Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Blaðsíða 30
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 70 Umræður: Nýgengi ALGIB í þessari rannsókn er það hæsta sem tilkynnt hefur verið. Algengustu ástæður ALGIB voru ristilpokar, ristilbólga vegna blóðþurrðar og IBD. Dánartíðni vegna ALGIB var mjög lág og tengd alvarlegum sjúkdómum. NSAID virðast auka líkur á ALGIB meðan að önnur lyf virðast ekki þjóna mikilvægum þætti. 63 Samanburður blæðinga í neðri og efri hluta meltlngarvegar með tilliti til nýgengis, lyfjanotkunar og horfa Jóhann Páll Hreinsson', Sveinn Guömundsson2, Einar S. Bjömsson'-3 'Læknadeild Háskóla íslands, :Blóðbankanum, 3meltingardeild lyflækningasviðs Landspítala einarsb@lanclspilali.is Bakgrunnur: Bæði eru bráð blæðing í efri hluta meltingarvegar (e. acute upper gastrointestinal bleeding, AUGIB) og bráð blæðing í neðri hluta meltingarvegar (e. acute lower gastrointestinal bleeding, ALGIB) algengar ástæður fyrir spítalainnlögn. Mismunur þessara tveggja hópa með tilliti til alvarleika sem og lyfjanotkun er ekki skýr. Okkar markmið voru að kanna lyfjanotkun, nýgengi og horfur bæði AUGIB og ALGIB hópanna í þeim tilgangi að bera þá saman. Efni og aðferðir: Þessi rannsókn var framsýn og þýðisbundin. Þýði ramisóknarinnar samanstóð af öllum þeim sem fóru í maga og/eða ristilspeglun á Landspítala árið 2010. Ábendingar speglunar, lyfjasaga og niðurstaða speglunar voru tekin niður á kerfisbundinn hátt. Skilyrði þátttöku var sýnileg blæðing í meltingarvegi sem átti sér stað í inni- liggjandi sjúklingi eða leiddi til innlagnar. í útreikningum nýgengis voru sjúklingar sem ekki áttu lögheimili á höfuðborgarsvæðinu eða voru með þekktan þarmabólgusjúkdóm útilokaðir. Fengnar voru upp- lýsingar frá Iyfjagagnagrunni Landlæknis um notkun sjúklinga á NSAID, hjartamagnýli, kóvari, SSRI og bisphosphonates lyfjum. Niðurstöður: í heildina fóru 2471 sjúklingar í 3335 maga- og/eða ristilspeglanir. Af þeim voru 156 einstaklingar með AUGIB og 163 með ALGIB. Nýgengi AUGIB var 87/100.000 og nýgengi ALGIB var 83/100.000. 1 báðum hópum jókst nýgengni með aldri. Þrír (1,9%) ein- staklingar í AUGIB hópnum þurftu á bráðri skurðaðgerð að halda en enginn í ALGIB hópnum. í báðum hópum létust tveir einstaklingar vegna blæðingar í meltingarvegi (AUGIB = 1,3%, ALGIB = 1,2%). Samanburður á aldri, kyni, blóðrannsóknum, blóðgjöfum og lytjasögu leiddi í ljós mun á meðaltali hemóglóbíns (AUGIB = 94,6 ± 24,1, ALGIB 106,4 ± 21,4, p-gildi <0,0001), hematocrit (AUGIB = 0,28 ± 0,067, ALGIB 106,4 ± 21,4, p-gildi <0,0001) og fjölda sjúklinga sem þáðu blóð (AUGIB = 59,6%. ALGIB 39,3%, p=0,0003). Annar samanburður var ekki töl- fræðilega marktækur. Umræður: Nýgengi AUGIB og ALGIB er svipað. Það sama gildir um horfur hópana og þeirra lyfjasögu. Sjúklingar í AUGIB hópnum voru með marktækt lægra hemóglóbín, höfðu frekar þörf fyrir blóðgjöf og þrír sjúklingar í bráða skurðaðgerð, þetta bendir til að AUGIB séu almennt alvarlegri blæðingar en ALGIB. 64 Áhrif drykkjumynsturs á þróun áfengislifrarsjúkdóma Jón Kristirm Nielsen, Óttar Bergmann, Sigurður Ólafsson, Hildur Þórarinsdóttir, Einar S. Björnsson''2 'Háskóla íslands, læknadeild, 3meldngardeild Landspítala eimrsb@landspitali.is Inngangur: Drykkjumynstur hefur verið álitið spila stórt hlutverk í þróun á alkóhól lifrarsjúkdómum (ALS). Mjög takmarkað magn gagna er til um drykkjumynstur og magn áfengisneyslu um ævina í ALS sjúk- lingum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða mun á drykkjumynstri ALS sjúklinga og sjúklinga með áfengisfíkn (ÁF) án ALS. Efniviður og aðferðir: ALS-Sjúklingar mættu í viðtal og svöruðu spurn- ingum um lífstíðar drykkjumynstur. ÁF-sjúklingar í meðferð við alkóhól- isma (án klínískra merkja um lifrarsjúkdóm) voru paraðir m.t.t. aldurs (±5 ár) og kyns við sjúklingahópinn. í viðtalinu var notast við „Lifetime Drinking History" spurningalistann, sem gerir okkur kleift að reikna út lífstíðarneyslu alkóhóls (LNA) í einingum, drykkjudaga, drykkjafjölda hvern drykkjudag (DDD) ásamt magni og hlutfalli fyllería á Iífsleiðinni. Áfengisfíkn var metin út frá skilmerkjum DSM-IV. Niðurstöður: 27 sjúklingar með ALS (16 kk og 11 kvk; miðgildi aldurs 59 (IQR 54-65) og 27 ÁF-sjúklingar (17 kk og 10 kvk; miðgildi aldurs; 56 (52- 68) tóku þátt. 17 af 27 (63%) ALS-sjúklingar uppfylltu skilyrði fyrir ÁF en allir ÁF-sjúklingarnir (100%), (p=0.0007). Upphafsaldur drykkju var svipaður: 16 (15-19) vs 16 (14-20) og drykkjuævi einnig; 39 ár (27-42) vs. 39 (33-44) (NS). Fjöldi drykkjudaga var meiri í ALS-hópnum en í ÁF: 5168 (3312-6390) vs. 3408 (1898-4429), p=0.04). LNA var 42614 einingar (31697- 59134) vs. 42400 ein. (10117-67688) (NS) og DDD var 9 (6-15) vs. 13 (5-20) (NS). Enginn marktækur munur fannst milli hópanna m.t.t. fyllería. Ályktanir: Lífstíðar alkóhólneysla og drykkjumynstur virðist svipað milli ALS og ÁF. Fjöldi drykkjudaga var þó fleiri meðal sjúklinga með alkóhól lifrarsjúkdóms. Aftur á móti virðist vera samhengi milli fjölda drykkjudaga og þróun ALS. Ekki allir þeir sem fengu ALS uppfylltu skilyrði fyrir ÁF. 65 Áhrif drykkjumynsturs á þróun áfengisbrisbólgu Jón Kristinn Nielsen, Hildur Þórarinsdóttir, Einar S. Bjömssonu ’Háskóla íslands, læknadeild, :meltingardeild Landspítala. einarsb@landspilali.is Inngangur: Einungis minni hluti einstaklinga sem ofnota áfengi fá áfeng- isbrisbólgu (ÁB). Mjög takmarkað magn gagna er til um af hverju aðeins sumir fá ÁB. Markmið rannsóknariimar var að bera saman drykkju- mynstur þeirra, sem fengið hafa ÁB af völdum áfengis við sjúklinga með áfengisfíkn (ÁF) án ÁB. Efniviður og aðferðir: ÁB-Sjúklingar mættu í viðtal og svöruðu spurn- ingum um lífstíðar drykkjumynstur. ÁF-sjúklingar í meðferð við alkó- hólisma (án klínískra merkja um brisbólgu) voru paraðir m.t.t. aldurs (±5 ár) og kyns við sjúklingahópinn. í viðtalinu var notast við „Lifetime Drinking History" spumingalistann, sem gerir okkur kleift að reikna út lífstíðameyslu alkóhóls (LNA) í einingum, drykkjudaga, drykkjafjölda hvern drykkjudag (DDD) ásamt magni og hlutfalli fyllería á lífsleiðinni. Áfengisfíkn var metin út frá skilmerkjum DSM-IV. Niðurstöður: 37 sjúklingar með ÁB; 31 kk og 6 kvk, miðgildi aldurs: 58 (IQR 46-62) og 37 ÁF-sjúklingar; 27 kk og 10 kvk, miðgildi aldurs: 56 (52- 68) tóku þátt. Samtals 26 af 34 (76%) af ÁB-sjúklingum uppfylltu skilyrði fyrir ÁF en allir ÁF-sjúklingamir (100%), p=0.017. Upphafsaldur drykkju var svipaður: 16 ár (15-18) vs 15 ár (14-18) og drykkjuævi einnig; 38 ár (28-43) vs. 37 (26-41) (NS). Fjöldi drykkjudaga var meiri í ÁB-hópnum en í ÁF: 3870 (2011-7213) vs. 3580 (2069-4423), (NS). LNA var 35326 einingar (16369-79399) vs. 43688 ein. (14235-75763) (NS) og DDD var 10 (6-16) vs. 13 (7-21) (NS). Enginn marktækur munur fannst milli hópanna m.t.t. fyllería. Ályktanir: Lífstíðar alkóhólneysla og drykkjumynstur virðist svipað milli einstaklinga í báðum hópum. Drykkjumynstur virðist því ekki spila lykilhlutverk í þróun á áfengisbrisbólgu. Ekki allir þeir sem fengu ÁB uppfylltu skilyrði fyrir AD. 30 LÆKNAblaðií 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.