Bæjarins besta


Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 43

Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 43 Sælkerar vikunnar eru Margrét J. Birkisdóttir og Gunnar Sigurðsson á Ísafirði Gúllas súpa og kókosbomba Sælkerar vikunnar bjóða upp á ljúffenga gúllas súpu sem ætti að hressa og kæta mat- háka í skammdeginu. Sælker- arnir benda á að gott sé að hafa snittubrauð með súpunni. Einnig láta þau fljóta með uppskrift að ómótstæðilegri kókosbollubomba sem er mjög vinsæll eftirréttur. Og af því að það eru nú að koma jól gefa þau lesendum Bæjar- ins besta einnig einfalda upp- skrift að jólanammi. Gúllas súpa 500 g gúllas 5 msk olía 2 laukar 3 hvítlauksrif 8 kartöflur 4 gulrætur 1 tsk steinselja 1 tsk timian 6 súputeningar ½ tsk pipar 2 tsk salt 5 msk tómatþykkni 1 ½ ltr vatn Kjötið steikt í potti í olíunni. Allt grænmeti saxað. Allt sett út í pottinn og látið malla við vægan hita í rúma klst. Kókosbollubomba ½ ltr vanilluís 1 stór poki Nóakropp 4 kramdar kókosbollur 1 askja jarðaber 1 peli rjómi Súkkulaðispænir Ísinn er settur í form, Nóa- kroppi stráð yfir, þá kókos- bollurnar og niðurskorin jarða- ber. Rjóminn þeyttur og settur ofaná og skreytt með súkku- laðispænum eða bræddu súkku- -laði. Þetta er fryst og tekið út 2- 3 klst fyrir notkun. Auðvelt jólanammi 250 g núgat og 126 g súkku- laði er brætt í skál yfir vatns- baði. Hellt í álform eða sæl- gætismót og látið kólna. Við skorum á Edward Hob- lyn og Sigríði Ólafsdóttur á Ísafirði að verða næstu sæl- kerar. Lítið vatn í Bolungarvíkurgöngum „Þetta er mjög svipað og verið hefur undanfarið. Við höfum ekki lent í neinum vandræðum með vatn við jarðgangagröftinn. Það er nánast hægt að segja að göngin séu þurr Bolungarvíkurmegin en Hnífsdalsmegin er smá vatn en ekkert meira en búist var við,“ segir Rúnar Ágúst Jónsson, staðarstjóri Ósafls sem grefur Bolungarvíkurgöng, aðspurður hvort vatn hafi truflað gangagröft- inn. Hann segir ekki reiknað með að mikið vatn komi í göngin nema tímabundið vatnsstreymi. „Þá gætu komið svokallaðir vatnspokar en við teljum að þeir eigi að þurrkast upp,“ segir Rúnar. Jarðfræðin í göngunum er svipuð og reiknað var með í áætlun þeirra að sögn Rúnars. Áramótabrennur verða kveikt- ar víða um Vestfirði á gaml- árskvöld en flestum finnst það vera ómissandi partur af því að kveðja árið sem nú er að líða og fagna hinu nýja. Sótt hefur verið um leyfi fyrir átta brennum á Vestfjörðum. Á Ísafjarðar verður kveikt í brennu á Hauganesi kl. 20: 30. Í Bolungarvík verður að venju samkvæmt kveikt í brennu við gamla flugvöllinn við Þuríðarbraut kl. 20.30. Björgunarsveitin Sæbjörg stendur fyrir brennu við snjó- flóðavarnargarðinn á Flateyri kl. 20.30. Brenna verður í Nausta- tungu á Tálknafirði kl. 20.30 og brennur fara fram á við Geirseyrarmúla Patreksfirði og við Völuvöll á Bíldudal kl. 21. Björgunarsveitin Dagrenn- ing verður með brennu austan við fjárrétt á Víðidalsárgrund- um á Hólmavík kl. 18 á sama tíma og brennan á Mýrarholti Drangsnesi verður kveikt. Þann 6. janúar verður þrett- ándabrenna í Hreggnasagryfju í Bolungarvík þar sem jólin verða kvödd á viðeigandi hátt með öllu sem því tilheyrir. Átta áramótabrennur „Senn ganga í garð þrítug- ustu jól ofanritaðs. Tíminn flýgur. Það er eins og gerst hafi í gær, þegar ég fékk bæði Playmo-sjóræningjaskipið og Playmo-kastalann í jólagjöf frá mömmu og pabba þegar ég var átta ára. Alveg eins og ég hafði óskað mér! Það var ótrúleg vellíðunartilfinning. Sá er þetta ritar tapaði þó barn- inu í sjálfum sér fyrir löngu og hefur því miður ekki sömu tilhlökkun til jólanna líkt og í uppvextinum í Villta Vestr- inu, nánar tiltekið í Bolungar- vík á níunda áratugnum. Til dæmis fékk greinarhöf- undur ekki sömu vellíðunar- tilfinningu á jólunum í fyrra og þegar hann var átta ára, en í fyrra gáfu foreldrar mínir mér ruslafötu í jólagjöf. Já, ruslafötu. Að vísu er ruslafat- an úr burstuðu áli og er víst einhverskonar „design“ sem skiptir auðvitað sköpum þegar kemur að ruslafötum. Er hún ekki ósvipuð í laginu og R2 D2 vélmennið úr Stjörnu- stríðsmyndunum. Ég passaði mig á að vera ekki vanþakk- látur, en ég vissi hreint ekki hvað gera skyldi við þessa plássfreku ruslafötu, annað en að fylla hana af umbúðunum sem hún var pökkuð inn í, enda