Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 34
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 200834
Glitrandi snauð jól
Á morgun rynni aðfangadagur
upp. Svo myndu jólin hellast
yfir. Allt sem til stóð um síð-
ustu jól var víðs fjarri. Árið
hafði verið undarlegt. Það sem
átti að verða hið bezta í lífi
hans hafði meira og minna
runnið út í sandinn og ein-
hvern veginn gufuðu áformin
upp. Vinir sem hann hafði ætl-
að að hitta á liðnu ári höfðu
gleymzt og þeir að sjálfsögðu
gleymt honum. Vináttu þurfti
að rækta.
Jólin höfðu alltaf verið
Magnúsi ráðgáta. Eiginleg til-
hlökkun lifði ekki lengur en
samt voru þau fastur partur af
tilverunni, en án þeirra gat
hann ekki verið. Nema núna.
Ekkert skipti máli. Allt sem
hafði litið svo vel út um síð-
ustu áramót var horfið. Framan
af hafði allt gengið upp. Hann
hafði mannað sig upp og breytt
til. Eftir að sambýliskonan
hafði gefizt upp með þeim
orðum að aldrei yrði hann full-
orðinn hafði hann dottið
hraustlega í það og misst úr
nokkra daga í vinnu. Þegar
hann mætti aftur á skrifstofuna
vissi hann að það var nóg
komið af verunni þar. Eftir að
hafa unnið hjá fyrirtæki sem
hét Litli verktakinn og ann-
aðist ýmiss konar viðhald var
endapunkti náð. Hann var sá
Audi-jeppanum með aðstoð
Glitfars fjármögnunarfyrir-
tækis spurði Sigrún hvort hann
væri með öllum mjalla. Þá,
fyrir nærri átta mánuðum, voru
þreytumerkin í sambandinu
augljós. Hún vildi ekki taka
neina áhættu. Auðvitað átti að
njóta lífsins, og hvaða máli
skipti það að eiga einn jeppa
og borga 100 þúsund kall á
mánuði fyrir stöðutáknið, sem
alltaf mátti skila aftur? Það var
ekki eins og hann væri að taka
neina áhættu. Hún sætti sig við
að keyra um á gömlum Skoda
Fabia. Reyndar bara þriggja
ára, en Skoda, var það ekki
fulllangt gengið? Enginn mað-
ur með mönnum léti sjá sig á
slíkum bíl. Hann vildi líka að
þau færu í almennilega sigl-
ingu um Karíbahafið, en hún
sagðist ekki hafa efni á því og
hann átti reyndar ekki hand-
bært fé, en það var alls staðar
hægt að fá lánað. Sigrún átti
reyndar peninga í banka. Það
vissi hann af því að þó hún
vildi ekki að hann skipti sér of
mikið af fjármálum hennar
hafði hún beðið hann að líta
yfir skattframtalið sitt og þá
sást að hún átti svolítið af pen-
ingum, en vildi ekki eyða
þeim. Þau rifust um jeppann.
Sigrún vildi ekki keyra hann
og sjaldan koma með honum í
Sigrún hafði gefizt upp fljót-
lega eftir að hann byrjaði að
vinna hjá bankanum. Hann
hafði getað valið úr bönkum
og valdi Glitljós, sem hafði
verið í uppsveiflu, frekar en
Þjóðbankann eða Þingkaup.
Reyndar fannst honum strax
eftir að hann byrjaði í grein-
ingardeildinni að þau væru
eitthvað undarleg vinnubrögð-
in og tölum væri hagrætt að
vilja yfirmanna. Kannski ekki
beinlínis ósannindi, en hag-
ræðing staðreynda og talna.
Honum hafði boðizt að vinna
hjá Landssparisjóðnum, en
launin voru lægri og ekki eins
fínt að vinna þar. Um það
höfðu þeir félagarnir verið
sammála.
Um leið og hann hóf störf í
Glitljósi sogaðist hann inn í
hringiðu heims sem var miklu
meira spennandi en vinna fyrir
gamaldags verktaka úti í bæ.
