Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 200810 BB - STEINSÖGUN EHF Steinsteypusögun – Kjarnaborun Múrbrot – Niðurrif Bjarni L. Birgisson Símar: 896 7579 – 855 2713 – 456 7579 Netfang: bbsteinsogun@simnet.is UMFB komir áfram á Íslandsmótinu Drengirnir 5. flokki Ungmennafélags Bolungarvíkur sigruðu sinn riðil í undankeppni Íslandsmótsins í innanhúsfótbolta sem haldin var fyrir stuttu. Þeir voru í riðli með Víði Garði, Fram, Víkingum og Reyni Sandgerði. Vestfirðingar byrjuðu á því að vinna Víkinga 1-0, í næsta leik gerðu þeir jafntefli við Víði 1-1, strákarnir rúlluðu svo yfir Reynismenn 6-1 og þrátt fyrir 1-0 tap gegn Fram í síðasta leiknum sigruðu strákarnir sinn riðil með sjö stig líkt og Fram, Víðir og Víkingur. UMFB var með fimm mörk í plús en Víðir og Fram með fjögur mörk í plús en Víkingar tvö mörk. Ráðherra efins um olíuhreinsistöð Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að mengun frá olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum yrði gríðarleg og gengi verulega gegn stefnumörkun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Helgi Hjörvar, formaður umhverfisnefndar Alþingis, beindi fyrirspurn til flokkssystur sinnar, Þórunnar Sveinbjarnardóttur um afstöðu hennar til olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum og um þá mengun sem af slíkri stöð stafar. Af- staða ráðherrans var langt í frá jákvæð enda sagði hún starfsemina menga mikið. Stefna stjórnvalda er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50% til 75%. Styttist í Stútung Stútungur, þorrablót Flat- eyringa, verður haldið í íþróttahúsinu á Flateyri 9. febrúar nk. Jafnan gætir mikillar eftirvæntingar fyr- ir blótinu en síðustu ár hefur Stútungur verið annálaður fyrir vegleg heimatilbúin skemmtiatriði og hafa heilu revíurnar verið samdar af þessu tilefni. Að venju verður boðið upp á alís- lenskan þorramat og annað góðgæti og opinn bar að auki. Skemmtunin hefst kl. 20 og að henni lokinni sér hljómsveitin F1 rauður um að halda uppi fjörinu fram á nótt. Þorrablót Flateyringa hefur frá árinu 1935 verið haldið undir nafninu Stút- ungur og fer því nú fram í 73. sinn. Hægt er að tilkynna þátt- töku til Margrétar í s. 864- 0345 og Vigdísar í s. 866- 7614. Miðaðverð á Stútung í ár er 5.000 krónur og er Stútungur opinn öllum 18 ára og eldri á meðan húsrúm leyfir. Miðasala verður í Vagninum á Flateyri mið- vikudaginn 6. febrúar og fimmtudaginn 7. febrúar milli kl. 18 og 20. báða dag- ana. – thelma@bb.is Það er umtalsvert dýrara að gera út sjóstangaveiðibát frá höfnum Ísafjarðarbæjar en frá Súðavík, ef skoðaðar eru gjaldskrár hafna sveitarfélag- anna. Á sudureyri.is kemur fram í umfjöllun Elíasar Guð- mundssonar framkvæmda- stjóra Hvíldarkletts ehf. að um rúmlega 200% munur sé á bryggjugjöldum milli sveit- arfélaganna en bryggjugjald er kr. 1.892 í Súðavík en kr. 5.217 eftir hækkun hjá höfn- um Ísafjarðarbæjar. Bátur sem gerir út frá Súðavík og veiðir fimm tonn í 15 veiðiferðum greiðir Súðavíkurhreppi kr. 10.920 á mánuði en sami bátur greiðir höfnum Ísafjarðarbæj- ar kr. 16.505 fyrir sömu þjón- ustu. Hjá Súðavíkurhreppi er sérstakur flokkur báta sem nefnist frístundabátar undir 20 tonnum og greiða þeir fyrr- nefnt gjald, 1.892 krónur á mánuði en aðrir bátar undir 20 tonnum greiða aldrei lægra en 3.780 krónur á mánuði. Öll þjónustugjöld nema krana- gjald voru hækkuð um 4,5% hjá höfnum Ísafjarðarbæjar nú um áramót en aflagjald sem bátar greiða af verðmæti afl- ans lækkar um 0,1%. Auðséð er að nokkur óánægja ríkir með þetta hjá þeim sem reka ferðaþjónustufyrirtækið Hvíld- arklett ehf. og gera út sjó- stangaveiðibáta frá Flateyri og Suðureyri. Á sudureyri.is seg- ir ennfremur í umfjöllun Elí- asar um málið: „Þrátt fyrir að bæði sveitarfélögin lofi ný- sköpunarfyrirtækjum aðstoð í sínum atvinnumálastefnum þá virðist vera svo að ein- göngu að Súðavíkurhreppur standi við gefin loforð. Ný flotbryggja var byggð í sumar fyrir sjóstangveiðibáta á Suð- ureyri en framkvæmdin var fjármögnuð að mestu leyti með styrk frá ríkinu.