Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Side 27
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 sjúkdómur hefur verið staðfestur í þremur tilfellum. Meðal sjúklinga með MYBPC3 c.927-2A>G var meðalaldur við greiningu 40 ár (9-72), meðalþykkt hjartavöðva 21,7mm, 12 (17%) hafa sögu um gáttatif og 11 (15%) hafa sögu um bjargráðsísetningu, hjartastopp eða fleygskurð á millislegla vegg. Ályktanir: Stökkbreytingin c.927-2A>G í MYBPC3 geninu skýrir meiri- hluta HCM tilfella á íslandi. Við teljum að um landnemaáhrif geti verið að ræða. Mikilvægt er að hafa Fabry sjúkdóm í huga sem mismuna- greiningu við HCM. 55 Svefnleysi meðal kæfisvefnssjúklinga fyrir og eftir meðferð með svefnöndunartæki Erla Bjömsdóttir', Christer Janson3, Þórarinn Gíslason1-2, Jón Fridrik Sigurdsson11, Allan I Pack5 * * * * *, Philip Gherman5, Michael Perlis5, Erna Sif Amardóttir u, Bryndís Benediktsdóttir1'2 'Læknadeild Háskóla íslands, 'lungnadeild Landspítala, 3Háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð, 4geðsviði Landspítala, "i iáskólanum í Pennsylvaniu erlabjo@giuail.com Inngangur: Svefnleysi er algengt vandamál meðal sjúklinga með kæfisvefn en lítið er vitað um áhrif meðferðar við kæfisvefni á einkenni svefnleysis. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi svefnleysis hjá kæfisvefnssjúklingum áður en þeir hófu meðferð með svefnöndunartæki (CPAP) og við tveggja ára eftirfylgd. Skoðað var hvernig einkenni svefnleysis breyttust og hvaða áhrif svefnleysi hafði á meðferðarheldni. Aðferðir: Allir þátttakendur (n=822) fóru í svefnmælingu, gengust undir læknisskoðun og svöruðu spurningalistum um svefn og heilsu áður en þeir hófu CPAP meðferð. Tveimur árum eftir að meðferð hófst svöruðu þátttakendur sömu spurningalistum og meðferðarheldni þeirra var skoðuð. Alls komu 90.1% þátttakenda í eftirfylgd. Niðurstöður: Svefnleysi var mjög algengt hjá ómeðhöndluðum kæfi- svefnssjúklingum (57,6% vöknuðu oft á nóttinni, 15,6% áttu erfitt með að sofna og 27,9% vöknuðu of snemma á morgnana). Við eftirfylgd voru 64% þátttakenda að nota CPAP, flestir með fulla notkun. Tíðni þess að vakna oft á nóttinni var marktækt lægri hjá þeim sem notuðu CPAP (30,1% hjá notendum en 45,8% hjá þeim sem ekki notuðu CPAP, p<0,001). Erfiðleikar við að sofna á kvöldin minnkuðu hvorki hjá CPAP notendum né þeim sem ekki notuðu CPAP. Það að vakna of snemma á morgnana var hins vegar líklegra til að lagast hjá þeim sem ekki notuðu CPAP (p=0,05). Þeir sem áttu í erfiðleikum með að sofna á kvöldin eða vöknuðu of snemma á morgnana áður en þeir byrjuðu á CPAP voru líklegri til að hætta meðferð (erfitt að sofna = OR 0,63, p=0,029, vakna of snemma= OR 0,51, p<0,0001). Ályktanir: Að vakna oft á nóttinni er algengt hjá sjúklingum með kæfi- svefn en lagast gjarnan hjá þeim sem nota CPAP. Mikilvægt er að huga sérstaklega að sjúklingum með kæfisvefn sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin eða vakna of snemma á morgnana þar sem svefnleysi þeirra lagast ekki með CPAP og þeir eru líklegri en aðrir til þess að hætta meðferð. Hugsanlega er gagnlegt að meðhöndla svefnleysi hjá þessum sjúklingum áður en meðferð við kæfisvefni hefst. 