Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2012, Síða 35
VÍSiNDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 70 Markmiðið var að kanna áhrif ónæmisglæðanna CpG1826 og LT-K63 á virkjun kímstöðva, FDC og myndun AbSC við bólusetningu nýbura- músa með próteintengdri pneumókokkafjölsykru (Pnc-TT). Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með Pnc-TT eingöngu eða með CpG1826 eða LT-K63, saltvatn var notað sem viðmið. 14 dögum eftir bólusetningu voru miltu einangruð og vefjasneiðar flúorlitaðar með PNA, FDC-Ml, FDC-M2, MOMA-1 og TNFa. Fjöldi IgG+ AbSC í milta, sértækra fyrir fjölsykru- eða próteinhluta bóluefnisins var metinn með ELISPOT. Niðurstöður: CpG1826 og LT-K63 juku Pnc-TT sértækt mótefnasvar nýburamúsa sambærilega, svo og fjölda IgG+ AbSC m.v. Pncl-TT eitt og sér. LT-K63, en ekki CpG1826, jók marktækt fjölda virkra kímstöðva og FDCM2 litun, sem einkennir fullþroskaðar FDC og varðveislu mótefna- fléttna á yfirborði þeirra. Flutningur MOMA-l+ átfrumna (MMM) frá jaðarsvæðum inn í virku kímstöðvarnar jókst einnig, en MMM taka upp mótefnafléttur og flytja til FDC. Staðsehiing FDC og MMM frumna í kímstöð er háð TNFa og lymphotoxin ferlum. Kannað var hvort áhrif LT- K63 á þroska FDC tengist áhrifum á tjáningu TNFa m.v. CpG1826 hafði ekki áhrif á þroska kímstöðvarfrumna. LT-K63, jók verulega TNFa í þeim FDC frumum sem greindust með aukna FDCM2 tjáningu í kímstöðvum nýburamúsa, en CpG1826 hafði engin áhrif. Alyktun: LT-K63 er fyrsti og eini ónæmisglæðirinn sem sýnt hefur verið að yfirvinnur takmörkun í þroska kímstöðvafrumna í nýburamúsum, sem tengist m.a. aukinni TNFa tjáningu. 79 Endurbólusetning með fjölsykrubóluefni (23-gilt) gegn pneumókokkum skerðir fjölsykrusértækt mótefnasvar sem myndast við frumbólusetningu nýburamúsa með 10-gildu prótíntengdu fjölsykrubóluefni Hreinn Benónísson1-2, Stefanía P. Bjarnarson'-, Ingileif Jónsdóttir1-2'3 ’Ónæmisfræði Landspítala, dæknadeild HÍ, 3íslenskri erfðagreiningu, Reykjavík hreitmb@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að endurbólusetning með hreinni fjöl- sykru í ungum börnum og öldruðum skerðir ónæmisvar sem myndaðist við frumbólusetningu með próteintengdri fjölsykru. Við höfum sýnt að endurbólusetning með hreinni pneumókokkafjölsykru (PPS) af gerð 1 skerðir PPS-sértækt mótefnasvar og mótefnaseytandi frumur sem hafa myndast við frumbólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni (PCV) í nýburamúsum. Einnig hefur verið sýnt að bólfesta pneumó- kokka í nefkoki fyrir fyrstu bólusetningu ungbarna með 7- og 11 gildu PCV dregur úr mótefnasvari gegn þeim hjúpgerðum bóluefnisins sem ræktuðust. Markmið: Meta hvort endurbólusetning með PPS-23 skerði ónæmissvör minnisfrumna sem hafa myndast við frumbólusetningu með PCV-10, samanborið við endurbólusetningu með saltvatni eða PCV-10. Efni og aðferðir: Nýburamýs (1 vikna) voru frumbólusettar undir húð með V4 mannaskammti af PCV-10, og endurbólusettar 16 dögum síðar með PCV-10, PPS-23 eða saltvatni. Blóðsýni voru tekin á viku 2, 3, 4, 5, 6 og 12 eftir fyrstu bólusetningu. Magn IgG mótefna sértækra gegn fjölsykrum PCV-10 voru mæld með ELISA. Niðurstöður: Nýburamýs sem voru frumbólusettar með PCV-10 og endurbólusettar með PPS-23 höfðu marktækt lægra magn sértækra IgG mótefna gegn öllum mældum fjölsykrum PCV-10 en mýs sem voru endurbólusettar með saltvatni eða PCV-10, bæði sex og tólf vikum eftir frumbólusetningu. Ályktun: PPS-23 endurbólusetning olli skertu ónæmisvari gegn öllum mældum fjölsykrum PCV-10 í nýburamúsum, sem voru frumbólusettum með PCV eins og áður var sýnt fyrir PPS af hjúpgerð 1. Niðurstöðurnar benda til að ekki sé ráðlegt að endurbólusetja ung börn með hreinu fjölsykrubóluefni. 