Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 200820
Besta dægurlagið flutt og leyndarmáli upp-
ljóstrað á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins
Hátt í 500 manns
skemmtu sér á sólarkaffi
Ísfirðingafélagsins í
Reykjavík sem haldið var í
63. sinn á Broadway á
föstudagskvöld. Þar
skemmtu sér saman um
550 manns sem á einn eða
annan hátt tengjast Ísa-
firði. Að sögn Jakobs Fals
Garðarssonar, formanns
Ísfirðingafélagsins lukk-
aðist kvöldið í alla staði
ágætlega og dagskráin
heppnaðist alveg fádæma
vel. „Ég held ég geti fullyrt
fyrir hönd allra sem þarna
voru að ræðumaður
kvöldsins, Einar Hreins-
son, átti kvöldið. Hann fór
á þvílíkum kostum að það
verður lengi í minnum
haft. Gaman er að segja
frá því að Einar tilkynnti í
lok ræðunnar með bros á
vör að það var hann sem
málaði vatnsdæluhúsið á
Ísafirði.“ Þá vakti það
einnig gríðarlega lukku
þegar besta ísfirska lagið,
að mati lesenda bb.is, var
flutt af Elínu Smáradóttur
og hljómsveitinni Apollo.
„Salurinn stóð allur upp
og söng með, þetta var
alveg stórkostlegt og Elín
er bara Ingibjörg okkar
tíma“, segir Jakob Falur.
Að vanda voru ýmsar
viðurkenningar veittar á
Sólarkaffinu og þá má
nefna Guðfinn Kjartans-
son sem var heiðraður
fyrir ómetanleg störf í
þágu félagsins undanfarna
áratugi. Hann var fjarver-
andi en Erla Axelsdóttir,
eiginkona hans, tók við
blómvendi og sérsmíðuð-
um ermahnöppum með
gamla Ísafjarðarmerkinu
sem Dýrfinna Torfadóttir,
gullsmiður smíðaði.
Að dagskrá tæmdri var
dansað fram á rauða nótt
en Ísfirðingurinn Bjarni
Arason hélt uppi fjörinu í
broddi Milljónamæringa-
fylkingarinnar. Fleiri
myndir munu birtast í
svipmyndum á bb.is innan
tíðar. Meðfylgjandi
myndir frá hátíðinni tók
Ólöf Dómhildur Jó-
hannsdóttir.
– thelma@bb.is