Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 15
Ástandið um borð í Notts
County var orðið ískyggilegt,
skipið var orðið yfirísað, báðir
radararnir óvirkir vegna ísing-
ar og dýptarmælirinn virkaði
ekki vegna hafróts. Tíma-
spursmál var hvenær loftnet
miðunarstöðvarinnar slitnaði
niður, svo mikill ís hafði hlað-
ist utan á það. Tíðindin um
Ross Cleveland bárust milli
skipverjanna á Notts County
og eflaust hafa þeir hugsað
hvort þeir færu niður næst.
Skyndilega var eins og skip-
ið tæki stökk og í fyrstu vissu
menn ekki hvað var að gerast.
Ærandi brimgnýr kæfði flest
annað en í gegn heyrðust lætin
þegar skipið nuddaðist við
grýttan sjávarbotninn. Notts
County var strandaður. Sjór-
inn fossaði inn í vélarrúmið.
Skipstjórinn skipaði áhöfninni
að koma aftur í brú. Mennirnir
voru í mikilli hættu þegar þeir
hlupu yfir þilfarið því að svo
mjög gaf yfir skipið að það
færðist að mestu í kaf.
Björgunarbátar voru settir
út en skipstjórinn gaf fyrir-
mæli um að ekki mætti fara út
í þá. Þeir áttu að vera til taks
við síðuna ef skipið skyldi
brotna í briminu. Þegar fyrsti
gúmmíbáturinn var sjósettur
gekk sjór yfir skipið og hreif
hann með sér. Einn hásetanna
kastaði sér um borð í bátinn
meðan hann flaut með síð-
unni. Gekk þá aftur sjór yfir
skipið og hvolfdi bátnum og
maðurinn fór í sjóinn en á
undraverðan hátt tókst skips-
félögum hans að bjarga hon-
um um borð. Maðurinn var
mjög kaldur og fljótlega fór
að draga verulega af honum
og lést hann í höndum félaga
sinna.
Ástandið um borð í Notts
County var skelfilegt þar sem
skipið barðist í fjörunni á Snæ-
fjallaströnd, nokkrum mílum
utan við Æðey. Mennirnir
héldu sig í brúnni og reyndu
að halda á sér hita. Fljótlega
fór að bera á kali. Það drapst á
ljósavélum en eftir margar
Mynd: Útkall í Djúpinu.
Forsíða Morgunblaðsins 6. febrúar 1968.
tilraunir tókst að koma neyð-
arljósavél skipsins í gang. Þá
náðist loftskeytasamband og
fengu skipbrotsmennirnir þau
fyrirmæli frá Sigurði Árnasyni
skipherra á varðskipinu Óðni,
að þeir ættu að halda kyrru
fyrir og ekki reyna landtöku.
Varðskipið kæmi þeim til
bjargar eins fljótt og veður
leyfði.
Bátar flýja
Bolungarvík
Varðskipið Óðinn kom á
Vestfjarðamið laugardaginn
3. febrúar til að sinna hefð-
bundinni gæslu. Skipið lá inni
á Önundarfirði þegar hjálpar-
beiðni barst frá togaranum
Northern Prince, sem staddur
var suðvestur af Rit, en leki
var kominn að skipinu. Þegar
varðskipið var komið inn á
Ísafjarðardjúp var ljóst að
togarinn kæmist hjálparlaust
til hafnar á Ísafirði. Óðinn
lagðist þá í var undir Grænu-
hlíð. Þá voru þar 22 togarar.
Aðfaranótt sunnudagsins versn-
aði veðrið til muna. Ekki var
treystandi á radar Óðins vegna
ísingar og til að forðast árek-
strahættu hélt varðskipið inn í
Jökulfirði.
Sömu nótt voru Bolvíkingar
farnir að óttast um báta sína
við Brjótinn. Hafnarmann-
virki í Bolungarvík voru mjög
bágborin miðað við það sem
er í dag og gengu skipin til
eins og þau væru úti á rúmsjó.
