Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200814 „Sjálfsagt að skoða launamál stjórnarmanna og stjórnenda LV“ Stjórnir helstu lífeyrissjóða á Íslandi áforma launalækk- anir hjá æðstu stjórnendum og stjórnarmönnum sjóðanna. Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið 10% lækkun launa hjá stjórnarmönnum sjóðsins og æðstu stjórnendum frá næstu áramótum. Pétur Sig- urðsson, stjórnarformaður Líf- eyrissjóðs Vestfirðinga, segir sjálfsagt að skoða launamál stjórnarmanna og stjórnenda á stjórnarfundi öðru hvoru megin við áramótin. „Ákvörð- unin yrði þá væntanlega tekin þegar staða sjóðsins er ljós en dregist hefur að fá upplýsingar um okkar sjóði sem brunnu inni í gömlu bönkunum,“ seg- ir Pétur. Bæjarins besta hefur greint frá því að uppgjör líf- eyrissjóða eigi að liggja fyrir í janúar n.k. að sögn Guðrúnar K. Guðmannsdóttur, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Morgunblaðið segir frá því að forstjórar stærstu lífeyris- sjóða landsins hafa verið með 20-30 milljónir króna í árs- laun. Hæstu launin fékk Þor- geir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, tæpar 30 milljónir króna, eða um 2,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Gildis, Árni Guðmundsson, var með 21,5 milljónir króna en 10% lækkun á því nemur rúmum 2 milljónum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa laun stjórnenda ekki verið tengd við árangur sjóðanna en raunávöxtun þeirra á síðasta ári var misgóð. Hún var neikvæð um 0,8% hjá stærsta sjóðnum, LSR, og frá 0% til 2,4% hjá fjórum stærstu sjóðum þar á eftir. – birgir@bb.is Lífeyrissjóður Vestfirðinga er til húsa í Neista á Ísafirði. Sakfelldur fyrir fíkni- efnabrot og fleira Karlmaður var sakfelldur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á dögunum fyrir fíkniefna- brot og brot gegn tolla- og lyfjalögum. Manninum var gert að sök að hafa haft í vörslum sínum 101,67 gr. af hassi og 1,96 grömm af tóbaksblönduðu hassi sem lögregla fann og lagði hald á við leit á heimili hans á Ísafirði í febrúar. Einnig braut hann tolla- og lyfsölulög með því að hafa haft í vörslum sínum 29 metandrostenolon/metan- dienon töflur og 15 Deca- Durabolin töflur sem ákærði vissi eða mátti vita að hefðu verið ólöglega innfluttar. Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi en refsing- in var skilorðsbundin til tveggja ára. Þá skal hann greiða 63.074 krónur í sak- arkostnað og sæta upptöku á fíkniefninu og töflunum. – thelma@bb.is „Vestfirðir hafa verið að taka út kreppuna á síðustu ár- um þar sem við höfum horft á eftir fólki flytjast frá svæð- inu,“ segir Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vest- fjörðum í samtali við Frétta- blaðið. Atvinnuleysi á Íslandi mælist nú lægst á Vestfjörð- um. Guðrún Stella segir skýr- inga meðal annars að leita í að þenslan hafi ekki náð til Vest- fjarða. Uppgangur í banka- og byggingastarfsemi hafi ekki náð vestur og þá hafi Vestfirðingar ekki staðið í neinum stóriðjuframkvæmd- um. Enn sem komið er séu sjávarútvegur og landbúnaður fyrirferðarmestu atvinnu- greinarnar auk þess sem hlutur ferðaþjónustu fari stækkandi. Guðrún Stella segir að áður fyrr hafi fólk, sem misst hafi vinnuna, flutt í burtu í stað þess að skrá sig atvinnulaust. „Vegna þess að það hafði að öðru að hverfa en það hefur hins vegar breyst,“ segir Guð- rún Stella. Hún segist finna fyrir því að fólk sæki nú aftur vestur. „Ég held að þetta sé meira fólk sem er héðan, hefur búið annars staðar um árabil og er að koma aftur vestur. Það er þessi nánd sem fólk sækist í og svo er að sumu leyti ódýrara að lifa hér fyrir vestan. Kannski er fólk líka að sækja í að komast nær ætt- ingjum sínum,“ segir Guðrún Stella. Hún gerir þó ráð fyrir að atvinnuleysi á Vestfjörðum fari vaxandi á næstunni. „Við höfum aðeins verið að finna þess merki en enn sem komið er hafa ekki verið nein stór- áföll,“ segir hún og bætir við að mörg fyrirtæki hafi þegar brugðist við með aðgerðum, til dæmis með því að draga úr yfirvinnu. – thelma@bb.is Brottfluttir flytja aftur heim Vinnumálastofnun á Vestfjörðum er til húsa í Vestra-húsinu. Vindstyrkur hefur for- spárgildi fyrir snjóflóð Hætta á snjóflóðum skapast oftast í tengslum við aftaka- veður að vetrarlagi með mik- illi snjókomu og skafrenningi. Krapaflóð falla einkum þegar hlánar og rignir snögglega niður í snjó, og aurskriður í kjölfar stórrigninga og örrar leysingar. Veðurfar er þannig einn mikilvægasti þátturinn sem segir til um ofanflóða- hættu eins og fram kemur í grein á vef Veðurstofunnar. Stærstu snjóflóðahrinur verða oft samfara N og NA áhlaup- um. Þessar vindáttir eru algeng- ar í illviðrum að vetrarlagi á norðanverðu landinu. Þó að iðulega sé mikil úrkoma í aðdraganda snjó- flóðahrina hefur það ekki mik- ið forspárgildi um hvort snjó- flóð muni falla þar sem úr- komukaflar eru líka tíðir aðra vetrardaga. Að því leyti hefur vindstyrkurinn meira forspár- gildi en gjarnan er mjög hvasst einhvern daganna fyrir flóðin. Úrkoman virðist hins vegar hafa áhrif á það hversu stór flóðin verða. Snjóflóð á Vestfjörðum eru algengari en á Austfjörðum. Mestu munar að hiti er hærri á Austfjörðum á vetrum og þar eru vetur einnig heldur styttri en á Vestfjörðum. Einnig eru vonskuveður af norðaustri sjaldgæfari á Austfjörðum. Frá því að snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð. Úr myndasafni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.