Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 11
Vísir á Þingeyri mun hefja vinnslu aftur í haust
„Það er alveg á hreinu að það verður opnað í haust“, segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. um vinnslu-
stöðvun Vísis á Þingeyri. Vinnslunni verður lokað í fimm mánuði. Pétur segir að fyrirsjáanlegur hráefnisskortur neyði
þá til að fara í þessar aðgerðir. „Við höfum reynt allar leiðir til að verða okkur úti um hráefni en þær hafa ekki
gengið.“ Hann segir að fyrirtækið hafi orðið fyrir 2500 tonna niðurskurði í þorskaflaheimildum. Starfsfólki Vísis
verður ekki sagt upp heldur verður ráðningarsambandi haldið. Pétur segist gera sér grein fyrir að ólíklegt sé að allir
starfsmenn snúi aftur til vinnu þegar vinnslan opnar aftur í haust. Vinnslan verður lokuð frá 1. maí til 1. október.
„Við vildum tilkynna þetta tímalega til að starfsfólkið geti farið yfir sín mál og metið stöðuna“, segir Pétur.
Mikið hrun hefur verið á
hlutabréfamörkuðum um
heim allan og hefur það haft
áhrif á mörg fyrirtæki og
einstaklinga. Lífeyrissjóð-
irnir eru stórir fjárfestar á
fjármálamörkuðum og því
vaknar sú spurning hver
áhrifin séu á Lífeyrissjóð
Vestfirðinga. Guðrún K.
Guðmannsdóttir fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
Vestfirðinga var ekki með
tölur á reiðum höndum um
áhrif á ávöxtun hlutabréfa
sjóðsins en sagði að almennt
væri meiri ástæða til að hafa
áhyggjur af vaxandi örorku í
samfélaginu. „Það eru ekki
komin uppgjör sem sýna
okkur áhrifin en þetta hefur
ekki valdið miklum áhyggj-
um meðal lífeyrissjóðanna,
enda er ávöxtunin til langs
tíma. Nú er spáð 20-30%
hækkun á hlutabréfamörk-
uðum á árinu svo þetta jafn-
ar sig án efa aftur,“ sagði
Guðrún. Hún telur að meiri
ástæða sé til að hafa áhyggj-
ur af vaxandi örorku Ís-
lendinga og þá sérstaklega
ungs fólks. „Mun fleiri eru
dæmdir óvinnufærir á besta
aldri, 25-30 ára, og það er
alvarlegt mál. Það þýðir að
viðkomandi eru á framfæri
lífeyrissjóða og skattgreið-
enda og í því eru fólgin
mikil útgjöld fyrir samfé-
lagið og slæm áhrif á and-
lega líðan þessa fólks.“
Guðrún segir ennfremur
að það verði að bregðast við
þessu með aukinni starfs-
endurhæfingu og telur hug-
myndir um áfallatrygginga-
sjóð vera skref í rétta átt og
slæmt ef þeim verður hafnað
í þeim kjaraviðræðum sem
eru í gangi í dag. Samtök
atvinnulífsins og ASÍ hafa
lagt fram tillögur um nýtt
fyrirkomulag áfallatrygginga
en það hugtak tekur til
trygginga vegna veikinda,
slysa og örorku. Á heima-
síðu SA birtist eftirfarandi á
meðan umræðum um nýja
áfallatryggingasjóðinn stóð:
„Hvatinn að þessum um-
ræðum er sívaxandi fjöldi
öryrkja og alltof há örorku-
tíðni sem kemur fram í
hækkandi kostnaði samfé-
lagsins og brotthvarfs af
vinnumarkaði. Aukinn
kostnaður samfélagsins
hefur m.a. komið niður á
lífeyrissjóðunum sem hafa
þurft hærri iðgjöld til þess
að rísa undir auknum kostn-
aði vegna örorku. Núverandi
fyrirkomulag áfallatrygginga
byggir á tiltölulega löngum
veikindarétti hjá vinnuveit-
anda, síðan tekur við bóta-
tímabil hjá sjúkrasjóði
verkalýðsfélags og að síð-
ustu örorkukerfið þar sem
lífeyrissjóður og almanna-
tryggingar koma að málum,“
sagði Guðrún K. Guðmanns-
dóttir. – sigridur@bb.is
Lífeyrissjóður Vestfirðinga er til húsa í Neista.