“ Guðmundur M. Kristjáns- son hafnarstjóri Ísafjarðarbæj- ar segir að þetta sé ekki réttur samanburður. „Hafnargjald- skrá Súðavíkurhrepps hefur ekki hækkað frá árinu 2006 og ætli þeir séu því ekki á svipuðu róli og við vorum þá. Það eru bátar af svipaðri stærð og sjóstangaveiðibátarnir að kaupa þjónustu og borga fullt gjald og því er ekki talin ástæða til að hygla einum at- vinnurekanda umfram aðra. Það yrði þá að vera pólitísk ákvörðun að ofan en þangað til verða menn bara að vera búnir að gera sér grein fyrir þessum gjaldskrám áður en farið er í atvinnurekstur, “ segir Guðmundur. – sigridur@bb.is Bryggjugjöld hærri hjá Ísafjarðarbæ en í Súðavík Fundur stjórnar og trún- aðarráðs Verkalýðsfélags Vestfjarða samþykkir stuðn- ing við aðgerðarhóp SGS og hvetur landssambönd innan ASÍ til samstöðu. Fjölmennur fundur stjórnar og trúnaðarráðs Verk Vest furðar sig á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við hug- myndum ASÍ skatta- og velferðarmálum. Á fundin- um var farið yfir stöðuna í samningamálum og hver væru næstu skref af hálfu launþega. Einnig voru helstu áhersluatriði stjórnarsátt- mála ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Samfylk- ingar í efnahags- og at- vinnumálum tekin fyrir og þau borin saman við kröfur launþega og áherslur ASÍ í skatta- og velferðarmálum. Eftir þann samanburð er ekki að undra þó launþegar hafi borið ákveðna bjartsýni í brjósti gagnvart aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjara- samningunum. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur SGS komið á fót aðgerðarhópi sem stjórn og trúnaðarráð hefur samþykkt að veita stuðning í formi greiðslna úr vinnudeilusjóði félagsins að gefnum ákveðnum for- sendum. Jafnframt hvetur fundurinn landssambönd innan ASÍ til samstöðu í baráttunni fyrir bættum kjörum láglauna- og milli- tekjufólks. „Landsambönd innan ASÍ verða að leggja til hliðar séráherslur í kröf- um sínum til að ná fram heildstæðum kjarasamning- um á sameiginlegu samn- ingaborði við SA“, segir á verkvest.is. – thelma@bb.is Styður að- gerðahóp SGS Sinfóníuhljómsveitin er skipuð 80 fastráðnum hljóðfæraleikurum og hana má stækka í allt að 100 manns í einstaka tilfelli. Sinfóníutónar á Torfnesi Börn og unglingar fengu að njóta sinfóníutónleika í boði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Börn og unglingar á norðanverðum Vestfjörðum fengu vænan skammt af menningu í síðustu viku er Sinfóníu- hljómsveit Íslands bauð þeim á tónleika í íþróttahúsinu á Torfnesi. Dagskráin var sérstaklega valin með tilliti til aldurshópsins frá 5 til 16 ára og var veðrið þema þeirra. Söngkonan og tónlistarkennarinn Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir var kynnir. Sinfóníuhljómsveitin er stödd á Ísafirði til þess að halda hátíðartónleika í tilefni af 60 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar síðar á þessu ári. Sann- kallaður hátíðarbragur hvíldi yfir dagskránni, sem var einstaklega vönduð og metnaðarfull og með mikilli þátttöku vestfirskra listamanna, og má þar nefna um hundrað manna hátíðarkór sem stóð í stífum æfingum fyrir viðburð- inn. Stjórnandi á tónleikunum var Bernharður Wilkinson, en hann hefur áður stjórnað kórum og hljómsveitum hér vestra við góðan orðstír.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.