Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 20084
Þorrablót í gangamunna
Bolvíkingar blótuðu þorra
á fyrsta laugardegi í Þorra og
að þessu sinni var blótið hald-
ið í íþróttamiðstöðinni Árbæ,
því nýhafnar eru miklar fram-
kvæmdir við félagsheimilið
Víkurbæ en þar hefur blótið
verið haldið undanfarin ár. Að
sögn Rögnu Jóhönnu Magn-
úsdóttir formanns þorrablóts-
nefndar var mikið var lagt í að
gera umgjörð alla sem glæsi-
legasta og þótti sviðsmyndin
einkar vel heppnuð því eigin-
menn nefndarkvenna höfðu
lagt mikla vinnu í að smíða
gangamunna yfir sviðið, til
að minna fólk á hvað væri í
vændum.
Um tvö hundruð manns, allt
sambýlisfólk eða hjón, lögðu
leið sína í íþróttahúsið og að
vanda voru konurnar klæddar
í íslenska þjóðbúninga. Einar
Kristinn Guðfinnsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráð-
herra flutti minni kvenna og
Benedikt Sigurðsson stýrði
fjöldasöng. Skemmtinefndin
hafði úr miklu að moða þegar
sýna átti spéspegil af mannlífi
Bolvíkinga síðasta árið og
fengu margir að finna fyrir
beittum húmor nefndar-
kvenna.
Eitthvað bar útvarpsstöðin
Lífæðin á góma, bæjarstjórinn
átti í miklu basli við að hafa
stjórn á gangstéttarvinnuhópi
og sjálf Þuríður sundafyllir
mætti á svæðið og fór að
skipta sér af hellulögninni.
Vinnuflokkurinn Bormenn
Bolungarvíkur ætlaði að bora
sér leið út í Vík en endaði í
Skálavík. Baldur og Margrét
héldu svo uppi fjörinu að
skemmtiatriðum loknum og
vakti athygli að Margrét hafði
tekið klæðakóða þorrablótsins
alvarlegan og söng í upphlut.
– sigridur@bb.is