Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 20086 Hin sanna gjöf Ritstjórnargrein Keypti áfengi sem handhafi forsetavalds Á þessum degi fyrir 20 árum Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is · Birgir Olgeirsson, símar 456 4560 og 867 7802, birgir@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X ,,Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. Því að hvað eru eigur þínar annað en hlutir, sem þú geymir og gætir af ótta við að þarfnast þeirra á morg- un?“ Í okkar annars ágæta landi hefur ætíð verið til staðar fólk sem kviðið hefur fyrir jólunum. Næsta víst er að nú er sá hópur stærri en áður. Ekki að undra þá horft er til þess ástands sem nú ríkir. Og nú gerir kvíðinn vart við sig af fleiri orsökum en áður og með áhrifameiri hætti. Þúsundir fyrirvinna heimila horfast í augu við atvinnuleysi. Allri þeirri djúpstæðu óvissu er því fylgir verður ekki með orðum lýst. Það skynja þeir einir sem á brennur. ,,Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér.“ Á þessum jólum er meiri ástæða en fyrr að huga að umfangi og verðgildi gjafa. Fátt er svo smátt að ekki færi gleði þar sem tómið eitt er fyrir. ,,Er ekki óttinn við þorsta, þegar brunnur þinn er fullur, sá þorsti, sem ekkert fær svalað?“ Allra tíma áreitin og þörf spurning! ,,Jörðin gefur ykkur ávöxt sinn, og ykkur mun ekkert skorta, ef þið kunnið að taka á móti gjöfum hennar. – Með því að deila rétt gjöfum jarðarinnar, fáið þið auð og allsnægtir. – En ef þið deilið ekki af kærleika og réttsýni, verða sumir ágjarnir og aðrir svangir.“ Kemur þetta ekki eitthvað kunnuglega fyrir sjónir? ,,Þó allt sé dimmt og dapurt og daufleg vetrarsól þá bera oss ætíð blessun og birtu hin helgu jól.“ Vetrarsólstöður eru á næsta leyti; daginn tekur að lengja. Tímamót fyrir okkur, sem fáum ekki notið vetrarsólarinnar á þessum árstíma. Vestfirsku fjöllin koma þó ekki í veg fyrir að við fáum notið birtu hinna helgu jóla til jafns við aðra. Það er mikil blessun. Jólahelgina verður að varðveita. Með henni lifir vonin um framtíðina, kynslóðirnar sem á eftir koma. Og þótt nú syrti í álinn vitum við að öll él birtir upp um síðir. For- feðurnir skiluðu okkur betra búi en þeir tóku við. Verðum við föðurbetrungar? Bæjarins besta sendir velunnurum sínum, nær og fjær, bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með kærri þökk fyrir samstarf og viðskipti á árinu, sem senn kveð- ur. s.h. (Tilvísanir: Kahlil Gibran: Spámaðurinn Guðrún Jóhannsdóttir: Tilfinningar) Safnað fyrir nýju orgeli í Hólskirkju Búið er að stofna orgelsjóð til þess að kaupa nýtt orgel fyrir Hólskirkju. Orgelið sem kom í kirkjuna árið 1960 er orðið þreytt og hefur reynst erfitt að halda því í stillingu. Það hefur reynst vel en nú er tíminn þess að líða sem aðalhljóðfæris kirkjunnar. Á aldarafmæli Hólskirkju bárust fjölmargar gjafir í sjóðinn. Daði Guðmundsson gaf 1.000.000 kr. til minningar um eiginkonu sína Fríðu Dagmar Snorradóttur. Kristný Pálmadóttir og Valdimar Lúðvík Gíslason gáfu 500.000 kr. til minningar um foreldra sína þau Jónínu Jóelsdóttur og Pálma Árna Karvels- son, Margréti Magnúsdóttur og Gísla Valdemarsson og til minningar um systkini sín þau Sigríði Lovísu Pálma- dóttur og Gest Pálmason, Lárusar Guðmundar Gíslason og óskírðrar Gísladóttur, sem og annarra skyldmenna. Eiríkur Finnur ráðinn fram- kvæmdastjóri Trésmiðjunnar Eiríkur Finnur Greipsson, fyrrum aðstoðarsparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Vestfirðinga, hefur verið ráðinn framkvæm- dastjóri Trésmiðjunnar í Hnífs- dal frá áramótum. Steinþór Kristjánsson, einn af eigend- um Trésmiðjunnar, segist hafa gengið frá ráðningu Eiríks Finns í síðustu