
arleikur. Ég sendi strákinn upp
á brú að skafa af radarnum og
hann fór nokkrum sinnum upp
að skafa og það tókst nógu
vel í annað skiptið, þannig að
ég sá glitta í Hnífsdal í rad-
arnum og það hjálpaði mér
mjög mikið.
Báturinn var farinn að velta
langt og orðinn þungur á bár-
unni enda var kominn rosa-
legur klaki á hann. Ég hefði
ekki trúað því að svo mikil
ísing gæti hlaðist á bátinn á
ekki lengri tíma. Við hefðum
ekkert haft í það að halda sjó
og reyna að berja ís einungis
tveir á bátnum. Þeir gátu það
ekki á Heiðrúnu og voru þeir
sex um borð, eða á togaranum
sem fórst við Arnarnes. Eina
ástæðan fyrir því að við lifðum
þetta af var að ég var svo hepp-
inn að hitta inn á Skutuls-
fjörðinn og sjaldan hef ég orð-
ið fegnari en þegar ég sá glitta
í húsin á Norðurtanganum.“
Frásögn Bjarna Benedikts-
sonar af ferðinni til Ísafjarðar
birtist í Brimbrjótnum, blaði
Bolvíkingafélagsins. Þar segir
hann frá því að til að bæta
gráu ofan á svart hafði láðst
að gera við kælivatnshosu á
vélinni og einungis klemmur
á henni sem þeir settu á til að
bjarga sér á landleið úr síðasta
róðri. Ef klemman færi væru
þeir dauðans matur.
Hávarður sagði mér að
hann ætlaði að keyra nær
Bjarnarnúpnum til að ná
betra sjólagi. Á meðan við
vorum að dóla þessa leið var
ég orðinn talsvert strekktur
yfir vélinni, var alltaf með
augun á mælunum, en ég
treysti þeim svo sem ekki og
var mjög áhyggjufullur. Því
var ég á stanslausum hlaupum
niður í vélarrúm til að fylgjast
með ástandinu þar.
Allan þennan tíma hafði ég
ekki rænu á að skipta um föt.
Óttinn og spennan um borð
sáu til þess að ég var hættur
að finna fyrir því hvað fötin
mín voru rök. Eitt skiptið
þegar ég kom upp í brú sá ég
að Hávarði var ekki rótt, þó
var sjógangurinn farinn að
minnka. Ekki fannst mér það
betra, því það var svo mikið
rokið að við vorum í hreint og
beint skafrenningi. Mér var
löngu hætt að lítast á ísinguna
enda var skipið orðið einn ís-
köggull. Ég fylgdist því grannt
með Hávarði og hvort hann
ætlaði ekki að snúa skipinu
inn Djúpið. Loksins sagði
hann: „Jæja drengur minn,
ég held að við snúum inn, það
er ekkert annað að gera, við
ráðum ekki við þessa ísingu.
Látum báruna hjálpa okkur.“
Það var alveg öruggt að
Hávarður vissi hvað hann
mætti bjóða skipi sínu mikla
ferð í þessu ofsaveðri.
Það var ekki notaleg til-
finning þegar við snerum skip-
inu inn Djúpið.
Rokið var svo mikið að mér
fannst skipið hreint og beint
leggjast á hliðina. Það var
hálfleiðinleg tilfinning að
standa þarna úti í horni bak-
borðsmegin í brúnni og með
aðra löppina í radarnum til
að styðja sig. Ég held að við
höfum ekki gert okkur grein
fyrir hallanum á skipinu, en
ég fann það að Hugrúnin var
orðin dálítið svög á bárunni.
Ég renndi glugganum niður
til að góna út í sortann, það
var ónotaleg tilfinning. Rokið
og ísingin var orðin svo rosa-
leg að maður átti ekki orð yfir
það. Skipið var orðið einn
hvítur klaki. Þetta skiptið þeg-
ar ég var að góna út lagðist
skipið svo mikið að sjórinn
kom upp yfir lestarlúgu og
mér fannst hálf skrýtin sjón
að sjá sjóinn fjúka yfir skipið
og verða að ísgufu sem hlóðst
á skipið. Leiðin var löng og
var lítið sagt, ég held að við
höfum báðir hugsað það
sama, að reyna að ná í höfn
sem fyrst.
