Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 40

Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200840 Tekin í norður Noregi síðasta sumar. Án efa fallegasta sólsetur sem að ég hef séð í lífi mínu. Allir hlutir eru gott ljósmyndaefni Anton Eðvarð Kristensen hefur vakið mikla athygli sem ljósmyndari hérlendis. Hann er einungis sextán ára en samt hafa þegar birst myndir eftir hann í nokkrum fjölmiðlum og mynd eftir hann hefur verið valin í ljósmyndabók sem kemur út erlendis. Móðir hans, Sigurlaug Björg Edvarðs- dóttir, og fósturfaðir, Ragnar Sæbjörnsson, eru búsett á Ísa- firði, en Anton býr syðra þar sem hann stundar nám við Iðnskólann í Reykjavík á upp- lýsinga- og fjölmiðlabraut. Pilturinn á ekki mjög langt að sækja ljósmyndahæfi- leikana því Sigurgeir Bjarni Halldórsson langafi hans var þekktur ljósmyndari á Ísafirði. Sigurgeir var sjómaður og einn fyrsti áhugaljósmyndari Ísafjarðar, en óalgengt var að aðrir en atvinnuljósmyndarar tækju eins mikið af myndum og hann á þessum tíma. Líkt og langafinn er Anton ávallt með myndavélina með sér og reynir að ná góðum myndum hvar sem hann er staddur. Hann segir alla hluti vera gott ljósmyndaefni, það þurfi aðeins að sjá þá í réttu ljósi. Bæjarins besta sló á þráðinn til Antons og spjallaði við hann um ljósmyndun. – Sæll Anton. Okkur barst til eyrna hér á Bæjarins besta að þú værir búinn að vekja töluverða athygli á þér sem ljósmyndari. Hvenær fórst þú að stunda ljósmyndun? „Ljósmyndaáhuginn hefur ávallt blundað í mér. Ég keypti mér mína fyrstu myndavél í ágúst í fyrra og áhuginn greip mig samstundis. Eftir það tók ég upp á því að ljósmynda flest allt. Núna er ég að reyna að gera áhugamálið að atvinnu og hef stigið mín fyrstu skref í þeim efnum.“ – Ertu þá fastráðinn ljós- myndari fyrir einhverja aðila eða fyrirtæki? „Nei, ég er ekki fastráðinn en það er oft haft samband við mig og ég beðinn um að mæta í fyrirtæki og tek þá myndir sem það ætlar að nota. Svo er ég beðinn um að ljósmynda ýmsa viðburði.“ – Hvað ertu gamall? „Ég er 16 ára.“ – Sextán ára og strax byrjað að hafa samband við þig til þess að ljósmynda auglýsing- ar. Þykir það ekki nokkuð góður árangur? „Jú, ég held það bara. Ari Magg var 19 ára þegar hann var orðinn atvinnuljósmynd- ari. Það er því markmiðið hjá mér að vera kominn á samning áður en ég verð 19 ára.“ – Hvernig hefur þú vakið athygli á þér sem ljósmyndari? Er það aðallega á veraldar- vefnum? „Þetta er rosalega mikið í gegnum tengsl sem ég vek athygli á mér. Þetta fer mjög mikið eftir því hvaða fólk maður þekkir og hvernig mað- ur hefur samskipti við fólk. En ég hef einnig vakið athygli á mér á netinu og með fólki í kringum mig sem hefur sagt frá mér.“ – Hefur þú tekið þátt í ein- hverjum ljósmyndakeppnum? „Ekki neinum stórum keppn- um nei. En það birtist ein mynd eftir mig í bók sem kem- ur út í New York í apríl á næsta ári. Svo hafa myndir eftir mig birst í Séð og heyrt og Fréttablaðinu.“ – Þegar þú ferð af stað með myndavélina, er þá eitthvað eitt myndefni sem þú einbeitir þér að? „Ég hef mestan áhuga á tísku- og auglýsingaljós- myndun. En sem áhugamál, þá koma ávallt fyrst upp í huga mér landslagsmyndir, andlits- myndir og stúdíómyndir.“ – Sækir þú einhverja við- burði eða ertu oftast fenginn til þess að fara á þá og taka myndir? „Ég er stundum beðinn um að mæta á ljósmyndaviðburði, en ég er að reyna að byggja mér upp ferilmöppu með ljós- myndum mínum og er því duglegur að mæta á ýmsa at- burði og taka myndir. Eftir að Mér leiddist alveg hrikalega mikið heima, skellti upp góðri lýsingu og smellti af. ég hef ljósmyndað þessa at- burði er ég oft beðinn um að lána eða selja myndir af þeim.“ – Ertu algjörlega sjálfmennt- aður eða hefur þú sótt þér einhverja ljósmyndamennt- un? „Ég er algjörlega sjálfmennt- aður í þessu fagi, en ég byrjaði síðasta vor í Iðnskólanum í Reykjavík á upplýsinga- og fjölmiðlafræðibraut, sem er undanfari að ljósmyndun og grafískri hönnun.“ – Reynir þú að ná sem nátt- úrulegustum myndum eða notastu mikið við eftirvinnslu á þeim?

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.