Þeir voru örlítið eldri en hann
en ótrúlega forpokaðir. Bjartur
var smiður og hafði verið ein-
yrki þegar leiðir þeirra Páls
lágu aftur saman eftir að sá
síðarnefndi hafði þvælzt um
heiminn og tekið að sér alls
kyns verkefni þegar hann gerði
hlé á heimsreisunni. Þeir virt-
ust oft ósammála en náðu alltaf
saman um það að reka fyrir-
tækið með lítilli skuldsetningu.
svona rétt til að slaka á eftir
langan vinnudag. Mikið var
um að vera og tvisvar hafði
hann lent í vinnuferðum til
London og Osló. Það var
magnað fjör, flogið á Saga
Class með Icelandair, bílar
biðu þegar út var komið, beztu
hótelin og fínir kvöldverðir.
Stundum hugsaði hann hversu
miklu skemmtilegra þetta væri
en að húka hjá Litla verktakan-
um, þar sem allt var í föstu fari
og frekar hefðbundið, fyrir
utan Jónu. Þau höfðu hitzt ein-
hvern tíma á barnum og farið
heim til hennar. Þá var hún
reyndar ekkert sérstök í rúm-
inu, en strákunum hafði fund-
izt hún flott og hrósuðu honum
fyrir að hafa náð henni. Sigrún
hafði spurt hann hvar hann
hefði verið um nóttina og hann
laug því til að hann hefði
sofnað fram á skrifborðið.
Augu hennar sögðu honum að
því væri ekki trúað. Á þessum
tíma bjuggu þau saman í íbúð-
inni hennar. Meiningin var að
reyna aftur. Hún sagði hreint
út, að ef hann kærði sig ekki
um að vera heima á næturnar
gæti hann bara haldið sig við
þessa nýju konu. „Þú þekkir
hana Jónu víst bara nokkuð
vel, er það ekki?“
Sigrún spurði hann hreint út
hvort hann hefði verið hjá
hóteli borgarinnar. Hann hafði
ekki efni á því til lengdar.
Fjandinn sjálfur, sjaldan hafði
líðanin verið eins vond og nú.
Dagurinn leið hægt, en um
kvöldið fóru þeir saman út
strákarnir og þegar þeir höfðu
drukkið nokkuð stíft barst talið
að Jónu og hvar hún væri.
Honum vafðist tunga um tönn
og vildi lítið um hana tala. Svo
mundi hann að enn var bíllinn
við stöðumæli og hann yrði að
sækja á morgun. Margt var
skrafað og hann var utangátta í
umræðunni, hugsaði um Jónu.
Hvern fjandann var hún að
gera? Auðvitað elskaði hann
hana ekki, en hún hafði gengið
á eftir honum með grasið í
skónum um lengri tíma. En
svo var þessi uppákoma í gær
og ekki hafði heyrzt frá henni
hósti eða stuna síðan þau
eyddu nóttinni saman, enda-
punktinum á sambandi þeirra
Sigrúnar. Það var ekki til-
hlökkunarefni að fara heim á
hótel Norðurljós í kvöld. Finna
varð aðra lausn á þessu
búsetumáli.
Þegar loks kom heim á hótel
beið Jóna þar og vildi tala, en
hann sagðist ekkert hafa að
segja og á ekkert að hlusta.
Hún bað um að fá að koma
með inn á herbergi. „Hvernig
vissir þú að mig var hér að
eini sem hafði lært í háskóla.
Litli verktakinn var reyndar
ekki lítið fyrirtæki. Þar störf-
uðu milli 35 og 50 manns.
Hann var framkvæmdastjóri
og bar ábyrgð á fjármálum fyr-
irtækisins. Eigendurnir Páll og
Bjartur voru hörkuduglegir, en
þeim samdi ekki alltaf og hon-
um ekki alltaf við þá. Þeir
vildu ekki kaupa ný tæki á
kaupleigu heldur eiga fyrir því
sem keypt yrði. Skrifstofu-
stúlkurnar voru svo sem ágæt-
ar. Jóna var mjög falleg og var
alltaf að gera hosur sínar
grænar fyrir honum, en Elín
var mun hæverskari og menn
tóku varla eftir henni. Hún var
hins vegar hörkudugleg og
alltaf til í að vinna eftirvinnu
en sagði aldrei neitt af viti,
fannst honum.
