Bæjarins besta - 18.12.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008 13
„Þegar ég vann hjá Flugfé-
laginu Erni flaug ég mest Pip-
er Aztec, sem er tveggja
hreyfla sex sæta lágþekja. Ég
var eiginlega hálfsamvaxinn
henni. Þetta er ótrúlega lipur
og skemmtileg vél sem hent-
aði ágætlega við þröngar að-
stæður. Hún var þó með
heldur flókinn lendingarbún-
að, sem átti það til að festast
annað hvort uppi eða niðri á
haustin og vorin þegar braut-
irnar voru aurblautar. Alltaf
tókst manni þó að koma hjól-
unum niður að lokum og aldrei
urðu nein eftirmál af þessu.
Twin Otterinn var þó sú vél
sem hentaði best við vest-
firskar aðstæður. Á henni leið
manni svipað og bónda við
túnslátt. Afar sterkbyggð og
aflmikil og með flugeiginleika
sem fáar aðrar vélar hafa. Í
fluginu í Kenía og Súdan not-
uðum við Otter sem var á utan-
brautardekkjum og með fjög-
urra blaða skrúfur til þess að
auka klifurgetuna. Allar lend-
ingar voru í skógarrjóðrum
og árfarvegum og þess háttar
og þar upplifði ég vel hversu
fjölhæfur Otterinn er. Heima
á Vestfjörðum notuðum við
sjaldan flughæfileika Otters-
ins til fulls, en eftir Kenía-
förina bar ég og ber enn mikla
virðingu fyrir þessari vél.“
Flugið vestra lifir
í minningunni
„Auðvitað gerðist margt
eftirminnilegt í Vestfjarða-
fluginu“, segir Egill, og yrði
nokkuð langt mál upp að telja.
„Oftast var þetta samt róleg-
heitaflug. Ég tel mig forrétt-
indamann að hafa fengið að
fljúga yfir Vestfirsku Ölpunum
í blíðu og stríðu. Enn hef ég
ekki séð neitt fallegra en Vest-
firði að hausti þegar nýfallinn
sjórinn þekur hálfar hlíðarnar.
Hæð yfir landinu, stillur á
fjörðum. Að renna yfir landið
sitt þannig aleinn í kraftmikilli
flugvél, kannski á leið í póst-
flug til Þingeyrar og í kaffi
hjá Davíð og Kötu – það verð-
ur ekki endurtekið, allavega
ekki í mínu tilviki, en lifir vel
í minningunni,“ segir Egill Ib-
sen Óskarsson, flugstjóri.
– Hlynur Þór Magnússon.
Egill um borð í Boeing 767 sem aðstoðarflugmaður 2003 á leið til Natal
í Brasilíu frá Porto í Portúgal. Stór hluti vinnu okar í dag fer fram í tölvum.
Þarna er hann að sýsla við eina af fyrstu flugtölvum Icelandair – Loftleiða.
„Ég tel mig forréttindamann að hafa fengið að fljúga
yfir Vestfirsku Ölpunum í blíðu og stríðu. Enn hef ég
ekki séð neitt fallegra en Vestfirði að hausti þegar
nýfallinn sjórinn þekur hálfar hlíðarnar. Hæð yfir
landinu, stillur á fjörðum. Að renna yfir landið sitt
þannig aleinn í kraftmikilli flugvél, kannski á leið í
póstflug til Þingeyrar og í kaffi hjá Davíð og Kötu –
það verður ekki endurtekið ...“
Siðblindan
Fyrir allnokkru var þeirri
hugmynd varpað fram í ein-
hverju blaðanna, eða á net-
inu, að til þess að fá hæft
fólk á Alþingi þyrfti að þre-
falda laun á þeim bæ. Þar
með myndum við fá betri
forystu. Þetta leiddi hugann
(sem oft áður) að því hvort
það væri rétt að besta fólkið
vildi ekki vinna þjóð sinni,
eða sveitarfélagi það gagn
sem það megnaði nema fyrir
ofurlaun.
Að sjálfsögðu ber að taka
tillit til þess við launaákvörð-
un að langt nám þarf að
greiðast til baka í gegnum
launaumslagið og æskilegt
er að þingmenn, bæjar- og
sveitarstjórar o.fl. hafi hag-
nýtt nám að baki. Launin
komi þannig í veg fyrir að
viðkomandi sé of upptekinn
af eigin fjárhagsstöðu. Að
greiða sérstaklega vegna
mikillar ábyrgðar sýnist hins
vegar tómt bull því enginn í
þessum stöðum hefur verið
dreginn til fjárhagslegrar
ábyrgðar.
Mikið hefur verið rætt nú
um stundir um siðblindu
ýmiss forystufólks, á þingi
og utan, og ekki að ástæðu-
lausu. Hún getur verið af
mörgum toga. Ein tegund
siðblindunnar er nú á hvers
manns vörum, þ.e. peninga-
leg græðgi þar sem mörgum
hefur þótt eðlilegt að taka
til sín ótrúleg verðmæti sem
sköpuð hafa verið af alþýðu
manna innan lands og utan.