Þegar svo mikið ólag var í
höfninni flúðu menn með skip
sín til Ísafjarðar. Snemma um
morguninn lögðu vélbátarnir
Sólrún ÍS og Hugrún ÍS úr
höfn í Bolungarvík. Aftaka-
veður var á leiðinni en bátarnir
komust heilu og höldnu til
Ísafjarðar og mátti ekki tæpara
standa eins og Hávarður
Olgeirsson og Bjarni Bene-
diktsson greina frá á öðrum
stað hér í blaðinu.
Þessa helgi voru margir
Bolvíkingar á þorrablóti á Ísa-
firði og í Hnífsdal. Meðal
þeirra voru Jón Eggert Sigur-
geirsson skipstjóri á Heiðrúnu
II og Anders Guðmundsson
1. vélstjóri. Heiðrúnin lá við
Brjótinn í Bolungarvík og var
farin að slíta landfestar. Rögn-
valdur Sigurjónsson 2. vél-
stjóri var um borð ásamt
tveimur sonum sínum, Ragn-
ari og Sigurjóni, og einnig
voru um borð Páll Ísleifur Vil-
hjálmsson og Kjartan Halldór
Halldórsson. Ekki var hægt
að láta Heiðrúnina liggja öllu
lengur við Brjótinn þegar
landfestar voru að slitna. Þrátt
fyrir að Rögnvaldur væri með
stýrimannspróf var gamal-
reyndur skipstjóri í Bolung-
arvík, Leifur Jónsson, fenginn
til að stýra bátnum til Ísafjarð-
ar.
Þegar Leifur kom niður á
höfn hafði síðasti spottinn
slitnað og ekkert annað fyrir
Rögnvald að gera en að bjarga
bátnum og halda til Ísafjarðar.
Veðurhæðin var þá orðin gíf-
urleg og sást vart út úr augum
fyrir hríðinni. Þegar Heiðrún-
in var út af Hnífsdal bilaði
radarinn og þótti ekki hættandi
á að sigla inn Skutulsfjörðinn
blint. Ákvað Rögnvaldur að
fara undir Snæfjallaströnd í
var. Jón Eggert skipstjóri var
um borð í Guðmundi Péturs
ÍS í Ísafjarðarhöfn og í stöð-
ugu talstöðvarsambandi en
fljótlega varð sambandið
slitrótt.
Upp úr hádegi kallaði
Ísafjarðarradíó í Óðin og bað
um að fylgst yrði með Heið-
rúnu. Varðskipið reyndi að ná
sambandi við bátinn en það
var slitrótt og þurftu Guð-
mundur Péturs og Ísafjarðar-
radíó að bera skilaboð á milli.
Skömmu seinna bárust þau
skilaboð frá Heiðrúnu að dýpt-
armælirinn væri kominn í lag
og settu skipverjar út ljósbauju
og andæfðu við hana. Um
miðjan dag fréttist það af
Heiðrúnu, að ísing hefði sest
á bátinn en búið væri að berja
það mesta af en erfiðlega
gengi að halda sig við baujuna.
Þegar leið á daginn versnaði
veðrið og varð hvassara og
meira frost. Ísing hlóðst á
Óðin og fór hann inn í Jökul-
firði þar sem varðskipsmenn
börðu ís í fjóra klukkutíma.
Laust fyrir klukkan tíu bar
Guðmundur Péturs skilaboð
til Óðins um að varðskipið
kæmi til Heiðrúnar og stað-
setti bátinn. Töldu skipverjar
að þeir væru undir Bjarnar-
núpi.
Óðinn yfirgefur
Heiðrúnu
Óðinn lagði þá af stað úr
Jökulfjörðum en þegar skipið
kom fyrir Bjarnarnúp var þar
fárviðri og haugasjór. Mikil
ísing settist á skipið á auga-
bragði. Í radarnum sáu varð-
skipsmenn 4-5 skip sem ljóst
var að voru erlendir togarar.
Varðskipið hélt áfram og
stundarfjórðungi fyrir ellefu
sást bátur í radarnum um 1,2
mílur sunnan við Bjarnarnúp
og gat ekki verið nema um
Heiðrúnu að ræða. Sigurður
skipherra reyndi að komast
Þegar varðskipið var komið
á strandstað Notts County var
þar svartahríð og fárviðri og
ekki hægt að bjarga skipverj-
um að svo stöddu. Klukkan
tvö um nóttina ákvað Sigurður
skipherra að yfirgefa strand-
staðinn, þar sem ekkert var
hægt að gera, og halda vestur
fyrir Bjarnarnúp og svipast um
eftir Heiðrúnu. Þeir urðu báts-
ins ekki varir og héldu undir
Grænuhlíð þar sem veður var
orðið mun betra. Þá tókst loks
að hreinsa radarloftnetin al-
mennilega og voru báðir virk-
ir.
