Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 29
Fyrir hönd Frjálslynda flokksins óskum við íbúum í Norð-
vesturkjördæmi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og gæfuríks komandi árs með þakklæti fyrir liðið ár.
Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður
Menntun og þekking-
arsköpun eru útvegur
Eina svarið til að halda
landinu í byggð er aukin
háskólamenntun að mati
Ólínu Þorvarðardóttur, þjóð-
fræðings, en hún er ein
þeirra sem barist hefur fyrir
uppbyggingu háskólastarfs
á Vestfjörðum. Á málþing-
inu „Byggðaþróun við breytt-
ar aðstæður“ sem haldið var
í Reykjavík í lok síðasta
mánaðar sagði Ólína m.a. í
ræðu sinni: „Menntun og
þekkingarsköpun eru útveg-
ur og sá útvegur á vaxandi
möguleika í nútímasamfé-
lagi. Þetta er kannski eini
vænlegi fjárfestingarkostur-
inn sem eftir er til þess að
styrkja byggð og skapa mann-
vænleg búsetuskilyrði á lands-
byggðinni“.
Þar kemur einnig fram að
91% háskólanema stunduðu
nám sitt í Reykjavík árið 2007.
„Árið 2007 voru tæplega 15
þús. nemendur skráðir í há-
skólanám (dagskóla) - 91%
(13.344) þeirra stunduðu nám
í Reykjavík en einungis 9%
(1.375) úti á landi. Á lands-
byggðinni búa 37% lands-
manna (116.812). Ef jafn stórt
hlutfall háskólanema sækti sitt
nám úti á landi væru það
6.460 manns sem kalla á
1.615 kennarastöður sem að
stærstum hluta þyrfti að flytja
út á land. Það munar um
minna en á annað þúsund
störf!.“
Ólína bendir einnig á að
OECD og ESB leggja áher-
slu á byggingu háskóla til
að; tryggja svæðisbundna
þróun, flytja þekkingu inn
og út af svæðinu, auka sam-
keppnishæfni fyrirtækja og
samfélaga, draga úr þörf
fyrir „innflutta“ sérfræðinga
að sunnan. – thelma@bb.is
Auðvelt að skapa ný störf við söfn
Ósvör í Bolungarvík. Auðvelt yrði að skapa mörg störf með ódýrum hætti við söfn á
Íslandi og aðra tengda starfsemi að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur, þjóðminjavarðar.
Auðvelt yrði að skapa mörg
störf með ódýrum hætti við
söfn á Íslandi og aðra tengda
starfsemi að sögn Margrétar
Hallgrímsdóttur, þjóðminja-
varðar. Hún segir nú sé lag
þegar nóg er af vinnufúsum
höndum sem vantar verkefni.
Jón Sigurpálsson, forstöðu-
maður Byggðasafns Vest-
fjarða, tekur heilshugar undir
orð Margrétar. „Við erum
búnir að vinna að því að skapa
ný störf við söfnin á Vest-
fjörðum og eru okkar erindi
inn hjá Margréti og annarstað-
ar,“ segir Jón. Hann segir ný
störf við söfn á Vestfjörðum
velta á samstarfi við þá aðila
sem fást við safnvörslu og seg-
ist ætla að ýta enn frekar á
eftir nýjum störfum.
Margrét lét hafa þetta eftir
sér í útvarþættinum Vítt og
breytt á Rás 1 og sagðist hún
fullviss um að menningararf-
urinn sé það bjarg sem byggja
megi á þegar kreppir að og
nóg sé af verkefnum til að
spila úr þessum arfi, til dæmis
til að byggja upp sterkari
ferðaþjónustu. Margrét benti
á í þættinum að þessum störf-
um fylgi lítill umbúnaður en
þau séu frek á mannaflið þann-
ig að þarna geti verið störf
fyrir margt fólk. Með þeim
verkefnum sem bíða megi
styrkja fleiri greinar.