Eftir nokkra daga í vinnunni
spurðist út að Sigrún sambýlis-
kona hans væri farin frá hon-
um. Jóna var stöðugt að bjóða
honum í mat eða með sér á
barinn eftir vinnu. Óljóst hug-
boð réð því að hann þáði
sjaldnast boð hennar. Hvernig
í fjandanum stóð á því að
hann, vel menntaður maður,
gat aldrei haldið í konur? Sig-
rún hafði sagt nokkrum
sinnum að honum væri bara
annt um peninga og hugsaði
ekki um annað. Hún vildi að
þau eignuðust börn og myndu
giftast. Því tali eyddi hann,
enda lá 36 ára gömlum manni
ekkert á. Sigrún var tveimur
árum yngri og hafði lært lög-
fræði og sætti sig við að vinna
á opinberri skrifstofu. Svo ein-
kennilegt sem það var gat hann
ekki munað hvar. Hann átti
marga vini og þeir þurftu að
fara í keilu og á fótboltaleiki
og kepptust um það hver ætti
flottasta bílinn. Eftir kaupin á
þessum stórglæsilega bíl. Hins
vegar dáðist Jóna mjög að
jeppanum og bað hann oft að
skutla sér, ýmist heim eftir
vinnu eða til að hitta vinkonur
sínar. Hún hrósaði honum fyrir
að eiga svona flottan bíl. Ein-
hvern tíma barst bílinn í tal á
kaffistofunni. Allir smiðirnir
voru mjög uppnæmir yfir bíln-
um. Strákarnir dáðust að hon-
um en fremst fór Jóna, sem átti
ekki til orð yfir þessum glæsi-
lega bíl, sem var svartur með
skyggðum rúðum og rann létti-
lega um göturnar. Elín sagði
ekki neitt lengi vel, en spurði
svo hvort það væri Glitfar eða
Lýsingur sem ætti bílinn.
Botninn datt úr kaffitímanum
og hann varð vandræðalegur
yfir þessu.
Upp úr því fór hann að velta
því fyrir sér hvort ekki væri
rétt að skipta um vinnustað og
fara í einhvern bankann. Ekki
vantaði að þar voru greidd al-
mennileg laun. Þeir vildu við-
skiptafræðinga sem væru til í
að vinna lengi. Þá gætu þau
Sigrún ekki varið saman tíma.
Hún var oftast í góðu skapi og
skemmtileg, þótt henni fyndist
hann vera heldur mikill glanni
í fjármálum. Hann sá það
núna, að Sigrún hafði verið
ótrúlega þolinmóð gagnvart
honum meðan allt hans líf
snerist um að geta tekið þátt í
öllu með félögunum, verið í
keilu og farið á fótbolta-,
handbolta- og körfuboltaleiki,
alltaf með vinum sínum. Hvar
voru þeir nú? Hann hafði ekki
heyrt í þeim lengi, ekki einu
sinni Jóni vini sínum, sem
vann hjá nýja Glitljós-bankan-
um. Sjálfsagt var nóg að gera á
pappírstætaranum þessa dag-
ana eins og hjá öllum sem enn
héldu vinnunni hjá bönkunum.
Hann hafði sagt þeim það
margsinnis að þeir gætu stækk-
að fyrirtækið mikið ef þeir
tækju lán og fjárfestu í nýrri
tækjum og færu út í það að
smíða sumarbústaði. Eftir-
spurnin hafði verið ótæmandi
eftir bústöðum í nokkur ár.
Þeir höfðu ekki viljað það.
Hann hugsaði með sér að þeir
væru hugleysingjar og þyrðu
ekki að takast á við áskoranir.
Síðar átti hann eftir að komast
að því hversu rangt hann hafði
fyrir sér um þá félaga. Þeir
höfðu á endanum reynzt hon-
um skynugri, en það var meira
en hálft ár frá því að hann
hætti og fjörið var svo sannar-
lega fyrir hendi í bankanum.
