Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 14
VÍSINDI Á VORDÖGUM
FYLGIRIT 70
Þáttagreining streitukvarðans greindi fjóra þætti sem saman skýrðu
55,8% af heildardreifingu breytanna. Innra samræmi þáttanna mældist
frá 0.77-0.87. Þeir þættir sem oftast ullu streitu voru: Vanmat og einhæfni
í starfi (M=2,2) og Neikvæð samskipti, Óljós ábyrgð og óöryggi (M=2,2).
Ályktun: Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar starfandi á Kragasjúkra-
húsunum eru almennt ánægðir í starfi. Mikil óvissa hefur ríkt um rekstur
þessara stofnana og endurspeglast það í því sem veldur mestri streitu í
starfi, þ.e. samskiptum, óljósri ábyrgð og óöryggi.
14 Rof á vinnu hjúkrunarfræðinga við lyfjaumsýslu á
bráðalegudeildum
Helga Bragadóttir'1, og Helgi Þór Ingason3, Sigrún Gunnarsdóttir'
'Hjúkrunarfræðideiid, heilbrigðisvísindasviði HÍ, 'Landspítala, 3tækni- og verkfræðideild
Háskóians í Reykjavík
helgabra@hi.is
Inngangur: Vinna hjúkrunarfræðinga krefst fullrar athygli þeirra og
einbeitingar, ekki síst þegar þeir vinna við lyfjatiltekt og lyfjagjöf.
Rannsóknir sýna að lyfjamistök eru algeng hjá hjúkrunarfræðingum á
sjúkrahúsum. Algengustu orsakir lyfjamistaka eru truflanir, aukið vinnu-
álag, óreynt starfsfólk, þreyta, skortur á færni, ólæsileg rithönd lækna á
lyfjafyrirmælum og að lyf hafi svipuð heiti.
Efniviður og aðferðir: Rannsókn var gerð á Landspítala þar sem fylgst
var með 8 hjúkrunarfræðingum að störfum heilar vaktir eða samtals í 64
klukkustundir. Megindlegum gögnum var safnað í handtölvu og eigind-
legum gögnum á upptökutæki. Mælingar voru gerðar á vinnu hjúkrun-
arfræðinga, áhrifaþáttum vinnunnar og hreyfingum þátttakenda milli
staða auk þess sem klukka í tölvunni skráði sjálfvirkt rauntíma mælinga.
Tilgangur rannsóknar var að varpa ljósi á vinnu hjúkrunarfræðinga og
áhrifaþætti hennar. Hér eru birtar niðurstöður um rof á vinnu hjúkrunar-
fræðinga meðan á lyfjaumsýslu stendur.
Niðurstöður: Að meðaltali fór 17% vinnutíma hjúkrunarfræðinga í lyfja-
umsýslu. Á þessum tíma var vinna þeirra rofin 11,4 sinnum að meðaltali.
Algengast var að lyfjatiltekt væri rofin vegna óvæntra samskipta sam-
starfsmanns. Þátttakendur fóru títt á milli staða meðan á lyfjaumsýslu
stóð sem jók enn frekar á athyglisfærslu þeirra.
Ályktanir: Hjúkrunarfræðingar verja umtalsverðum vinnutíma í lyfja-
umsýslu, vinnu sem krefst athygli og einbeitingar. Samt sem áður er
vinna þeirra títt rofin og athygli þeirra dregin frá vinnunni vegna áhrifa-
þátta í umhverfinu. Ætla má að þessi tíðu rof á lyfjatiltekt og lyfjagjöfum
hjúkrunarfræðinga ógni öryggi sjúklinga þar sem athyglisfærslan er tíð.
Þessar niðurstöður benda til þess að bæta megi vinnuaðstæður hjúkr-
unarfræðinga á bráðalegudeildum hvað vinnu við lyíjatiltekt og lyfjagjöf
varðar.
15 Áætlanir hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði um að hætta
störfum
Herdís Sveinsdóttir u, Katrín Blöndal1'2
’Háskóla íslands, 'Landspítala
herdis@hi.is
Inngangur: Starfsumhverfi hefur áhrif á áætlanir hjúkrunarfræðinga um
að hætta störfum. Afleiðingar aukinnar starfsmannaveltu koma fram í
auknum kostnaði heilbrigðisstofnana og verri afkomu sjúklinga.
Markmið: Að kanna hvaða ástæður hjúkrunarfræðingar á skurðlækn-
ingasviði gefa fyrir því að þeir hugleiða að hætta störfum.