Bæjarstjóra Bolungarvík-
ur hefur verið falið að koma
á fundum með forráða-
mönnum stærstu fyrirtækja
sveitarfélagsins og bæjar-
ráði varðandi horfur í rekstri
þeirra á næsta ári. Elías
Jónatansson, bæjarstjóri,
segir fundina ætlaða til að
geta áætlað útsvarstekjur
sveitarfélagsins sem best
fyrir fjárhagsáætlun.
„Þá er nauðsynlegt að vita
hvort vinnsla fyrirtækjanna
verður á svipuðum nótum
og í ár eða hvort hún eykst
eða minnkar. Við vitum t.d.
að Bakkavík var með hug-
myndir um talsverða aukn-
ingu á framleiðslu eftir breyt-
ingar á verksmiðjunni í
sumar og reiknuðu forsvars-
menn þá með að fara á tvær
vaktir eftir áramót. Á sama
hátt skiptir okkur miklu máli
hversu mikinn afla Jakob
Valgeir, sem er stærsta fyrir-
tækið í bolfiski, hyggst vinna
á árinu,“ segir Elías.
Hann segir rekstrarum-
hverfi sjávarútvegsfyrir-
tækja almennt vera mjög
breytt eftir mikið fall á gengi
íslensku krónunnar sem hef-
ur væntanlega neikvæð
áhrif á skuldastöðu þeirra
en á sama tíma jákvæð áhrif
á reksturinn að frátöldum
fjármagnsliðum. „Bolung-
arvík hefur átt því láni að
fagna að hér eru öflug fyrir-
tæki í sjávarútvegi og ný
fyrirtæki eru stöðugt að
hasla sér völl, bæði í sjávar-
útvegi og ferðamannaiðn-
aði. bæjarráð vill því gjarn-
an taka púlsinn á atvinnu-
lífinu með því að hitta
forsvarsmenn fyrirtækj-
anna,“ segir Elías.
Hann segir fundina ekki
vera mjög formlega og gefst
forráðamönnum fyrirtækj-
anna ágætt tækifæri til að
ræða þau mál sem á þeim
brenna og snúa m.a. að þjón-
ustu bæjarfélagsins.
– birgir@bb.is
Funda með forráða-
mönnum fyrirtækja
„Þeir sem ráða þessu tala
alltaf um að umsjón innheimtu
á vanrækslugjöldum á bifreið-
um sem ekki hafa verið færð
til skoðunar á réttum tíma fari
fram í Bolungarvík, en ég hef
ekki enn fengið neitt á blaði
um það ennþá,“ segir Jónas
Guðmundsson, sýslumaður í
Bolungarvík, aðspurður hvort
búið sé að ákveða að fyrr-
greind innheimta fari fram í
Bolungarvík. Hann segir reglu-
gerðina um vanrækslugjöldin
vera enn í smíðum.
„Það er aðallega ágreining-
ur um skoðunarstöðvarnar.
Það er tekist á um hvort Frum-
herji og Aðalskoðun eigi
áfram að sjá um skoðun bif-
reiða eða hvort skoðunin megi
færast í ríkari mæli inn á bif-
reiðaverkstæði. Ég vona að
búið sé að taka ákvörðun um
þetta þannig að reglugerðin
verði tilbúin sem fyrst,“ segir
Jónas. Eflaust verður mikið
hringt og kvartað yfir van-
rækslugjöldunum og verður
það mikil vinna að taka við
kvörtunum að sögn Jónasar.
Hann segir fólk hringja mikið
í Umferðarstofu um þessar
mundir til þess að leggja inn
og afskrá númer.
„Kannski verður þetta til
þess að þjóðin læri það að
hún kemst ekki upp með að
vanrækja skoðunarskyldu bif-
reiða sinna,“ segir Jónas.
Reglugerð um van-
rækslugjöld enn í smíðum
Sýslumannsembættið í Bolungarvík er til húsa í Ráðhúsinu.