viku og er ætl- unin hjá fyrirtækinu að blása í herlúðra á erfiðum tímum og hefja mikla sókn á öllum víg- stöðum og eru allir vopnfærir menn á dekki kallaðir til. „Það er margt nýtt í bígerð hjá fyrirtækinu sem Eiríkur Finnur kemur til með að leiða. Hann sér um nýtt gæðastjórn- unarkerfi hjá fyrirtækinu og hönnun á nýrri innréttingar- línu fyrir skrifstofur og heim- ili. Hann sér um þátttöku á tilboðum í evrópska efnahags- svæðinu og við verðum með nýbreytni á vestfirska mark- aðnum þar sem við komum til með að veita fólki ráðagjöf og teikningar varðandi inn- réttingar og innihurðir í eldri húsum en það verður kynnt nánar eftir áramót,“ segir Stei- nþór. Hann segir fyrirtækið vera í nokkrum verkefnum þessa stundina en töluvert hefur dregið úr verkefnum sem snúa að opinbera geiranum. „Við erum því að leita nýrra leiða til að skjóta sterkari stoðum undir fyrirtækið. Af verkefn- um sem við höfum verið að sinna má nefna að við vorum að klára innréttingar fyrir Heilsugæslustöðina í Árbæ og núna erum við að smíða inn- réttingar fyrir leikskóla í Búð- ardal. Þetta eru stærri verk- efnin sem við höfum verið að sinna svo eru ýmisleg smærri verkefni sem við höfum sinnt,“ segir Steinþór. – birgir@bb.is Jólastemmning var á tón- leikum í Ísafjarðarkirkju í síð- ustu viku þar sem kórsöngur og hörpuhljómar spiluðu stærsta hlutverkið. Flutt voru ljúf jólalög og leikið undir á hörpu en hápunktur tónleik- anna var kórverkið „A Cere- mony of Carols“ eftir Benja- min Britten sem stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar og Vestfirsku valkyrjurnar sam- einuðust um að syngja. Verkið er skrifað fyrir þrjár raddir og hörpu og inniheldur 11 lög, sem segja m.a. frá fæð- ingu frelsarans, boðun Maríu og freistingu Adams, en er fyrst og síðast lofgjörð til Guðs. Britten var eitt af höfuðtón- skáldum Breta á 20. öld. Eftir hann liggja ótal verk, stór og smá, en hann samdi talsvert af tónlist sérstaklega fyrir börn, m.a. verkið „A Ceremony of Carols“. Flytjendur á tónleikunum voru Sophie Schoonjans á hörpu, Barnakór Tónlistar- skóla Ísafjarðar, Stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar, Val- kyrjurnar, Helga Margrét Mar- zellíusardóttir sópran, Arna Björk Sæmundsdóttir alt. Meðleikarar auk Sophie eru Hulda Bragadóttir, píanó/org- el og Jónas Tómasson, flauta. Stjórnandi er Bjarney Ingi- björg Gunnlaugsdóttir. – thelma@bb.is Jólastemmning í Ísafjarðarkirkju Frá tónleikunum. FORSETI Íslands mun að öllum líkindum ákveða í dag hvort hún samþykkir tillögu dómsmálaráðherra um að víkja Magnúsi Thoroddsen úr embætti hæstaréttardómara um stund- arsakir, vegna kaupa hans sem handhafa forsetavalds á áfengi á kostnaðarverði. Ráðherra ákvað á þriðjudag að leggja það til, en höfða síðan mál á hendur Magnúsi. Ekki er unnt að víkja dómara úr embætti nema með dómi. Ekki hefur verið ákveðið hvort höfðað verður einkamál til embættismissis, eða opinbert refsimál, fari forseti að tilmælum ráðherra. […] Í framhaldi af mali Magnúsar Thoroddsens óskaði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, eftir því að fá skýrslu frá Áfengisversluninní um kaup handhafa forsetavalds undanfarin ár á áfengi á kostnaðarverði. Ólafur sagði í gærkvöldi að hann hefði fengið þessa skýrslu í hendur, en ekki haft tíma til að kynna sér hana. Hann sagði þó að sér sýndist kaupin ekki nálg- ast magn það sem forseti Hæstaréttar keypti. Fjármálaráðherra ætlar að kynna sér hvort einhver dæmi séu þess að handhafar forsetavalds hafi notið sömu kjara og forseti Íslands, t.d. hvað varðar endurgreiðslu söluskatts, en tók fram að hann þekkti engin dæmi þess.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.