Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Page 13
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 taka þátt í virkni. Fyrsta árið eftir komu á hjúkrunarheimili létust 28,8% af íbúnum, 43,4% létust innan tveggja ára og 53,1% lést innan þriggja ára. Ályktun: Stöðugleiki heilsufars og ADL-færni eru sterkir spáþættir fyrir andláti og því væri hægt að líta til þessara þátta þegar metið er hvaða þjónusta gæti nýst einstaklingum best. Dánartíðnin sýndi að meira en helmingur íbúa dó innan þriggja ára frá komu á hjúkrunarheimili og næstum þriðjungur hefur líklega þarfnast líknandi meðferðar og lífsloka- meðferðar innan við ári eftir komu á hjúkrunarheimili. Að teknu tilliti til þessa er ljóst að áherslu þarf að leggja á þekkingu starfsfólks í að veita líknandi meðferð og lífslokameðferð jafnt sem þekkingu í að viðhalda færni íbúanna. 11 Viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum - að hafa alla þræði í hendi sér Jónbjörg Sigurjónsdóttir1'2, Helga Jónsdóttir13, Birna G. Flygenring2, Helga Bragadóttir2-3 'Skógarbæ, 2hjúkrunarfræðideild, heilbrigðisvísindasviðs HÍ, 3Landspítala jonbjorg@skoga r. is Inngangur: Til að tryggja gæði hjúkrunar á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða er nauðsynlegt að greina framlag hjúkrunarfræðinga til gæða í hjúkrun þar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á viðfangs- efni hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum og í hverju störf þeirra felast sem stuðla að gæðum hjúkrunar. Rannsóknin leggur grunn að því að hægt verði að skipuleggja betur með markvissum hætti þjónustu við aldraða á hjúkrunarheimilum til framtíðar með gæði hjúkrunar og hag- kvæmni í huga. Efniviður og aðferðir: Um lýsandi eigindlega rannsókn var að ræða. Tekin voru fjögur rýnihópaviðtöl við samtals 22 hjúkrunarfræðinga frá fimm hjúkrunarheimilum. Notaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi. Viðtölin voru hljóðrituð og rituð upp orðrétt, marglesin og innihalds- greind. Niðurstöður: Þátttakendur lýstu viðfangsefnum hjúkrunarfræðinga sem starfa á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða sem fjölþættum og flóknum. í krafti sértækrar hjúkrunarfræðilegrar þekkingar, reynslu og laglegrar ábyrgðar hafa hjúkrunarfræðingamir alla þræði starfseminnar í hendi sér. Forsendur þess eru að þeir sýna árvekni, hafa yfirsýn og em vakandi yfir öllu, ásamt því að þeir em greinandi og sjá hlutina í öðru ljósi. Með grundvallarbreytingum sem orðið hafa á hjúkrunarheimilum em þeir þó í ákveðnu öngstræti við að leitast við að tryggja gæði hjúkrunarinnar í þrengingum. Markviss stjórnun og fagleg forysta í hjúkmn skiptir sköp- um fyrir gæði hjúkrunar á hjúkmnarheimilum. Ályktanir: Styrkur hjúkrunarfræðinga iiggur í þekkingu þeirra og hinni heildrænu nálgun þar sem þeir hafa alla þræði í hendi sér. Heimilisfólk á hjúkrunarheimilum verður sífellt veikara og þörfin fyrir sérþekkingu hjúkrunarfræðinga verður meiri. Samtímis eru fjárveitingar þrengri. Þetta er ástand sem hlýtur að kalla á aðgerðir. Niðurstöður rannsóknar- innar geta nýst sem grunnur frekari rannsókna á viðfangsefninu auk þess að vera mikilvæg vísbending til hjúkrunarfræðinga, hjúkmnarstjórn- enda og ráðamanna sem fara með öldmnarmál í landinu. 12 Áhrif félagslegs stuðnings á líðan þolenda 16 árum eftir snjóflóðin á Vestfjörðum Edda Björk Þórðardóttir1'2, Berglind Guðmundsdóttiru'3,Unnur Anna Valdimarsdóttir1-4, Ingunn Hansdóttir2, Heidi Resnick5, Jillian Shipherd67 ’Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2sátfræðideild HÍ, 3áfallateymi bráðasviðs og geðsviðs Landspítala, 4Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karólínska Institutet í Stokkhólmi, 5Department of Psychiatry and Behavioral Sciences, Medical University of South Carolina, USA, 'National Center for PTSD, VA Boston Healthcare System, USA, 7Department of Psychiatry, Boston University School of Medicine, USA eddat@hi.is Inngangur: Snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík árið 1995 tóku líf karla, kvenna og bama og ollu miklu eignatjóni. Fáar rannsóknir hafa kannað langtímaáhrif félagslegs stuðnings á andlega heilsu þolenda. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta andlega heilsu þolenda snjóflóðanna með tilliti til upplifunar þeirra á þeim félagslega stuðningi sem þeir fengu eftir að snjóflóðin féllu. Aðferð: Þátttakendur vom þeir íbúar Flateyrar og Súðavíkur árið 1995, sem í dag em 18 ára eða eldri. Félagslegur stuðningur var metinn með spurningum um hvort og að hve miklu leyti þolendur hafi getað talað um upplifun sína strax eftir áfallið eða síðar. PTSD Symptom Scale-Self Report (PSS-SR) var notað til að meta einkenni áfallastreituröskunar (ÁSR) og Depression Anxiety Stress Scales 21-item (DASS-21) var notað til að meta einkenni þunglyndis, kvíða og streitu. Gagnasöfnun fór fram árið 2011. Svarhlutfall var 74% (186/252) hjá Flateyrarhópnum og 69% (101/147) hjá Súðavíkurhópunum. Við tölfræðiútreikninga var notast við kí-kvaðrat. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p <0,05. Niðurstöður: Þolendur sem upplifa að þeir hafi engan haft til að tala við strax eftir áfallið eru marktækt líklegri til að vera með miðlungs eða alvarleg einkenni ÁSR (x2 =40,79, p<0,001) og alvarleg einkenni kvíða (X2 = 12,73, p<0,05), þunglyndis (x2 =27,6, p<0,001) og streitu (x2 =11,89, p<0,05) en þolendur sem höfðu einhvern til að tala við strax eftir áfallið. Þolendur sem hafa sjaldan eða aldrei getað talað um upplifun sína sl. 16 ár eru marktækt líklegri til að þjást af einkennum ÁSR í dag (PSS-SR stig al5) en þolendur sem hafa alltaf getað talað um áfallið (x2=6,29, p<0,05). Ályktun: Frumniðurstöður benda til að skortur á félagslegum stuðningi strax eftir áfall tengist lakari andlegri heilsu 16 árum sfðar. Niðurstöður benda einnig til að þeir sem hafa tjáð sig um upplifun sína í gegnum árin eru síður líklegri til að þjást af einkennum ÁSR 16 árum síðar. 13 Starfsánægja og streita á breytingatímum - rannsókn á Kragasjúkrahúsunum Birna G. Flygenring1, Helga Bragadóttir1-2, Herdís Sveinsdóttir '■2 ■Háskóla íslands, 2Landspítala herdis@hi.is Inngangur: Óvissa í starfsumhverfi getur veldið streitu og óánægju meðal starfsfólks. Markmið þessarar lýsandi rannsóknar var að kanna starfsánægju, streitu og afleiðingar hennar meðal sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga sem starfa á Kragasjúkrahúsunum. Aðferð: Úrtak rannsóknarinnar náði til 221 starfsmanna Kragasjúkra- húsanna vorið 2011 og var svörunin 64,7% (n=143; hjúkrunarfræð- ingar=46%, sjúkraliðar=54%). Póstsendur var spurningalisti sem auk bakgrunnsspurninga innihélt spurningar um streitu og vinnuálag. Niðurstöður: Flestir þátttakenda (69%) voru eldri en 45 ára, voru í 50- 90% starfshlutfalli (85%), störfuðu á lyf- eða handlækningadeildum, höfðu starfað við hjúkrun meir en 10 ár (71%) og 59% þeirra svo lengi á sömu stofnun. Þáttagreining starfsánægjukvarðans greindi fimm þætti sem skýrðu saman 51,9% af heildardreifingu breytanna. Hjá fjórum þáttanna var Cronbach's a>0,8. Þátttakendur voru óánægðastir með þáttinn Laun og hlunnindi (M=2,7) en ánægðastir voru þeir með þáttinn Samstarfsfólk (M=3,9). Hjúkrunarfræðingar voru marktækt óánægðari en sjúkraliðar með þáttinn Fagleg tækifæri (p<0,05) en marktækt ánægðari með þáttinn Jafnvægi milli vinnutíma og frítíma (p<0,05). LÆKNAblaðið 2012/98 13

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.