Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 22

Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 200822 Mannlífið Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Smáauglýsingar Gefa út DVD-disk um sjóstangveiði á Suðureyri Leiðandi fyrirtæki í gerð sjóstangaveiðibúnaðar, Daiwa og Cormoran eru nú að hefja alheimsdreifingu á DVD- diski um ferð Daiwa team til Suðureyrar sumarið 2007. Veiðihópurinn Daiwa team, samanstendur af þekkt- ustu veiðimönnum Þýskalands og er átrúnaður veiðimanna mikill á þessa veiðimenn eins og gengur og gerist í öðru sporti. Mynddiskurinn er einstakur vegna þess að hópurinn náði á filmu þegar þeir veiddu 175 kg. lúðu út af Súgandafirði, nokkuð sem gerist ekki á hverjum degi. Sala á disknum er nú að hefjast í öllum helstu veiðiverslunum í heiminum þar sem Daiwa og Cormoran selja og sýna vöru tengda sjóstangaveiði. Hjá Hvíldar- kletti efh. á Suðureyri fengust þær upplýsingar að diskurinn sé einstök kynning fyrir fyrirtækið. Þessar föngulegu konur mættu í sína besta skarti á þorrablótið. Dansinn dunaði á þorrablóti 10. bekkjar Nemendur í 10. bekk Grunn- skólans á Ísafirði, foreldrar þeirra og kennarar skemmtu sér hið besta á Þorrablóti sem haldið var á bóndadaginn í skólanum. Blótið er ein af elstu hefðum skólastarfsins og með þeim skemmtilegustu að margra mati, því það má telja það eins konar manndóms- vígslu að hafa upplifað að snæða Þorramat með ættingj- um sínum, hlustað á gaman- vísur um náungann og horft á heimatilbúið skaup áður en flogið er úr öruggum faðmi grunnskólans á vit fullorðins- áranna og átthagablóta. Kenn- arar 10. bekkinga fluttu vísur um krakkana, líkt og til siðs er á Þorrablótum og foreldrar þeirra sýndu leikþátt og sáu til þess að enginn þurfti að skammast sín fyrir að eiga hallærislegri foreldra en næsti maður. Að borðhaldi loknu var slegið upp balli og dansaðir gömlu dansarnir en unga fólk- ið hafði æft gömlu dansana að undanförnu undir leiðsögn Evu Friðþjófsdóttur dans- kennara auk þess sem nokkrir foreldrar þáðu danstíma. At- hygli vakti hve duglegar konur á öllum aldri voru að mæta í þjóðbúningum, en sex stúlkur í 10. bekk voru í upphlutum og fjórar konur af eldri kyn- slóðinni mættu búnar ýmist upphlutum eða peysufötum. – sigridur@bb.is Halldór Halldórsson, bæjarstjóri stjórnaði skemmtuninni. Unga fólkið naut sín í gömlu dönsunum. Alls svöruðu 565. Já sögðu 91 eða 16% Nei sögðu 474 eða 84% Spurning vikunnar Hefur þú fengið flensuna í ár? Til sölu er sjónvarpsstofuskáp- ur. Fæst fyrir 5.000 kr. Kjara- kaup fyrir ágætis skáp. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Uppl. gefa Hrafn eða Rannveig í síma 456 5326. Til sölu er fimm ára gömul, vel með farin þvottavél, mánaðar- gamall ísskápur með þremur frystiskúffum, byssuskápur, tvær haglabyssur, barnarúm og loftpressa með naglabyss- um. Uppl. í síma 869 5636. Grunnvíkingar ath! Þorrablótið verður haldið 9. febrúar. Nánar í götuauglýsingum. Nefndin. Til leigu er 3ja herb. íbúð á eyr- inni. Er laus. Upplýsingar í síma 896 1307. Til sölu er Suzuki Balena árg. 98, ekinn 92 þús. km. Verð ca. 250 þús. Uppl. í síma 897 4283. Til sölu er Hyundai Santa Fe árg. 2003, ekinn 100 þús. km. Verð 1,5 milljónir. Uppl. í síma 865 7223 eða845 7206. Vantar aðstöðu til leigu fyrir fjórhjól. Má vera bílskúr. Uppl. í síma 895 9241. Er með almanak Þroskahjálpar til sölu. Uppl. í síma 456 7434 og 848 6016. Eldri borgarar athugið! Bingó í Safnaðarheimilinu þriðjudaginn 5. febrúar. Tveir tap- leikir hjá KFÍ Körfuknattleiksfélag Ísa- fjarðar tapaði báðum leikjum sínum í keppnisferð suður um helgina. Á föstudag voru KFÍ drengir teknir í bakaríið á Selfossi eftir þrjá sigurleiki í röð og töpuðu fyrir FSu með 37 stiga mun 126-89. Því næst var haldið í Kópavoginn til þess að etja kappi við efsta lið 1. deildar, Breiðablik, með 14 stiga mun 82-68. „Það eru því tveir tapleikir á móti tveimur efstu liðunum þessa helgina“, segir á vef KFÍ þar sem menn eru ekki kampa- kátir með keppnisferðina. Lið- ið var svo í ofanálag veður- teppt í Reykjavík við lítinn fögnuð leikmanna og þjálfara.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.