Aðferð: Rannsóknasniðið var megindlegt. Spurningalisti var notaður til
að meta hvort og hvaða atriði leiddu til þess að hjúkrunarfræðingar á
skurðlækningasviði Landspítala hugleiddu að hætta störfum. Þýðið var
383 og var svörun 49%. Aðhvarfsgreining var notuð til að greina þætti
sem hafa áhrif á það hvort hjúkrunarfræðingar áætla að hætta störfum.
Niðurstöður: Lítil starfsánægja, ásamt því að vera sjaldan hrósað af
deildarstjóra og að þurfa að vinna störf sem eru ófagleg, skýrði að mestu
áætlanir hjúkrunarfræðinganna um að hætta störfum. Að auki voru
hjúkrunarfræðingar sem töldu þekkingu sína njóta virðingar en greindu
frá lítilli ánægju í starfi líklegri til að hugleiða að hætta.
Ályktun: Þættir sem leiða til lélegs starfssanda og þess að hjúkrunar-
fræðingar tapa áhuga á vinnu sinni getur orðið afdrifaríkir fyrir hjúkrun-
arfræðingana sjálfa og stefnt sjúklingum þeirra í hættu. Stjórnendur ættu
því að byggja upp og styðja við starfsanda og faglegt vinnuumhverfi
sem heldur hjúkrunarfræðingum í starfi. Slíkt felur og í sér að veita þeim
reglulega endurgjöf varðandi störf sín.
16 Þættir sem auka eða draga úr virði vinnu hjúkrunarfræðinga á
bráðamóttöku: niðurstöður rýnihópaviðtala
Sólrún Rúnarsdóttir1'2, Helga Bragadóttir2-3
’Viðskiptafræðideild, félagsvísindasviði Háskóla íslands, 'Landspítala, ’hjúkrunarfræðideild,
heilbrigðisvísindasviði Háskóla íslands
solwnr@landspitali.is
Inngangur: Góð nýting mannafla og öruggt vinnuumhverfi er forsenda
árangursríkrar gæðahjúkrunar. Virðisaukandi vinna eykur gæði þjón-
ustu og dregur úr kostnaði. Talað er um virðisaukandi vinnu hjúkrunar-
fræðinga sem sjúklingamiðaða vinnu sem stuðlar að velferð sjúklinga.
Hins vegar er virðissnauð vinna hjúkrunarfræðinga vinna sem stuðlar
ekki að velferð sjúklinga eða er hreinlega óþörf í hjúkrun. Tilgangur
verkehiis var að varpa ljósi á þá þætti sem hjúkrunarfræðingar á bráða-
móttöku telja auka eða draga úr virði vinnu sinnar.
Efniviður og aðferðir: Tekin voru viðtöl við tvo rýnihópa sem í voru
samtals 12 reyndir hjúkrunarfræðingar af bráðamóttöku Landspítala.
Notaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi þar sem spurt var um skipulag,
samskipti og fagmennsku. Viðtölin voru hljóðrituð, skrifuð upp orðrétt
og innihaldsgreind.
Niðurstöður: sýna að ákveðnir þættir í vinnu og vinnuumhverfi hjúkr-
unarfræðinga á bráðamóttöku geta aukið eða dregið úr virði vinnu
þeirra. Greindir voru þættir sem lúta að: flækjustigi vinnuumhverfis,
skipulagi vinnunnar og skipulagi vinnurýmis; þættir er lúta að: vinnu-
staðamenningu, samsvinnu og samskiptum, og stjómun og stjórnunar-
stíl; þættir er lúta: þekkingu og færni, og ábyrgð og reynslu. Þættirnir
hafa áhrif á skipulag, samskipti og fagmennsku.
Ályktanir: Hjúkmnarfræðingar á bráðamóttöku telja að margt hafi
áhrif á vinnu þeirra sem geti ýmist aukið við eða dregið úr virði hennar.
Sömu þættir geta ýmist aukið eða dregið úr virði vinnunnar allt eftir því
hvernig þeir birtast. Nauðsynlegt er að skoða vinnu hjúkrunarfræðinga
frá mörgum sjónarhornum til að fá sem gleggsta mynd af því hvað eykur
virði hennar og hvað dregur úr virðinu. Niðurstöður gefa vísbendingu
um hvað má bæta í vinnu og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga á bráða-
móttöku.
14 LÆKNAblaðið 2012/98