Með tvo radara í góðu lagi
hélt Óðinn aftur af stað frá
Grænuhlíð og hélt áfram leit
að Heiðrúnu fram undir morg-
un en án árangurs. Björgunar-
sveitarmenn frá Slysavarna-
félaginu á Ísafirði og Hjálpar-
sveit skáta gengu út með Eyr-
arhlíð og menn frá Hnífsdal á
móti þeim. Leit þeirra bar
engan árangur um nóttina.
Giftusamleg björgun
Veður fór að ganga niður
um morguninn en var þó enn
mjög slæmt. Óðinn var kom-
inn aftur á strandstað Notts
County klukkan átta um morg-
uninn. Þrátt fyrir skárra veður
en geisað hafði daginn áður
og um nóttina var haugasjór
og skyggni lítið. Varðskips-
menn sendu fyrirmæli um
borð að skipbrotsmenn ættu
að halda kyrru fyrir og ekki
reyna að yfirgefa skipið. Undir
hádegi fór veður að lægja og
sigldi varðskipið upp að
strandstaðnum. Vegna ísingar
var ekki hægt að koma stórum
vélknúnum báti sem var á
varðskipinu fyrir borð. Var
því ekkert annað í stöðunni
en að notast við gúmmíbát
með utanborðsmótor til að
komast um borð í Notts
County.
Tveir varðskipsmenn héldu
út í sortann og var þetta mikil
hættuför. Erfiðlega gekk að
hemja bátinn og munaði minn-
stu að honum hvolfdi. Þó að
um stuttan spöl væri að ræða
tók ferðin að togaranum all-
margar mínútur. Skipbrots-
menn hjálpuðu þeim að binda
bátinn og var þegar hafist
handa við að blása upp tvo
gúmmíbáta sem voru með í
för. Skipbrotsmennirnir renndu
sér síðan einn af öðrum á kaðli
niður í bátana. Lík mannsins
sem lést var skilið eftir um
borð.
Þegar allir voru komnir um
borð í gúmmíbátana var haldið
af stað og dró varðskipsbát-
urinn hina bátana á eftir sér.
Bátarnir létu illa í öldugang-
inum og vindhviðunum og
mátti ekki miklu muna að ein-
um þeirra hvolfdi. Kl. 13:35 á
að bátnum kulmegin en það
reyndist erfitt þar sem annar
radarinn virkaði illa og hinn
var alveg óvirkur vegna ísing-
ar.
Rétt áður en Óðinn kom að
Heiðrúnu bárust þau skilaboð
frá Ísafjarðarradíói, að Ross
Cleveland hefði horfið af rat-
sjám og ekkert talstöðvarsam-
band næðist. Óðinn gaf Heið-
rúnu upp staðsetningu og hélt
upp undir Grænuhlíð þar sem
reyna átti að berja ís af radar-
loftnetunum. Það var enginn
hægðarleikur að vera undir
Grænuhlíð við þessar aðstæð-
ur, radarlaus innan um fjölda
skipa sem flest voru líka án
radars vegna ísingar. Það tókst
að mestu að hreinsa loftnetin
og var því lokið um hálftólf.
Bárust varðskipsmönnum þá
aftur váleg tíðindi. Notts
County hafði strandað á Snæ-
fjallaströnd og hélt Óðinn þeg-
ar áleiðis á strandstaðinn. Á
leiðinni töldu skipverjar sig
sjá Heiðrúnu í radarnum og
blindsendu tilkynningu um að
lóna vestur fyrir Bjarnarnúp
því þar virtist vera minna rok.
Síðast þegar varðskipsmenn
urðu varir við bátinn virtist
hann vera á vesturleið 2,7
mílur frá Bjarnarnúp.
Ekkert hægt að
gera á strandstað