Voru þetta (og eru) okkar
bestu menn?
Verst er að græðgin nær
til miklu fleiri einstaklinga
og úr hófi keyrir ef við höld-
um áfram að koma fulltrú-
um græðginnar í okkar
æðstu stöður. Mér er næst
að halda að lækka þurfi
frekar laun nefndra aðila til
þess að fengjum betra fólk.
Fólk með áhuga fyrir þjóð-
arhag og vilja til að þjóna í
þéttbýli og dreifbýli. Fólk
sem horfir ekki mest til
ofurlauna, fólk sem veit sig
hluta af mannlífskeðju þjóð-
arinnar, og aðlagast kjörum
hennar. Fulltrúa gamalla og
góðra gilda. Við vitum að
vald auðsins er mikið í öll-
um þjóðfélögum. Kjörnir
fulltrúar sem jafnframt eru
haldnir nefndri siðblindu
virðast oft vera fulltrúar og
handbendi þess valds frem-
ur en almennings.
7. desember 2008,
Birkir Friðbertson.
Birkir Friðbertsson.
Næsta tölublað BB kemur
út fimmtudaginn 8. janúar.
Gleðilega hátíð!
Kræklingarækt stór iðn-
aður í nánustu framtíð
Uppskeran í kræklingarækt
á Vestfjörðum verður á næsta
ári 10-20 tonn. Jón Örn Páls-
son, verkefnastjóri hjá At-
vinnuþróunarfélagi Vestfjarða,
segir ekki ólíklegt að uppsker-
an fyrir vestan verði um 4000
tonn innan tíu ára. Vestfirð-
ingar hafa í nokkur ár undir-
búið kræklingarækt en fjögur
fyrirtæki sjá fram á að taka
upp línurnar næsta haust enda
bláskelin á línunum hæf til
vinnslu og manneldis. Línurn-
ar eru í Ísafjarðardjúpi og
Steingrímsfirði en aðstæður
fyrir vestan þykja mjög góðar
og línur hafa verið settar niður
víðar.
Jón Örn segir kræklinga-
ræktendur á Vestfjörðum vera
í miklu sambandi við Kanada-
menn um verklag við krækl-
ingarækt og hafi fundist lausn
á vandamáli sem tengist æðar-
fugli við ræktina. Einnig sé
mikið horft til Nýfundnalands
en þar eru aðstæður fyrir
kræklingarækt mun verri en á
Íslandi. „Þeir fóru af stað fyrir
tíu árum með kræklingarækt
og þeir eru komnir í 4.000
tonn á ári. Sunnarlega á Ný-
fundnalandi er kræklingarækt
komin í 20.000 tonn á ári og
þar er allt ísilagt og þurfa þeir
að skera í vakirnar til þess að
ná kræklingnum upp úr sjón-
um,“ segir Jón Örn.
Hann er búinn að taka sam-
an vöxt á framleiðsluaukningu
í fjórum til fimm löndum og
telur því mjög raunhæft að
kræklingarækt geti dafnað vel
á Íslandi. Hann telur þrjár
ástæður fyrir því. „Í fyrsta lagi
erum við með ráðgjöf og
þekkingu frá Kanada. Í öðru
lagi er hér á landi mjög gott
samstarf á meðal framleið-
enda og einnig eru stjórnvöld
farin að vakna og ætla sér að
styðja greinina. Í þriðja lagi
er mjög hátt markaðsverð fyrir
krækling. Eftirspurnin hefur
aukist eftir honum og fram-
leiðslan á honum hefur minn-
kað mjög mikið í Danmörku
og Hollandi. Í Danmörku hef-
ur kræklingaframleiðsla minnk-
að mjög mikið vegna hækk-
andi hitastigs í sjónum. Þessir
þrír þættir benda til þess að
við getum náð fótfestu í þess-
um iðnaði,“ segir Jón Örn.
Hann telur að fjöldi starfa
geti skapast í kringum rækt-
unina. „Ég gæti trúað að þetta
gæti verið allt frá 50 störfum
og upp í 100 þegar best lætur.
Við myndum nýta pökkunar-
aðstöðu með Norðurskel í
fyrstu. Það þarf mikinn búnað
til að hreinsa skelina og segja
þeir í Kanada að það þurfi
4000 tonn til þess að reka full-
komna pökkunarstöð. Þessi
pökkunarstörf verða í fyrstu í
Eyjafirði og eru hugmyndir
uppi um að Eyfirðingar flytji
verksmiðjuna til Búðardals
eða Króksfjarðarnes því það
stefnir í að Vestfirðingar verði
stærstu aðilarnir í kræklinga-
rækt innan fárra ára og því
yrði best að hafa verksmiðjuna
miðsvæðis,“ segir Jón Örn.
– birgir@bb.is
Ekki er talið ólíklegt að uppskera á bláskel verði um 4000 tonn innan tíu ára á Vestfjörðum.