Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 23

Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 23 gera við vél í skipi og þurftu að koma henni í gang. Notað var þrýstiloft til að setja þessar dísilvélar í gang en þarna vildi svo til að það var ekki til á kútum. Þeim var þá sagt að nota súrefni í staðinn. Það er baneitruð blanda að setja súrefni á þrýstingi inn á svona dísilvél enda fór það ekki betur en svo að það varð gríð- armikil sprenging. Þeir voru tveir og brunnu báðir mjög illa. Pabbi lenti á sjúkrahúsi og lá þar mánuðum saman.” Þannig að þetta hefur verið að baki þegar þú komst til vits og ára? „Já, en ég held að það hafi verið mjög erfiðir tímar á heimilinu, fimm börn og fyrir- vinnan í marga mánuði á sjúkrahúsi. Ég hef nú samt aldrei heyrt systkini mín kvarta yfir þessu. Pabbi gat aldrei verið í sól eftir þetta slys því húðin á honum þoldi illa sólina.” Þú ferð síðan í rennismíði og svo í eitthvað meira nám er það ekki? „Jú, ég vann í vélsmiðjunni Þór með pabba og hóf nám í iðnskólanum. Ég kláraði hann nú ekki í fyrstu atrennu. Ég hafði óskaplega lítinn áhuga á náminu, gufaði upp við það og fór á sjóinn. Var á Orranum á línu með Sigga Bjarna og Gísla Skarp. Við vorum í löngum útilegutúrum, á grá- lúðu norður við Kolbeinsey. Þá voru krakkarnir teknir um borð til að beita. Þetta var frekar skrautlegt. Bryggju- Sævar, eins geðgóður og hann nú var, var fenginn til að kenna mér örvhentum unglingnum að beita. Efribæjarpúkinn hafði aldrei séð beitningabala áður og var settur í versta stæðið út við hurð. Þar átti ég að beita fjóra til sex bala á vakt. Þarna voru alvanir beitn- ingastrákar úr neðribænum en í stað þess að naglhreinsa timbur í byggingarvinnu yfir sumarið lét ég plata mig út í þetta. Fyrst í stað náðu vakt- irnar alltaf saman hjá mér. Ég held ég hafi ekki náð að klára skammtinn minn fyrr en í þriðja túr en þá náði ég að beita þá bala sem fyrir mig voru lagðir. Það neituðu allir að kenna þessum örvhenta andskota að beita. Ekkert hægt að tjónka við svoleiðis fólk.” Var þetta góður skóli? „Mjög fínn skóli og það voru skemmtilegir fýrar um borð í Orranum á þessum tíma. Þetta var stór og mikil áhöfn, 15 manns um borð. Ég var sextán ára. Þetta gekk upp hjá mér og var ekki leið- inlegra en svo að ég skráði mig á vetrarvertíð. Svo fór ég að kíkja á togarana og var kominn á Guðbjörgina í fram- haldinu en það var hart barist um plássin á henni. Ég var á Guggunni í nokkur ár.” Þetta hefur aðeins seinkað þér í náminu? „Ég kláraði ekki það sem upp á vantaði í iðnnáminu fyrr en 1989 en þá lauk ég sveins- prófi. Það kveikti í mér neist- ann að læra meira og ég lauk meistaranámi í rennismíði upp úr því. Þá langaði mig til að bæta enn frekar við mig og fór í Tækniskólann sem nú hefur breyst í Háskólann í Reykjavík og lærði þar iðn- rekstrarfræði. Þetta var gríð- arlega gott alhliða nám og hef- ur nýst mér vel í okkar rekstri. Ég útskrifaðist 1994 en það er einmitt árið sem við stofnum 3X.” Vilduð þið vera eigin herr- ar? Var það upphaflega mark- miðið? „Forsagan er eiginlega sú að ég fékk vinnu í Pólstækni sem rennismiður í framleið- sludeildinni. Albert Marzel- íusson var verkstjóri þar. Við kynntumst fyrst í iðnskólan- um og fórum saman í gegnum meistaranámið. Það sýnir nú kannski hvað skilin voru skörp á milli efri- og neðri- bæjarpúkanna að ég hafði al- drei kynnst Adda fyrr en þarna. Maður þekkti alls ekki alla fýrana í neðribænum. Addi réði mig til vinnu í Póls. Reyndar var þetta líka þannig að það voru mjög skörp skil á milli þeirra sem unnu í Þór og þeirra sem voru í Skipasmíða- stöð Marzelíusar. Okkur strák- unum var nánast bannað að fara niður í slipp þegar eitt- hvað vantaði, jafnvel þótt við vissum að það fengist þar. Þetta var bara eins og Hörður og Vestri. Póls tækni fór síðan í gjald- þrot og við tókum þátt í að endurreisa fyrirtækið. Þetta var í kringum 1990. Þá var ég orðinn ákveðinn í að fara í Tækniskólann. Þegar ég síðan kom til baka vorum við Albert búnir að ákveða að okkur langaði til að gera eitthvað saman. Hanna fleiri vélar og prófa hvort við gætum ekki smíðað eitthvað nýtt. Á þeim tíma var mikil þörf fyrir nýsköpun í sjávarútvegi. Við ákváðum að einblína á rækju- iðnaðinn sem var gríðarlega öflugur í Ísafjarðardjúpi. Það voru fimm verksmiðjur starf- andi við Djúpið á þessum tíma. Miklar reglugerðir voru líka að hvolfast yfir þennan iðnað, kvaðir um hreinlæti og heilnæmi framleiðslunnar. Eiginlega má tala um byltingu í greininni. Það var verið að taka upp „kerlingabanana“ svokölluðu. Fólk óttaðist að þeir myndu úthýsa kvenfólk- inu. Tæknin leiddi hins vegar af