56 Hvernig má uppræta kransæðasjúkdóm á íslandi? Rósa Björk Þórólfsdóttir1'2, Thor Aspelund1-2- Simon Capewell* * 3 4' Julia Critchley1' Vilmundur Guönason1-2- Karl Andersen115 'Hjartavernd, :Háskóta fstands, 3Division of Public Health, University of Liverpool, UK, 'Department of Population Health, St George's, University of London, 'Landspítala, hjartadeild rthl5@hi.is Inngangur: Dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms á Islandi hefur lækkað umtalsvert síðastliðna áratugi. Má það helst þakka bættri stöðu áhættu- þátta hjarta- og æðasjúkdóma. Markmið: Að spá fyrir um framtíðar dánartíðni vegna kransæða- sjúkdóms á íslandi út frá þróun áhættuþátta og meta hvernig helst megi koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Aðferðir: IMPACT reiknilíkanið var notað til að spá fyrir um dánartíðni vegna kransæðasjúkdóms meðal 25-74 ára fslendinga frá 2010 til 2040. Þetta var gert fyrir þrjá mismunandi möguleika í áhættuþáttaþróun: 1) ef nýleg þróun (sl. fimm ár) heldur áfram, 2) ef söguleg þróun (sl. 30 ár) heldur áfram, og 3) ef gert er ráð fyrir að öll þjóðin verði eins og ein- staklingar sem hafa minnstu mögulegu áhættu. Útreikningar byggðust á að sameina: i) mannfjöldatölur og spár (Hagstofa íslands), ii) áhættu- þáttagildi þjóðarimiar og spár (Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar) og iii) áhrif tiltekinna áhættuþáttabreytinga (áður birtar rannsóknir). Niðurstöður: 1) Ef nýleg þróun áhættuþátta heldur áfram mun dánar- tíðni aukast úr 49 í 70 á 100.000. 2) Ef söguleg þróun heldur áfram mun hægja á fækkun dauðsfalla vegna öldrunar þjóðarinnar. Mismun á sögulegri og nýlegri þróun má skýra með hækkun í kólesterólgildum og hraðari aukningu í offitu og sykursýki á sl. fimm árum. 3) Ef öll þjóðin nær æskilegum áhættuþáttagildum yrði komið í veg fyrir öll fyrirbyggjanleg dauðsföll vegna kransæðasjúkdóms fyrir 2040 (myndl). Fninitídar dánartiðni vegna kr.ins.eð.isjukdoms meðal 25-74 ára íslendinga m.v. þrenns konar 100 o c Nýlcg o’ o þróun ■n jg i o Sogulcg þróun c 2010 2020 Ár 2030 2040 Mynd 1 Ályktanir: Ef ekki verða breytingar á lífsvenjum fslendinga mun dánar- tíðni vegna kransæðasjúkdóms aukast og ávinningur liðimia áratuga tapast. Hins vegar er mikið rými fyrir breytingar. Með því að móta áhrifamestu áhættuþættina með lýðheilsufræðilegum inngripum mætti draga emi frekar úr ótímabærum dauðsföllum á komandi árum og jafn- vel útrýma þeim fyrir árið 2040. 57 Áhætta á ristilkrabbameini er ekki aukin hjá sjúklingum sem hafa fengið ristilpokabólgu Bjarki Þór Alexandersson1, Jóhanrt Páll Hreinsson, Tryggvi Stefánsson1'3, Einar S. Bjömssonu 'Lyflæknisfræði, 2meltingar og lifrarlækningar, 3almennar skurðlækningar á Landspítala bjarkial@gmail.com Bakgrunnur: Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er ráðlagt eftir að einstaklingur greinist með ristilpokabólgu að þá fara hann í ristilspeglun til að útiloka ristilkrabbamein. Þessar leiðbeiningar eru byggðar á yfir 20 LÆKNAblaðið 2012/98 27

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.