Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 3 Öld frá fæðingu Steins Steinarr Öld er liðin frá fæðingu vestfirska skáldsins Steins Steinarr í ár. Af því tilefni hefur Kómedíuleikhúsið ákveðið að gefa út einleik leikhússins Steinn Steinarr sem sýndur var á Ísafirði og í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum á DVD disk. Einleikurinn er byggður á verkum skáldsins og ævi en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Sýningin hlaut mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 2003. Kómedíuleikhúsið mun á árinu minnast aldar afmæli Steins með ýmsum hætti en að því er fram kemur á bloggsíðu leikhússins verður fjallað um það nánar síðar. Steinn Steinarr er einn af ástsælustu skálda þjóðarinnar. Hann var í fararbroddi þeirra sem ruddu nútímanum braut í íslenskri ljóðagerð um miðja 20. öld en orti einnig í hefðbundnu formi. Hann fæddist í Ísafjarðardjúpi en ólst upp í Dölunum. Styrkir SFÍ Skíðafélag Ísfirðinga og MasterCard hafa skrifað undir samstarfssamning til tveggja ára. MasterCard bætist þar í hóp fyrirtækja sem styrkir metnaðar- fullt barna- og unglingastarf hjá félaginu. Stór hóp- ur barna og unglinga æfir skíðagöngu og alpagrein- ar hjá skíðafélaginu, en það hefur í árafjöld lagt á áherslu á að efla barna- og unglingastarf sitt. „Mótvægisaðgerðir þunnt smjör- lag á alltof stóra brauðsneið“ Grímur Atlason, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir það vera fjarstæðu að kvótakerfið hafi komið öllum vel og spyr á bloggsíðu sinni hvort það sé ekki sanngjarnt að spyrja hvað fiskvinnslufólk, sjómenn og byggðir landsins hafa grætt á þessu kerfi. Hann gagnrýnir mótvægisaðgerðir vegna þorsk- niðurskurðar og segir að ekki hafi verið litið til þess hversu misjafnlega niðurskurðurinn bitnar á byggðalögum. „Ég hef bent á að mótvægisað- gerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar á aflaheimildum í þorski séu fremur þunnt smjörlag á brauðsneið sem er alltof stór. Sumstaðar var ágætis smjörfjall fyrir á meðan aðrir staðir voru skraufþurrir. Því skilaði smjörlagið sér illa til margra þeirra staða sem nú eru þróttlitlir sökum næring- arskorts. Bent hefur verið á að dýpt atvinnulífsins á þeim stöðum og svæðum sem harð- ast verða úti í niðurskurðinum sé afar mismunandi. Þau svæði sem eru hvað brothætt- ust eru Snæfellsnes, NA-land og Vestfirðir“, segir á bloggi Gríms. „Þessir þættir hafa gleymst við skipulagningu mótvægis- aðgerða. Þannig fékk sveitar- félag, sem hvorki hýsir höfn né fiskvinnslu, 100 milljónir króna til viðhalds opinberra bygginga í sveitarfélaginu. Það er alveg ljóst að viðhald var komið á tíma en tengingin við mótvægisaðgerðir vegna skerð- ingar á þorskkvóta óheppileg. Sömu sögu má segja frá mörg- um öðrum sveitarfélögum sem varla finna fyrir niður- skurðinum, þau fengu einnig umtalsverðar upphæðir úr gerðirnar tóku til. Við úthlut- unina var tekið tillit til afla- marks í þorski sl. 3 ár sem og hlutfall starfa í veiðum og vinnslu í sveitarfélaginu. En segir þetta allt? Hvernig er með atvinnuhorfurnar á svæð- inu sem sveitarfélagið tilheyr- ir? Hvernig munu fiskvinnslu- fyrirtækin bregðist við – hvar eru umsvif þeirra? Það er alveg ljóst að fisk- vinnslufólk á þenslusvæðum á meiri möguleika á að komast í ný störf nærri heimabyggð en þeir sem búa og starfa á köldum hagsvæðum. Það er einnig ljóst að smábátaútgerð er viðkvæmari fyrir samdrætti en stóru útgerðirnar – sem hafa jafnvel talað opinberlega um hve góð áhrif það hafi á umsvif þeirra á erlendum mörkuðum að skorið sé niður. Það er síðan staðreynd að afla- mark í þorski sem á lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi hefur ekki endilega áhrif á heima- höfnina. Fyrir þessu finnur fiskvinnslufólk á Þingeyri og Húsavík. Fyrirtækið sem talaði fjálg- lega um ímyndarstyrkinn sem niðurskurðinum fylgir fór mik- inn í allskyns braski og yfir- lýsingum á síðasta ári. Flytja átti alla fiskvinnslu félagsins frá Reykjavík á Akranes og síðan átti að selja byggingarétt fyrir hundruð millljóna. Nú aðeins nokkrum mánuðum síðar segir fyrirtækið upp öll- um starfsmönnum við fisk- vinnslu fyrirtækisins á Akra- nesi og notar til þess tylli- ástæðu niðurskurðarins. Kvóta- kerfið hefur gagnast þeim mest sem áttu kvóta og eru búnir að selja hann núna. Það gagnast líka þeim sem eiga kvóta og leigja hann frá sér. Það eru vissulega til fyrirtæki út um allt land sem veiða þorr- ann af sínum aflaheimildum sjálf en þau eru ekkert sérstak- lega mörg og róa jafnvel líf- róður um þessar mundir. Að segja að kvótakerfið hafi komið öllum vel er fjarstæða. Vissulega hafa margir hagnast gríðarlega á þessu kerfi og líklega hefur það haft mikið að segja í hinni margumræddu og lífsnauðsynlegu (að sögn) bankabylgju sem einkennt hefur alla hugsun og tilvist þjóðarsálarinnar sl. 10 ár eða svo. En er ekki alveg sann- gjarnt að spyrja hvað fisk- vinnslufólk, sjómenn og byggð- ir landsins hafa grætt á þessu kerfi? Eða tapað ef út í það er farið?