Vaxandi örorka í samfélaginu meira
áhyggjuefni en markaðssveiflur
„Þennan bita ætla ég að fá!“ gæti barnið
sem bendir á hákarlinn verið að segja.
Leikskólinn Sólborg á Ísafirði fékk óvæntan gest
einn morguninn í síðustu viku sem gladdi börnin
mikið en skaut líka nokkurn skelk í bringu. Þangað
var mættur hákarl á kerru sem Guðmundur Páll
Óskarsson hákarlsverkandi í Hnífsdal kom með til
að sýna börnunum. Börnin skoðuðu hákarlinn í krók
og kring og fannst tálknin á honum ansi flott og
merkileg sýn. Eins og sönnum vestfirskum börnum
sæmir voru þau einnig nokkuð spennt að fá að smakka
á hákarlinum á Þorrablótinu sem haldið verður á
leikskólanum Sólborg á morgun. Hákarlinn hafði
Guðmundur Páll fengið úr Bolungarvík og að lokinni
heimsókn keyrði hann með hann út í Hnífsdal til
verkunar. – sigridur@bb.is
Hákarl í heimsókn
Börnin horfa undrandi á ferlíkið.
Myndir: Lára M. Lárusdóttir.
Tæknideild Ísafjarðarbæjar
hyggst láta kanna stöðu lóða-
mála í sumarhúsabyggðinni í
Tunguskógi í framhaldi af ósk
Marzellíusar Sveinbjörnsson-
ar um að fá leigurétt á lóð
númer 40 í Tunguskógi. Um-
hverfisnefnd sá sér ekki annað
fært en að hafna umsókn
Marzellíusar enda ríkir nokkur
óvissa um stöðu leiguréttar á
óbyggðum lóðum í Tungu-
skógi. Í erindi Marzellíusar til
umhverfisnefndar óskar hann
jafnframt eftir því að fá að
reisa þar sumarbústað eða
flytja þangað bústað eftir at-
vikum. Á lóð númer 40 var
sumarbústaður fyrir snjóflóð-
ið árið 1994 en ekkert hefur
verið byggt á þeirri lóð eftir
flóðið. Að mati Marzellíusar
ætti lóðin því að vera laus til
umsóknar og vísaði hann til
erindis Snorra Hermannsson-
ar frá maí 2007. Þar óskaði
Snorri eftir að fá að reisa hús
á tveimur lóðum í Tungudal,
en hann hafði átt þar bústað
fyrir flóð og af þeim sökum
fékk hann leyfi frá umhverfis-
nefnd.
Árið 1994 féll snjóflóð á
sumarhúsabyggðina í Tungu-
dal og lagði í rúst 40 sumarhús
á svæðinu. Í september sama
ár var leyfð endurbygging
húsanna með þeim skilyrðum
að búseta á svæðinu yrði tak-
mörkuð við tímabilið frá 16.
apríl til 15. desember og skylt
væri að þinglýsa kvöðinni. Í
kjölfarið hafa fjölmörg sum-
arhús verið endurbyggð en þó
ekki öll. Eftir standa því
nokkrar lóðir sem eru hálfgerð
olnbogabörn því leigjendum
þeirra lóðarréttinda sem ekki
hafa verið nýtt eftir flóð var
gefinn frestur til 1. janúar
2004 til að gera grein fyrir
hugsanlegum áformum um
endurbyggingu sumarhúsa.
Tæknideild Ísafjarðarbæjar
hyggst því láta kanna hvort
bréfið sem sent var út sé gott
og gilt lögfræðilega, því ella
gætu orðið málaferli ef bærinn
færi að deila út lóðarréttindum
sem tilheyrðu öðrum.
Þess má einnig geta að Ísa-
fjarðarbær óskaði eftir því árið
2004 að fá að stækka sumar-
húsasvæðið í Tungudal en
Skipulagsstofnun hafnaði því
á grundvelli snjóflóðahættu.
Eftir gerð varnargarðs í Selja-
landsmúla hefur snjóflóða-
hættumat í Tungudal á sumar-
húsasvæðinu ekkert breyst. Í
tillögum að nýju aðalskipulagi
fyrir Ísafjarðarbæ má finna til-
lögu um skipulagningu sum-
arhúsabyggðar í Dagverðar-
dal.
– sigridur@bb.is
Lóðamál þarfnast skoðunar
Sumarhúsalóðir í Tungudal eru vinsælar.