Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 33

Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 33 „Það var með Apparat Org- ankvartett í síðasta Evróputúr þeirra. Þá enduðum við í Belg- íu á afmælishátíð í Gent. Hún heitir Vorut og þar voru um tíu þúsund manns saman- komnir í miðbæ borgarinnar að hlýða á tónlistarmenn há- tíðarinnar. Vinnan við þá tón- leika var rosalega skemmtileg og hljóðkerfin voru einhver þau stærstu sem ég hef unnið með.“ – Hvernig er að róta og hljóðprufa Apparat Organ- kvartett sem er með hrikalega stór og mikil hljóðfæri, ýmist Hammondorgel eða risastóra hljóðgervla? „Þetta eru svaka hlunkar sem þeir nota. Tæplega sex hundruð kíló af hljóðfærum. En ég var fyrst og fremst að vinna fyrir þá sem hljóðmaður en ekki sem rótari. Ég var miklu meira í því að halda orgelum þeirra á lífi því þau eru komin til ára sinna. Þar kom reynsla mín sem iðnmað- ur að góðum notum.“ – Varstu ekki að vinna við tónleika Deep Purple og Uriah Heep í Laugardalshöllinni? „Jú, þar vann ég sem organ- tæknir fyrir hljómsveitirnar. Þar stendur upp úr að hafa unnið með Jon Lord, orgel- leikara Deep Purple. Hann var sérlega kröfuharður maður og sleitulaus vinna að koma tækj- unum í það horf sem hann vildi. Hann var samt sem áður aldrei almennilega ánægður með ástand þeirra. Bergur Geirsson, bassaleikari í Buff, átti orgelið sjálft en Þórir Bald- ursson átti Lesley hátalara- boxin sem voru notuð við þau. Jon Lord er algjörlega heyrn- arlaus og var tóm steik öll hljóðvinnsla í kringum hann. Ég held ég hafi mælt hávaðann á sviðshátölurum hans upp á 112 desibel.“ – Ég frétti að þú starfar sem hönnuður. „Jú, ég fór í Listaháskóla Íslands 2001. Komst þar inn á slembilukku. Ég nam vöru- og iðnhönnun þar og á öðru ári mínu var ég farinn að vinna sem afleysingakennari. Síðan hef ég hef starfað sem hönn- uður í fjögur ár. Mestmegnis fyrir aðra en mig sjálfan en hef ávallt hægri höndina í mín- um eigin verkefnum. Ég sýndi verk mín á stórri sýningu í Hafnarfirði í sumar sem hét 8+8 og fékk góðar viðtökur. Þar sýndi ég bæði halogen og flúorljós sem voru framleidd með nýstárlegri aðferð. Þau voru meðal annars framleidd með haglabyssum og sprengi- efnum. Tilgangur verkefn- anna var að fá ófyrirsjáanlega útkomu. Ég sýndi einnig á stórri hönnunarsýningu á Kjarvalsstöðum í fyrra sem hét Kvika. Þetta eru fyrstu stærstu verkefnin til þessa. Það var frekar erfitt að byrja nýjan starfsferil eftir að ég dró úr hljóðmennskunni.“ – Er ekki góður tími að byrja á svona nýsköpunarverk- efnum á tímum sem þessum? „Jú, það er mjög skemmti- legt að vinna í nýsköpun í kreppunni. Það er bara góður mórall í nýsköpunarbransan- um í kreppunni. Ég mun því halda áfram kennarastarfi mínu og skapa mér feril í hönn- uninni.“ – birgir@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.