80 Notkun rafrænna ættfræðigrunna í krabbameinserfðaráðgjöf Vigdís Stefánsdóttir1'6, Óskar Þ. Jóhannsson2, Hrafn Tulinius3, Guðríður H. Ólafsdóttir4, Laufey Tryggvadóttir4-5, Jón Jóhannes Jónsson1-6 'Erfða- og sameindalæknisfræðideild, 2lyflækningasviði Landspítala, 3erfðafræðinefnd HÍ, 1Krabbameinsskrá íslands, 5læknadeild HÍ,6lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ vigdisst@landspitali. is Inngangur: Ættartré eru mikilvæg verkfæri í erfðaráðgjöf þar sem þörf er á nákvæmum upplýsingum fyrir áhættumat. Upplýsingar ráðþega sjálfra eru oft ónákvæmar og ónógar. Hér á landi er aðgangur að upp- lýsingum úr ættfræðigagnagrunni erfðafræðinefndar og greiningarupp- lýsingum úr Krabbameinsskrá. Þessar upplýsingar er hægt að nota til að búa til nákvæmt þriggja kynslóða ættartré fyrir erfðaráðgjöf. Efniviður og aðferðir: Gagnagruimur erfðafræðinefndar geymir opin- berar upplýsingar um íslendinga allt aftur til 1840 og Krabbameinsskrá geymir upplýsingar um krabbameinsgreinda einstaklinga frá 1955, utan brjóstakrabbameinsupplýsinga sem ná aftur til 1910. Náin samvinna er á milli þeirra og erfða- og sameindalæknisfræðideildar LSH (ESD). Á tímabilinu nóvember 2006 janúar 2012 leituðu rúmlega 600 ráðþegar krabbameinserfðaráðgjafar á ESD. Flestir hittu erfðaráðgjafa og lækni í 3-4 skipti. Ráðþegi undirritar leyfi til ættrakningar í gagnagrunni erfðafræðinefndar og könnunar á greiningu krabbameina í ættingjum í Krabbameinsskrá. Allar upplýsingar eru meðhöndlaðar með trúnaði. Niðurstaða: Ættartré sem gerð eru eftir upplýsingum ráðþega sjálfra geyma að jafnaði 10-25 einstaklinga en eftir að fengar hafa verið viðbótar- upplýsingar úr ofantöldum gagnagrunnum eru þeir á bilinu 40-2000, oftast 3-500. Erfðaráðgjöfin hefur fundið 40 ættir með BRCA2 stökk- breytingu (999del5) og fimm ættir með BRCAl (G5193A) stökkbreytingu. Algengi BRCA2 stökkbreytingarinnar er talið vera 0.6% hjá þjóðinni. Erfðaprófaðir voru 550 einstaklingar á tímabilinu og reyndust 130 vera með annað hvort BRCAl eða BRCA2 stökkbreytingu eða 23%. Ályktun: Notkun ættfræðigagnagrunns erfðafræðinefndar og Krabba- meinskrár bæta mjög við upplýsingar í ættartrjám og gerir að verkum að hægt er með talsverðri nákvæmni að meta líkur á því hvort um arfgengt krabbamein er að ræða. Hátt hlutfall stökkbreytinga meðal prófaðra bendir til þess að notkun ofangreindra gagnagrunna geri val á ein- staklingum til prófunar markvissara. 81 Fjöldi skammta af próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn pneumókokkum (PCV) og tegund endurbólusetnigar við 12 mánaða aldur getur haft áhrif á ónæmissvar við Prevenar13 á barnsaldri Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1'2, Kimberly Center3, Katrín Davíðsdóttir, Vilhjálmur A. Arason4, Bjöm Hjálmarsson4, Ragnheiður EKsdóttir4, Gunnhildur Ingólfsdóttir1, Ingileif Jónsdóttir1-2 'Ónæmisfræðideild Landspítaia,1 læknadeild HÍ, 'Pfizer Vaccine Research, Collegeville, PA og Pearl River NY USA, 'Miðstöð heilsuverndar barna, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins veiga@lamtspitali.is Inngangur: Tveir eða þrír skammtar af 9-gildu-próteintengdu bóluefni gegn pneumókokkum (PCV9) mynduðu ónæmisminni hjá ungbörnum sem sýnt var fram á með minnissvari við pneumókokka fjösykrubóluefni (PPSV23) og PCV9 við 1 árs aldur. Svör sömu hópa við 13-gildu prótein- tengdu fjölsykrubóluefni (PNC13) við 7 ára aldur voru lægri hjá þeim sem fengu PPSV23 en þeim sem fengu PCV9 við 1 árs aldur. Hér skoðum LÆKNAblaðið 2012/98 35

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.