Sjórinn sem var undir grind-
um í brúnni var farinn að
angra mig því þegar skipið
valt kom hann upp eftir veggj-
um. Það var orðið þrútið loftið
í brúnni svo ég fór að reyna
að spjalla við Hávarð. Þá sá
ég að hann var orðinn renn-
sveittur enda var hann búinn
að standa við stýrið allan
þennan tíma án þess að hreyfa
sig. Ég sagði við hann að mér
fyndist hún vera orðin dálítið
svög á bárunni.
„Já“, svaraði hann, „hún
er orðin meira en það“, og
bætti síðan við: „Það þýðir
ekkert hjá okkur að snúa við,
það er bara að vona að við
lendum á réttum stað þar sem
við komum.“
Ég man eftir því að ég fékk
hálfgerðan hroll. „Vona að
við lendum á réttum stað?“
hugsaði ég með mér. Vissi að
vélardruslan fengi að fara í
botn ef við lentum upp í fjöru.
Ég var farinn að hugsa um
margt óþægilegt. Ég gerði
mér grein fyrir því að við
gerðum ekki mikið tveir hér
um borð, það varð að reyna
að ná í höfn sem fyrst hvað
sem það kostaði. Ég skildi ekki
hvernig skipið reisti sig aftur
og aftur.
Stuttu eftir þetta bað Há-
varður mig að stýra, hann
þurfti að kasta af sér og segir
sér finnast við vera komnir
undir Arnarnes. Á þessu sést
hvað þessi maður var glöggur
á tilfinningar sínar gagnvart
staðsetningu á skipinu. Það
var farinn að minnka sjór en
mér fannst ísingin vera alltaf
verri og verri. Það var farið
að birta af degi, ég renndi
niður glugganum til að góna
út í sortann en sá frekar lítið.
Það er erfitt að lýsa þessari
ísgufu sem lá yfir okkur en
mér fannst ég sjá blokkina
hjá Guðjóni frænda. Þorði þó
ekki fyrir mitt litla líf að segja
Hávarði það strax, ég hélt að
ég væri orðinn vitlaus af stressi
og starði því áfram út en sá
síðan að þetta var rétt. Á sama
augnabliki var eins og væri
dregið frá gluggatjöldum, ég
varð að beygja henni í bak-
borða til að ná innsiglingunni,
hélt þá að hún ætlaði að
leggjast við það en hún rétti
sig rólega við aftur. Það var
nokkuð bjart á meðan við
sigldum inn rennuna á Ísa-
firði.
Ég man eftir að þegar við
komum að innstu bauju tók ég
hana bakborðsmegin, sem er
vitlaust. Þá sagði Hávarður
rólegur: „Jæja vinur, þá sitj-
um við fastir, en það verður
ekkert að okkur hér.“
Spennufall
Það var svo skrítið að vera
um borð í skipinu þegar við
lónuðum um Pollinn á Ísa-
firði, það var eins og það væri
engin kjölfesta í skipinu því
það tók svo langar veltur. Þá
áttaði ég mig á því hvað
ísingin var orðin hættulega
mikil. Ég held að það hafi
orðið svo mikið spennufall á
okkur þegar við náðum í höfn
að við gerðum okkur ekki
grein fyrir því. Ég man bara
eftir því hvað ég var orðinn
máttlaus í fótum út af kulda,
stressi og álagi. Fötin mín
voru miklu blautari en ég
gerði mér grein fyrir. Lopa-
peysan sem ég var í var alveg
gegnblaut, þung og ísköld.
Það var ólýsanlegur léttir
þegar Hávarður setti stefnið í
síðuna á Guðmundi Péturs ÍS-
1 til að ná í mannskap um
borð til að brjóta ísinn af
skipinu svo hægt væri að
binda það við bryggju. Ég stóð
í bakborðsglugganum og
starði á mennina ráðast á
ísinn. Hann virtist vera mjög
harður og þetta tók góðan
tíma áður en hægt væri að
binda skipið.
– smari@bb.is
Bjarni Benediktsson.
Hávarður Olgeirsson.