Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 41

Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 41 „Mér finnst skemmtilegast að vera einn úti í náttúrunni með myndavélina og ljós- mynda náttúruna. Mér þykir samt gaman að leika mér með lýsingu og ljósabúnað. T.d. eru tónleikar besta myndefnið þegar kemur að lýsingu. Það kemur samt upp á einstaka sinnum að ég þurfi að gera litaleiðréttingu á myndum í Photoshop í tölvunni og skerpa myndirnar í því forriti. Ég er samt ekki mikið að skeyta saman myndum í tölvunni, ekki nema ég sé beðinn sér- staklega um það. Ég hef gert það í örfá skipti að taka bak- grunna í burtu af myndum og setja annan bakgrunn.“ – Er þetta tímafrekt áhuga- mál? „Já, rosalega tímafrekt og mjög mikil peningaeyðsla.“ – Stefnir þú á einhverja frek- ari menntun í ljósmyndun? „Já, mjög líklega, eða þá að ég verð mjög heppinn og kemst á fastan samning hjá einhverju auglýsingafyrirtæki og næ þá að starfa eitthvað við ljósmyndun á Íslandi. Og svo kemst maður kannski til útlanda og starfar þar.“ – Hvaða eiginleika þarf góð- ur ljósmyndari að hafa? „Góður ljósmyndari þarf aðallega að horfa á hluti með öðrum augum en flest fólk gerir og sjá öll sjónarhorn á hlutum sem maður horfir á. Allir hlutir eru gott ljós- myndaefni og ef þú ætlar að taka góða mynd, þá þarft þú að sjá hlutina í öðru ljósi.“ – En myndir þú nálgast fréttaljósmyndun á annan máta? „Þegar maður kemur á vettvang í fréttaljósmyndun, þá verður maður að vera rosa- lega snöggur að hugsa og finna myndefnið. Ef maður kemur að bílslysi, þá þarf maður að vinna hratt og hefur knappan tíma til þess að mynda slysið.“ – Ertu eitthvað búinn að reyna að ná góðum fréttaljós- myndum? „Ég hef sótt borgarafundina sem haldnir hafa verið síðasta misserið og tekið myndir af þeim, en það er voðalega sjaldan sem ég mæti ekki ljós- myndara frá Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu á þessum viðburðum.“ – birgir@bb.is Sigurrós í Höllinni 23.11.2008 bestu tónleikar sem að ég hef farið á, ekki skemmdi fyrir að ég fékk að ljósmynda þarna fyrir þá drengi og er hægt að sjá myndir frá þessu inn á minni heimasíðu og heimasíðu Sigurrósar. Minnimalismi hafsins. Þessi var tekinn þegar að ég var í heimsókn hjá pabba mínum í Noregi og við skelltum okkur í smá ljósmyndatúr. Myndin er tekin í hvalfirði við gömlu hvalstöðina, föt frá Moods of Norway og íslenskt landslag klikka ekki.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.