Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 23

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 23 Horfur á föstudag: Minnkandi norðanátt og dálítil él úti við sjóinn austantil en annars bjart- viðri. Frost 8 til 20 stig. Horfur á laugardag: Norðaustan átt, él norðaustan til en annars bjartviðri. Horfur á sunnudag: Norðaustan átt, él norðaustan til en annars bjartviðri. Helgarveðrið Sælkeri vikunnar er Smári Helgason á Ísafirði Kjúklingur í fínu formi Sælkeri vikunnar býður upp á gómsætan kjúklingarétt. „Þennan rétt held ég mikið upp á en hann varð til þegar ég fór að tína upp úr græn- metisskúffunni eftir að hafa tekið kjúkling úr frysti. Ara- bískt kjúklingakrydd er skemmti- leg og öðruvísi kryddblanda sem mér finnst algjört sælgæti en í henni er m.a. kanill og fleira gott sem gefur kjúkl- ingnum sérlega gott og fram- andi bragð“, segir Smári. Í eftirrétt býður hann svo upp á ís með karamellu-mokka sósu. Kjúklingur í fínu formi 4-6 gulrætur, skornar í bita ½ hvítkálshöfuð, rifið Olía 1 tsk sykur 2-3 hvítlauksrif, pressuð 100 g ferskir sveppir 1 lítill kúrbítur 1 tsk sítrónupipar 2-4 msk sojasósa 1 dl matreiðslurjómi eða kaffirjómi 1 stór kjúklingur, skorinn í átta bita 1 msk arabískt kjúklinga krydd frá Pottagöldrum 1 tsk salt Skerið gulræturnar í bita og rífið hvítkálið á rifjárni. Hitið olíuna á djúpri pönnu og létt- steikið gulræturnar í nokkrar mínútur. Bætið hvítkálinu á pönnuna og látið krauma í nokkrar mínútur. Stráið sykr- inum yfir og hrærið á meðan gulræturnar og hvítkálið brún- ast örlítið. Bætið hvítlauknum á pönnuna, skerið sveppina og kúrbítinn í sneiðar og bætið út í. Kryddið með sítrónupipar og sojasósu og hellið rjóman- um yfir grænmetið. Setjið grænmetisblönduna í smurt, eldfast form. Kryddið kjúklingabitana vel með krydd- inu og snöggsteikið í olíu á pönnu. Leggið kjúklingabit- ana yfir grænmetið og setjið lok eða álfilmu yfir formið. Bakið við 200 gráður í 40-50 mínútur. Berið fram með hrís- grjónum. Ís 3 egg 6 msk flórsykur 1 tsk vanillusykur ½ l rjómi 18 Nóa konfekt flöskur (eru seldar sér) Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn saman þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið við vanillusykrinum út í. Þeyt- ið eggjahvíturnar. Þeytið rjómann. Myljið flöskurnar í matvinnsluvél. Blandið öllu varlega saman. Frystið. Karamellu-mokka íssósa ½ bolli púðursykur ½ bolli síróp 3 msk smjör 1 dl rjómi 1 tsk skyndikaffi leyst upp í ögn af sjóðandi vatni Hitið púðursykurinn, síróp- ið og smjörið í potti og látið malla í 10-15 mín. Hrærið í á meðan. Takið af hellunni og setjið óþeyttan rjómann og skyndikaffið út í. Hrærið saman og berið sósuna fram volga með ísnum. Ég skora á Sigríði Karls- dóttur á Ísafirði að koma með uppskrift í næsta blaði. Fasteignagjaldastyrkur til félagasamtaka óbreyttur Fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, Þórir Sveinsson, leggur til við bæjarráð að styrkur til áhugamannafélaga til greið- slna fasteignagjalda verði óbreyttur á árinu 2008 frá fyrra ári, eða að hámarki 120 þúsund krónur. Ástæðan er sú að grunnur álagningar – fasteignamatið hefur ekki breyst í þessum flokki fasteigna milli ára. Miðað er við áhugamannafélög sem eru ekki í atvinnustarfsemi og ekki er veittur styrkur til greiðslu þjónustu-gjalda sem eru lóðaleiga, vatnsgjald og sorpgjald. Af þeim hluta húsnæðisins sem leigt er út eða notað til að afla tekna skal greiða fasteignagjöld. Styrkveiting er háð því að félög skili inn upplýsingum um notkun og tekjur vegna leigu viðkomandi fasteignar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga fjármálastjóra verði samþykkt. Kennarar skólans tóku lagið við undirleik Guðmundar Hjaltasonar. Foreldrar nemenda fluttu skemmtiatriði. Foreldrar og börn dönsuðu af mikilli snilld. Það var líf og fjör í hringdansinum. Foreldrarnir stældu Cosmic-gengi stúlkna 10. bekkjar. Þessir ungu herramenn ,,pósuðu“ fyrir ljósmyndarann.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.