“, segir jafnframt í blogg- inu. – thelma@bb.is þessum mótvægissjóði ríkis- stjórnarinnar. Við næstu úthlutun var reynt að horfa heldur á heild- aráhrif niðurskurðarins. Betur tókst til en þó var ekki horft til dýptar atvinnulífsins á þeim svæðum sem mótvægisað- Grímur Atlason. Umhverfisstofnun hefur auglýst eftir sérfræðingi í starf umsjónarmanns friðlandsins á Hornströndum. Hingað til hefur verið í gildi samningur við Ísafjarðarbæ um land- vörslu og í tengslum við það verið starfandi landvörður á sumrin norður á Hornströnd- um en umsjónarmaður frið- landsins verður starfandi árið um kring. Sérfræðingurinn mun hafa umsjón og eftirlit með friðlandinu á Horn- ströndum og fyrirhugaðri gestastofu friðlandsins, Horn- strandastofu á Ísafirði. Yfir sumarmánuðina verður starfs- vettvangur sérfræðingsins í friðlandinu vegna eftirlits, fræðslu, vöktunar og fleiri verkefna. Í auglýsingunni kemur fram að gert sé ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl. Á ruv.is segir að nýtt starf umsjónarmanns frið- landsins á Hornströndum sé eitt af þeim störfum sem lofað var að koma á laggirnar í tengslum við tillögur Vest- fjarðanefndarinnar. Hjalti J. Guðmundsson, for- stöðumaður náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfis- stofnunar segir að með þessu nýja starfi verði málefnum Hornstrandafriðlandsins kom- ið undir einn hatt. „Landvarsl- an verður með nánast óbreyttu sniði nema að því leiti að hún verður aukin og bætt. Að öll- um líkindum verða ráðnir sumarlandverðir og við ætlum að reyna að koma þessu starfi í fastan farveg. Við höfum átt ljómandi gott samstarf við Ísa- fjarðarbæ en nú mun Um- hverfisstofnun taka alveg yfir reksturinn.“ Hjalti segir að búast megi við því að þjónustan verði betri, öryggi ferðamanna bætt en jafnframt verði eftirlit með illa séðu athæfi eflt til muna, svosem umferð vélknúinna ökutækja og þess háttar. „Hornstrandastofan er svo hugsuð sem eins konar hlið inn á svæðið með fróðleik og upplýsingum og um þessar mundir erum við að leita að húsnæði undir starfsemina.“ Friðlandið var stofnað 1975 og eru mörk þess um Skorar- heiði milli Hrafnfjarðar og Furufjarðar og nær friðlandið því yfir Hornstrandir og hluta af Jökulfjörðum. Von er á drögum frá skipulagsvinnu- hópi norðan Djúps á vormán- uðum og því ljóst að tilvon- andi umsjónarmaður á spenn- andi tíma fyrir höndum, því enn er óvíst hvað aðalskipu- lagsbreyting hefur í för með sér; óbreytta stöðu eða þjóð- garðsvæðing Hornstranda. – sigridur@bb.is Umsjónarmaður Hornstrandafriðlands hefur störf í vor Eiríkur Örn fær listamannalaun Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl frá Ísafirði hlýtur listamannalaun til 6 mánaða úr launasjóði rithöf- unda árið 2008. Þetta er í fyrsta sinn sem Eiríkur hlýt- ur listamannalaun en hann hefur verið iðinn við skriftir undanfarin ár. Hann á fjóra og hálfa ljóðabók að baki, tvær skáldsögur, eina bókar- stjórnun, tvær ljóðahátíða- skipulagningar, verðlaun í ljóðstafi Jóns úr Vör, ljóða- hljóðadisk, átta bókarþýð- ingar, ýmsar blaðagreinar og er hann einn af forvígis- mönnum bókaútgáfunnar Nýhil sem hefur hleypt nýju blóði í ljóðalíf landsmanna. Á lista yfir úthlutanir 2008 mátti einnig sjá nokkur kunnugleg nöfn að vestan auk Eiríks en skáldin Vilborg Dav- íðsdóttir og Rúnar Helgi Vign- isson og ljósmyndarinn Spessi hlutu einnig listamannalaun til 6 mánaða. Alls bárust 514 umsóknir um starfslaun listamanna 2008, en 506 sóttu um starfs- laun listamanna 2007. Stjórn listamannalauna hefur yfir- umsjón með sjóðunum og út- hlutar fé úr Listasjóði. Lista- sjóður er almennur sjóður en sinnir einkum öðrum listgreinum en þeim sem falla undir sérgreindu sjóð- ina þrjá: Launasjóð rithöf- unda, Launasjóð myndlist- armanna og Tónskáldasjóð. Allir sjóðirnir veita starfs- laun, svo og náms- og ferða- styrki. – sigridur@bb.is Það var glatt á hjalla í Grunnskólanum á Ísafirði á föstudag þegar vinirnir í 10. bekk og 3. bekk fögnuðu sólardeginum saman. Sungin voru ýmis sólskinslög og svo gæddu menn sér á gómsætum pönnukökum og drukku djús eða mjólk með. Pönnukökurnar höfðu foreldrar nemenda í 10. bekk bakað af mikilli rausn og runnu þær ljúflega niður að sögn viðstaddra. „Þetta er stór dagur hjá nemendum 10. bekkjar því að honum lýkur með hinu árlega þorrablóti í kvöld og er mikil tilhlökkun í loftinu“, segir Herdís Hübner, um- sjónarkennari í 10. bekk.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.