Vinnufélagarnir voru flestir
yngri með þriggja ára nám í
viðskiptafræði. Hann var með
sitt gamaldags cand. oecon.
próf úr Háskólanum á Mel-
unum. Þeir komu úr nýju skól-
unum, Bifröst eða HR eða frá
útlöndum. Hagfræðina höfðu
þeir á hreinu. Stundum var
hann utanveltu þegar rætt var
um allar leiðirnar til að græða
peninga á því að færa þá milli
fyrirtækja, en svo tókst honum
að græða á því að leggja í
púkkið með þeim í einkahluta-
félaginu Gímaldi, sem átti að
kaupa hlutabréf í Glitljósi til
að hagnast á því að selja þau
aftur. Hver um sig lagði í
félagið einhverjar milljónir,
sem Glitljós lánaði þeim með
glöðu geði. Þegar hann reyndi
að fá Pál og Bjart til að taka
þátt í púkkinu voru þeir báðir á
einu máli og höfðu engan
áhuga. Viltu ekki koma til
okkar aftur? Það vildi hann
ekki enda fjörið miklu meira í
bankanum. Um þetta leyti var
hann farinn að sækja barina
með strákunum eftir vinnu,
henni um nóttina og hann
svaraði hreinskilnislega eftir
hik að svo hefði verið, og var
mjög vandræðalegur þegar
hann tíndi saman dótið sitt.
„Þú manst svo eftir því að
flytja lögheimilið þitt.“ Þá
vissi hann að samskiptum
þeirra væri lokið og fann fyrir
söknuði. Sigrún var alveg
ágæt, dugleg og sá um heim-
ilið eftir vinnu, þvoði meira að
segja af honum. Bölvaður asni
hafði hann verið. En hvert átti
hann að fara? Það kom honum
mest á óvart hvað sporin út
voru þung og hve lítið hann
átti af öðru en fötum. Allt
komst í jeppann. Kannski var
þetta bara bezt. Eftir mikla
umhugsun fór hann á hótel. Í
fyrsta skipti í langan tíma var
hann einn og félagarnir hvergi
nærri. Hann fór á hótelbarinn
og sat þar einn þegar hann sá
Jónu koma inn með eldri
manni, sem hann þekkti ekki
en fannst hann hafa séð áður.
Jóna leit ekki á hann en
gekk beint framhjá barnum í
hrókasamræðum við manninn.
Hver var maðurinn? Þau sett-
ust við borð inni í matsalnum
og honum fannst hún gefa sig
fullmikið að manninum. Þau
sem höfðu sofið saman nóttina
áður. Hann skellti í sig tvöföld-
um gin og tónik og velti því
fyrir sér hvað hann ætti að
gera. Strákarnir væru ábyggi-
lega farnir heim. Eftir einn í
viðbót sá hann hvar Jóna stóð
upp og gekk fram í áttina að
honum. Þegar hún fór framhjá
sagði hún hæ. „Ég tala við þig
seinna, hef ekki tíma núna.“
Hvað gekk eiginlega á? hugs-
aði hann og spurði: „Hvaða
maður er þetta?“ og fékk sama
svarið að þau skyldu tala sam-
an seinna. Hann skildi hvorki
saman, hugsaði hann. Eða
hvað? Þegar hann var að ganga
upp að hótelinu sá hann hvar
Jóna og maðurinn voru að
koma út. Þá áttaði hann sig á
því að þetta var einhver úr
viðskiptalífinu, einhver úr
einkaþotuliðinu. Og þó hann
myndi ekki alveg hver hann
var, þá mundi hann eftir að
hafa séð myndir í blaðinu Satt
og logið sem var óhemju vin-
sælt og sagði frá fína liðinu
svona rétt til að gleðja alþýð-
una, sem ekki gat leyft sér
snekkjuferðir og einkaþotu-
flug. Úti fyrir beið svartur
BMW af 700-gerðinni með
einkabílstjóra. Þau fóru inn í
bílinn og létu vel hvort að
öðru. Hann reyndi að horfa
ekki, en sá út undan sér að
Jóna leit í áttina að honum
með óræðum svip.
Hann ætlaði aldrei að geta
sofnað á hótelherberginu og
var alltaf að hugsa um þessar
tvær konur, Jónu og Sigrúnu.