sér tvöföldun á afköstum í þessum verksmiðjum og það var full þörf fyrir þetta fólk, bara annars staðar í húsunum. Síðan hefur þessi grein náttúr- lega þróast enn frekar. Við einblíndum á þetta og áður en langt um leið vorum við farnir að sinna þjónustu og sölu á tækjabúnaði um allt land því það voru um 25 rækjuverk- smiðjur á Íslandi. Það var mik- il gróska í iðnaðinum, mikil og vaxandi rækjuveiði við landið og kröfur um afkasta- aukningu gríðarlegar. Við byrjuðum á því að leigja húsnæði sem var í eigu Skipasmíðastöðvarinnar og gekk undir nafninu „Hvera- gerði”. Það var víst eini heiti bletturinn þarna niðri í neðsta. Þeir höfðu áður verið með ryð- fría smíði í þessu húsnæði en höfðu ákveðið að hætta þeirri starfsemi. Þeir buðu okkur því húsnæðið. Þetta voru 110 fer- metrar og við Addi byrjuðum þar tveir í maí á því að hreinsa út úr húsnæðinu gömul bílflök og annað drasl. Um haustið kom þriðja x-ið inn í félagið en það var Páll Harðarson sem var þá að flytja til landsins. Okkur var ekki spáð langlífi og framtakið þótti mjög sér- stakt. Mér er sérstaklega minnis- stætt hvað Bragi Magg sagði. Hann lét þau orð falla að við værum snarruglaðir ungir menn. Mig grunar nú að innst inni hafi karlinum þótt vænt um að við værum þarna að reyna eitthvað sjálfir. Þetta fer fljótlega að vaxa í höndunum á ykkur? „Þetta fór fljótlega að snúast ágætlega og við bættum við okkur fleira starfsfólki og feng- um fleiri verkefni og stærri. Árið 1997 sáum við fyrir ákveðna mettun á markaði í rækjuiðnaði hér heima en okk- ur langaði að stækka enn frek- ar á því sviði og fórum að huga að útflutningi. Það end- aði með því að ég settist á skólabekk hjá Útflutningsráði og var þar á námskeiði af og til allan veturinn. Við undir- bjuggum markaðsáætlun fyrir útflutning á vörum félagsins sem síðan hófst árið 1998. Enn og aftur vorum við á réttum stað á réttum tíma því á þess- um árum var að hefjast upp- bygging á rækjuiðnaði í Kan- ada og Íslendingar voru kall- aðir til ráðgjafar af þarlendum aðilum. Við fylgdum í raun íslenskum rækjuframleiðend- um til Kanada og nutum góðs af því að við höfðum skilað góðu verki hér heima. Það fór svo að við náðum um 80 prós- ent markaðshlutdeild í Kan- ada. Árið 2000 veiktist krónan og á þeim tíma náðum við að tvöfalda veltu félagsins. Okk- ur hefur í raun alltaf gengið vel þegar krónan er veik. Hún var það 1994 þegar við vorum að byrja. Þá hafði ákveðin stöðnun ríkt hérna heima en rækjuiðnaðurinn naut góðs af veikri krónu og við þar með.” Hvernig er ástandið núna? „Það eru náttúrlega miklir óvissutímar og enginn veit hvað við fáum fyrir gjaldeyr- inn þegar við komum með hann inn í landið. Það er hreint út sagt súrrealískt að upplifa þetta. Við höfum notið góðs af veikingunni framan af ári. Að sjálfsögðu hækkar þetta greiðslubyrði lána hjá okkur eins og öðrum. En félagið er ekki mjög skuldsett þannig að við stöndum mjög vel að vígi. Og pantanastaða félags- ins er gríðarlega góð um þess- ar mundir. Við höfum sjaldan haft jafn góða stöðu.” Hvað hefur félagið vaxið mikið frá 1994? „Úr þremur starfsmönnum í 50. Í upphafi var hálft starf á skrifstofu, ég vann það hálfa starf og svo á gólfinu. Fljót- lega var ég kominn alveg inn á skrifstofuna, í teiknivinnu og sölu en þeir voru að „vinna“. Ég sá um hitt, sko. Það hefur alla tíð verið mjög skýr verka- skipting hjá okkur. Eftir því sem félagið hefur vaxið höf- um við tekist á við nýja verka- skiptingu. Við höfum þurft að taka inn menn til að leggja okkur lið eftir því sem verk- efnum hefur fjölgað. Félagið hefur bætt við sig húsnæði, farið úr 110 fermetrum í 2,500 fermetra.” Nú stöndum við upp í fund- arherbergi 3X í Reykjavík sem er í húsinu sem eitt sinn hýsti hinn fræga glaumbar Hollywood og skoðum ljós- myndir af starfsemi félagsins og athafnasvæði þess við Sundahöfn á Ísafirði. Ein myndin er af Jóa og Adda með rakarasyninum frá Ísa- firði sem varð forseti, Ólafi Ragnari Grímssyni, og sýnir þann viðburð þegar þeir tóku við Útflutningsverðlaunum forseta Íslands 2006 „Ólafur Ragnar sagði að við mættum grobba okkur af þessu í fimm ár þannig að við eigum þrjú ár eftir,“ segir Jóhann. Þá er mynd frá bás 3X á Sjávarútvegssýningunni í Brussel sem Jóhann segir vera stærstu sölusýningu heims á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg og skipti hún gríðarmiklu máli í markaðssetningu fyrirtæk- isins. Og önnur er frá renniverk- stæði fyrirtækisins. „Við erum með fullkomnasta renniverk- stæði landsins og höfum yfir að ráða tækjabúnaði fyrir 100 milljónir. Við höfum lagt mjög mikið upp úr því að vera

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.