Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 20084 Samsett mynd af fyrirhuguðu svæði. Lagt til að deiliskipulag vegna Bjarnabúðar verði samþykkt Bæjaryfirvöld í Bolungar- vík stefna að því í aðalskipu- lagsvinnu sem nú stendur yfir að þétta byggð neðan Aðal- strætis þar sem nú er verslun, þjónusta og iðnaður. Þetta kemur fram í svari við athuga- semd sem barst umhverfis- málaráði Bolungarvíkur vegna deiliskipulags fyrir Bjarna- búðarreit rann út. Þar segir að íbúðabyggð ofan Aðalstrætis er hinsvegar með minna nýt- ingarhlutfall. Markmið skipu- lagsbreytingarinnar við Bjarna- búðarreit er að skapa þétta þorpsstemmningu sem fellur vel að þeirri byggð sem fyrir er á svæðinu. Einnig kemur þar fram að tekið var sérstaklega tillit til núverandi húsa á skipulags- svæðinu og lagt til að Bjarna- búð verði friðuð. Þá er tekið sérstaklega fram að mannvirki falli sem best að umhverfinu og heildaryfirbragð bygginga á lóð sé samræmt. Þá lagði umhverfismálaráð til að koma inn á bílastæði Aðalstrætis 3 verði ekki skert og verði því bílastæðum við Aðalstræti fækkað sem því nemur. Að því er fram kemur í fundarbókun umhverfismála- ráðs er lagt er upp með að hús- in á umreiddum deiliskipu- lagsreit verði með risþaki og klædd bárujárni, þá er tekið sérstaklega fram að heildar- yfirbragð bygginga sé sam- ræmt. Umhverfismálaráð leggur til við bæjarstjórn að deili- skipulagið verði samþykkt með breytingu sem nær til fækkunar bílastæða við Aðal- stræti. – thelma@bb.is Skýringamynd sem sýnir svæðið og tengsl þess við umhverfið.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.