Sú fyrri mjög óræð og greini-
lega ekki öll þar sem hún var
séð en Sigrún þessi jarðbundna
og alltaf traust. Loks sofnaði
hann undir morgun og svaf
yfir sig og varð heldur seinn í
vinnuna. Strákarnir hlógu
þegar hann gekk inn í skrif-
stofuna. Hann var ekki í skapi
til að taka þátt í glensi dagsins,
illa sofinn, örlítið þunnur og
enn að hugsa um atburði gær-
kvöldsins. Þegar hann ætlaði
til vinnu um morguninn rifj-
aðist óþægilega upp fyrir hon-
um að hann hafði rokið út í
bílinn drukkinn kvöldinu áður
og skilið hann eftir einhvers
staðar við Suðurlandsbrautina.
Orðinn of seinn tók hann
leigubíl og á leiðinni velti hann
fyrir sér hversu lengi hann
ætlaði að gista á einu dýrasta
finna?“ spurði hann, og hún
svaraði því til að hún ætti vini
á hótelinu sem hefðu sagt sér
hvar hann byggi. „Hvað varstu
að gera í gærkvöldi?“
Það varð löng og vandræða-
leg þögn. „Hver er þessi mað-
ur?“ „Vinur minn“ var svarið.
„Við skulum ekki ræða hann.
Hann skiptir ekki máli.“ Og
svo hjúfraði hún sig upp að
honum. Hlýjan af henni varð
til þess að varnirnar hurfu og
án orða fóru þau í rúmið og
elskuðust af mikilli ástríðu.
Löngu seinna varð honum
hugsað til þess hvað hann
hefði eiginlega verið að hugsa.
Það gat ekki hafa verið neitt
nema einmanaleiki og örvænt-
ing sem réðu gerðum hans
þetta kvöld, og reyndar þetta
sumar, sem var mjög undarlegt
í minningunni. En nóttin var
heit og enn varð honum
óþægilega heitt í hamsi þegar
ástarbríminn og ofsinn sem
gagntók þau bæði rifjaðist upp.
Þau höfðu verið komin að
einhverjum mörkum og kann-
ski hafði hann stigið yfir þau,
en hún átti eitthvað eftir. Hann
fékk skýringuna síðar og
gladdist ekki. Næstu dagarnir
voru frekar erfiðir. Norðurljós
var ekki ódýrasta hótelið og
sízt á háferðamannatímanum,
en allt í einu uppgötvaði hann
að sannir vinir voru fáir.
Keilufélagarnir ypptu öxlum
yfir vandræðum hans. Eitthvað
var krónan farin að gefa eftir,
en Glitljós virtist í góðum mál-
um. Ef fram færi sem horfði
myndi Gímald ehf. græða vel á
því að kaupa þar hlutabréf svo
það gerði lítið til þótt hótelið
væri dýrt. Hann yrði ríkur
fljótlega. Meira að segja for-
stöðumenn bankans tóku þátt í
þessum leik að kaupa hlutabréf
upp né niður í því hvað var á
seyði og ætlaði að taka í hand-
legg Jónu, en hún vék sér und-
an og sagði: „Ekki núna. Töl-
um saman á morgun.“
Honum varð talsvert um og
vissi ekki hvað hann ætti til
bragðs að taka og sagðist vera
að flýta sér heim og rauk fram
í anddyri og út. Áður en hann
vissi af var hann kominn undir
stýri á Audi-jeppanum og
lagður af stað heim til Sigrún-
ar, án þess að hugsa um að
hann væri drukkinn. Hann sá
lögreglubíl framundan, sem
setti allt í einu blá ljós á og
sírenur í gang, og hugsaði með
sér hvern fjandann hann ætti til
bragðs að taka, en sem betur
fer ók lögreglubíllinn á mikl-
um hraða framhjá. Honum var
svo brugðið að hann lagði
bílnum við stöðumæli, rauk út
úr honum og gekk heim á hótel
Norðurljós. Það var talsverður
spölur og honum varð rórra
við gönguferðina og velti því
fyrir sér hvers vegna hann
hafði rokið út. Í sjálfu sér kom
honum Jóna ekki við. Þau
höfðu sofið saman í nótt en
ekki rætt um neitt. Hann átti
svo sem engan rétt til hennar,
en fannst hann samt niður-
lægður með því að hún vildi
ekki tala við hann. Fólk sem
sefur saman talar fjandakornið