Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 200814 Notts County uppi í fjöru á Snæfjallaströnd tveimur dögum eftir strandið. Vélbátur varðskipsins liggur utan á togaranum. Mynd: Bragi Guðumundsson. Hildarleikurinn í Djúpinu 1968 Árið 1968 byrjaði ekki vel á Íslandi. Óstöðug veðrátta og sjaldan gaf á sjó. Engin meiri háttar slys urðu fyrri hluta jan- úarmánaðar en það átti eftir að breytast. Föstudaginn 26. janúar skall á með slæmu norðanveðri og gætti þess mest norðanlands. Vindhrað- inn náði 12 vindstigum og frostið var meira en 10 gráður um kvöldið. Illviðrið stóð fram á næsta dag. Þegar kom fram á sunnudag fór að bera á olíubrák í Axar- firði og daginn eftir fannst mannlaus gúmmíbátur þar í firðinum. Að morgni þriðju- dagsins 30. janúar lýsti Slysa- varnafélag Íslands eftir enska togaranum Kingston Peridot en ekkert samband hafði náðst við hann í fjóra daga. Fjörur voru gengnar um allt Norð- austurland en án árangurs og á föstudeginum var leit hætt. Nokkrum dögum áður hófst leit að togaranum St. Roman- us sem hélt til veiða frá Hull 10. janúar eða sama dag og Kingston Peridot lagði af stað til Íslands. Ferð St. Romanus var heitið á miðin við Norður- Noreg en talið er að togarinn hafi farist daginn eftir að hann lét úr höfn. Ekki var tilkynnt um hvarf hans fyrr en 24. jan- úar. Í Bretlandi var mjög mikið skrifað um hvarf togaranna og ekkjur sjómannanna sem fórust með þeim ákváðu að senda Harold Wilson forsætis- ráðherra áskorun um að rann- sókn færi fram og að stjórn- völd beittu sér fyrir því að öryggi togarasjómanna yrði bætt. Var ákveðið að sjó- mannskonur og fulltrúar frá verkalýðsfélagi færu til Lund- úna og afhentu þar áskorun til Wilsons. En áður en lagt var í hann bárust válegar fréttir frá Íslandi. Næstkomandi mánu- dag eru fjörutíu ár liðin frá þessum miklu atburðum og þótti rétt að rifja þá upp. „We are going over“ Veðrið þegar Kingston Peridot fórst þótti slæmt en var þó einungis forsmekkur- inn að veðurofsanum sem gekk yfir Vestfirði fyrstu helgina í febrúar. Aðfaranótt laugar- dagsins 3. febrúar fór loftvog- in að falla og um morguninn var spáð hvassviðri. Seinna um daginn þótti sýnt að þetta yrði meira en hvassviðri og spáð stormi um norðan- og vestanvert landið. Aðvaranir Veðurstofunnar urðu til þess að bátar reru ekki og þeir sem voru á veiðum á Vestfjarða- miðum héldu í var. Togarar sem höfðu dagana á undan leitað að Kingston Peridot og St. Romanus stefndu inn Ísa- fjarðardjúp og venju sam- kvæmt í var undir Grænuhlíð. Mörg skip lágu þar í vari, m.a. togararnir Ross Cleveland og Notts County. Skipstjórarnir höfðu margsinnis legið undir Grænuhlíð og það gengið áfalla- laust. Þegar leið fram á nóttina og sunnudagsmorguninn fór á- standið að versna. Gríðarleg ísing safnaðist á skipin og þau urðu þung á sjónum. Ísingin lagðist líka á radara skipanna og þeir urðu meira og minna óvirkir. Radarlaus áttu skipin á hættu að stranda og einnig að lenda í árekstri við önnur skip þar sem þau voru svo mörg á litlu svæði. Að því kom að skipstjórar ræstu út áhafnirnar til að fara út og höggva ís. Í fæstum skipanna voru til áhöld til slíks og þurftu menn að grípa til alls sem að gagni gat komið. Kjötaxir voru sóttar í eldhúsin og í flest- um skipanna voru til nokkrar axir. Menn gerðu sér grein fyrir alvöru málsins og reyndu jafnvel að rífa klakann af með berum höndum. Um miðjan dag urðu skip- stjórar Ross Cleveland, King- ston Andalusite, Prince Philip, Kingston Garnet og Kingston Emerald sammála um að ekki væri lengur hægt að liggja undir Grænuhlíð. Sama hvað menn reyndu, ekkert yrði ráð- ið við ísinguna. Þeir héldu því innar í Djúpið og undir kvöld voru skipin milli Hnífsdals og Snæfjallastrandar. Veðrið var þá að ná hámarki. Skipverjum fannst að fyrir hvert kíló af ís sem náðist að kasta útbyrðis bættust tvö við. Rétt fyrir miðnætti var radar Ross Cleveland orðinn óvirk- ur vegna ísingar og skipstjór- inn bað hin skipin að fylgjast með sér. Kingston Andalusite sigldi eins nálægt Ross Cleve- land og hægt var. Skyggni var nær ekkert en þó rofaði til á milli og sáust þá ljósin á Ross Cleveland. Þegar skipin voru þrjár mílur út af Arnarnesi sammæltust skipstjórarnir um að fara nær landi og setti skip- stjórinn á Ross Cleveland stýr- ið hart í stjór og vélina á hálfa ferð. Skipið var orðið þungt af ísingu og ekkert gerðist. Var þá sett á fulla ferð og byrjaði þá skipið að snúast og lagðist á hliðina og rétti sig ekki. Í talstöðinni heyrðist í skipstjóra Ross Cleveland senda frá sér sín hinstu skila- boð: We are going over. I am going. Give my love and the crews love to the wives and the families. Ljósin hurfu skyndilega og skipstjóri Kingston Andalu- site setti stýrið hart í bak og á fulla ferð til að komast að Ross Cleveland í von um að bjarga einhverjum skipverjum. Minn- stu munaði að eins færi fyrir Kingston Andalusite. Skipið lagðist á hliðina og virtist ekki ætla að rétta sig við. Á síðustu stundu mjakaðist það til baka og náði skipstjórinn að beina því upp í vindinn. Ómögulegt var fyrir Kingston Andalusite að koma skipverjum af Ross Cleveland til bjargar, væru þá einhverjir í sjónum. Enginn komst lífs af nema Harry Eddom, en vikið er nánar að afreki hans á næstu opnu. Notts County Togarinn Notts County var í mynni Ísafjarðardjúps þegar óveðrið skall á og var búinn að vera á Íslandsmiðum í nokkra daga. Skipstjórinn ætl- aði að halda sjó en fljótlega bilaði annar radarinn og fékk hann þá fylgd annarra togara inn Djúpið. Erfitt var fyrir skipstjórnarmenn að vita ná- kvæmlega um staðsetningu skipanna og var ýmist keyrt á fullri ferð eða hálfri eða látið reka. Veðrið magnaðist og um hádegi byrjaði ísing að hlaðast á skipið og hreyfingar þess urðu þyngri. Áhöfninni var skipað út að höggva þrátt fyrir bágborinn verkfærakost. Fjór- ar ísaxir voru um borð og þurftu skipverjar að notast við melspírur og hvað eina sem gat komið að notum til að höggva ísinn. Um kvöldið heyrði loftskeytamaðurinn á Notts County síðasta kallið frá Ross Cleveland.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.