bjó ég þá í íbúð sem er álíka stór og fyrstu farsímarnir í gamla daga. Verð ég að við- urkenna, að mér fannst nota- gildið heldur rýrt, enda átti ég alveg ágætis ruslafötu fyrir, sem komst með góðu móti fyrir undir vaskinum, þrátt fyr- ir að vera hvorki „design“ né úr burstuðu áli. (Reyndar skal tekið fram, foreldrum mínum til varnar, að ruslafata þessi hefur nú fengið uppreisn æru og gegnir stöðu dósasafnara í nýrri og stærri íbúð, hvar hún tekur sig frekar vel út, enda „design“ ruslafata.) Þessi vöntun mín á jóla- skapi og tilhlökkun ræðst þó eflaust aðallega af þrennu. Í fyrsta lagi er greinarhöfundur búsettur í Reykjavík, sem þrátt fyrir ýmsa kosti, hefur þó mun fleiri galla en landsbyggðin. Til að mynda er erfitt að kom- ast í jólaskap hér syðra, þegar vart festir snjó og “rauð” jól fá tvíræðna merkingu sökum allra umferðarljósa-stoppana á leiðinni til foreldra minna á aðfangadag. Öðru gilti fyrir vestan, hvar fátt kom þeim er þetta ritar í meira jólaskap en innilokunarkenndin sem fylgdi því að snjóa inni. Ekkert skap- aði meiri samkennd meðal meðlima fjölskyldunnar en þegar rafmagnið fór, þar sem allar eldavélar og jólaljós, voru á fullu blasti á sama tíma í bænum, en rafmagn var í þá daga af jafn skornum skammti og erlendur gjaldeyrir er í dag. (Ég er farinn að hljóma eins og faðir minn!) Í öðru lagi, þá hefur mark- aðsöflunum tekist að eyði- leggja jólaandann í samfélag- inu, með því að skipta honum út fyrir vínanda, græðgi og neyslukapphlaup, sem ekki einu sinni versta fjármála- kreppa í manna minnum virð- ist hafa áhrif á. Foreldrar þamba jólabjór og jólaglögg sem enginn væri morgundag- urinn, kíkja síðan í Hagkaup um hánótt, (þar er nú opið allan sólarhringinn)og láta glepjast af gylliboðum um vaxtalaus lán til þess eins að geta keypt nógu dýrar gjafir handa börnunum sínum. Ell- egar fá þeir að kenna á van- þakklætinu sem fylgir í kjöl- farið, þegar hin börnin fá flott- ari leikföng og eineltis-hættu- ástand skapast. Auðvitað er þetta klisja, en það er óþolandi þegar kaupmenn byrja jólin fyrr með hverju árinu, nú í september. Og hafi verslunar- miðstöðvarnar ekki sogað úr manni lífskraftinn á haustút- sölunum, þá gera þær það pottþétt á jólamánuðunum, öllum þremur. Í þriðja lagi, þá kýs vanfær systir mín heldur að leita á náðir sólarstranda og sumar- húsa um jólin, sem ég hlýt að túlka sem einhverskonar óvild í minn garð og fjölskyldunnar. Einhverra hluta vegna þykir henni jólalegra að fljúga til Flórída um jólin með kærast- anum, en að vera í faðmi fjöl- skyldunnar, eins og henni ber. Það er einmitt svo jólalegt að slá frá sér moskítóflugur, svitna á enninu og bera á sig sólarolíu meðan þú eldar sterafyllta jólasteikina. Að hún kjósi nærveru sveittra, aldraðra offitusjúklinga í Bandaríkjunum í stað blóð- skylds bróður og foreldra, á tímum þar sem samkennd og samvera ætti að styrkja fjöl- skylduböndin, hljóta að teljast vonbrigði, enda er systir mín stór hluti af fjölskyldunni, meira að segja ¼ hennar, eða 25% þó svo þyngdaraukning hennar á meðgöngunni gefi annað og meira til kynna. (Hey, ég verð að fá að hefna mín einhvern veginn á fjar- veru hennar!) Sjálfur vil ég hvergi vera annarsstaðar en í faðmi fjöl- skyldunnar á jólunum. Enda íhaldssamur í þeim efnum. Það er eitthvað afslappandi öryggi sem felst í þessum helstu jólahefðum og er það algerlega óþolandi ef aðrir eru ekki sama sinnis, sérstaklega manns eigin systir. Í sífellu er mér sagt að þetta viðhorf mitt muni breytast þegar ég stofna mína eigin fjölskyldu. Þá muni ég vilja eyða tíma mínum með henni, í stað þess að fara til foreldra minna. Þetta getur vel verið rétt, en ég þarf þá að finna mér kærustu í snatri, ellegar neyðist ég til þess að grafa upp gamla Playmo-dótið mitt.“ Hví finn ég ekki jólaskapið? Eftir Trausta Salvar Kristjánsson Horfur á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og él, einkum við suður- og vesturströndina en léttskýjað austanlands Frost 0-8 stig, en víða talsvert kaldara í innsveitum á norður- og austurlandi. Horfur á laugardag: Útlit fyrir kalt veður áfram, með úrkomu í flestum landshutum. Horfur á sunnudag: Útlit fyrir kalt veður áfram, með úrkomu í flestum landshutum. Helgarveðrið

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.